Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einungis þriðjungur ætlar að kjósa ríkisstjórnarflokkana sem hafa hríðfallið í vinsældum

Tveir stjórn­ar­flokka hafa tap­að um helm­ingi fylg­is síns það sem af er kjör­tíma­bili og sá þriðji hátt í þriðj­ungi. Sam­an­lagt fylgi allra þriggja er ein­ung­is 7,1 pró­sentu­stigi yf­ir fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem mæl­ist með 26,1 pró­sent. Eng­in tveggja flokka stjórn er mögu­leg en stærstu miðju­flokk­arn­ir ættu að óbreyttu marga mögu­leika á stjórn­ar­mynd­un.

Einungis þriðjungur ætlar að kjósa ríkisstjórnarflokkana sem hafa hríðfallið í vinsældum
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir hefur leitt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna í bráðum sex ár. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja er komið niður í 33,2 prósent samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Það er 7,1 prósentustigi meira en fylgi þess flokks sem mælist með mest fylgi allra um þessar mundir, Samfylkingarinnar, en alls sögðust 26,1 prósent aðspurðra ætla að kjósa hana samkvæmt könnuninni. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna á þessu kjörtímabili og það hefur verið undir 40 prósent síðan í febrúar. Flokkarnir þrír: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, fengu samtals 54,4 prósent atkvæða eftir síðustu kosningar og rúman meirihluta þingmanna. Þeir hafa því saman tapað 39 prósent kjósenda sinna á þeim tæpu tveimur árum sem liðin eru frá því að kosið var síðast til þings. 

Stærsti flokkurinn í ríkisstjórninni, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í könnun Maskínu, en alls sögðust 17,6 prósent styðja hann. Flokkurinn hefur nú samfleytt mælst með undir 20 prósent fylgi í mánaðarlegum könnunum fyrirtækisins síðan í apríl og með undir 21 prósenti síðan í nóvember í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 24,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum, sem fóru fram haustið 2021. Því hefur flokkurinn tapað um 28 prósent af fylgi sínu á tæpum tveimur árum. Versta niðurstaða hans í kosningum í sögunni kom árið 2009, þegar hann fékk 23,7 prósent atkvæða. Miðað við gengi í skoðanakönnunum undanfarið stefnir í að það met verði að óbreyttu slegið. Vert er þó að minna á að næstu kosningar þurfa ekki að fara fram fyrr en haustið 2025. 

Grænu flokkarnir í frjálsu falli

Staðan hjá hinum stjórnarflokkunum er enn verri. Framsóknarflokkurinn, sigurvegari síðustu kosninga, hefur tapað næstum helming þess fylgis sem hann fékk í september 2021 þegar 17,3 prósent atkvæða féllu flokknum í skaut. Nú segjast 9,2 prósent landsmanna telja það best að kjósa Framsókn.

Vinstri græn virðast pikkföst í fallbaráttu stjórnmálanna og mælast nú með 6,4 prósent fylgi, sem er um helmingur þeirra 12,3 prósenta sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem var næst stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar 2017 og sá þriðji stærsti eftir kosningarnar 2021, er nú einungis rétt stærri en Flokkur fólksins, sem mælist með 5,9 prósent fylgi, og Sósíalistaflokkur Íslands, sem mælist með 4,2 prósent. Það þýðir að sex flokkar mælast nú stærri en Vinstri græn. 

Frjálslynda miðjan í sókn

Samfylkingin hefur allt þetta ár mælst stærsti flokkurinn í könnunum Maskínu. Hún hækkar lítillega milli mánaða og yrði langstærsti flokkurinn á þingi, með 8,5 prósentustigum meira en Sjálfstæðisflokkurinn, ef þetta yrði niðurstaða kosninga. Til að setja þá tölu í samhengi þá er fylgi Miðflokksins, sem hefur ekki mælst meira það sem af er kjörtímabilinu, nú 7,9 prósent. Samfylkingin er samkvæmt þessu með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn samanlagt. 

Píratar eru líka að hressast og mælast með 13,1 prósent, sem er besta niðurstaða þeirra síðan í mars. Sá flokkur hefur siglt nokkuð lygnan sjó í könnunum almennt á þessu kjörtímabili en það verður að hafa þann fyrirvara á að Píratar hafa tilhneigingu til að fá minna upp úr kjörkössunum en kannanir bentu til. Samkvæmt stöðunni eins og hún mælist nú myndu Píratar þó bæta við sig 4,5 prósentustigum frá síðustu kosningum. 

Viðreisn er að mælast aðeins hærri en hún fékk síðast þegar var kosið. Alls segjast 9,5 prósent aðspurðra ætla að kjósa flokkinn en hann fékk 8,3 prósent. 

Engin tveggja flokka stjórn möguleg

Hin svokallaða frjálslynda miðja, sem inniheldur Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn, mælist nú með 48,7 prósent samanlagt fylgi, eða 15,5 prósentustigum meira en ríkisstjórnarflokkarnir. Þar munar vitanlega langmest um fylgisaukningu Samfylkingarinnar sem hefur bætt við sig tæpum Sjálfstæðisflokki það sem af er kjörtímabili, eða 16,2 prósentustigum. Þessir þrír flokkar ættu, miðað við niðurstöðu könnunar Maskínu, að geta myndað þriggja flokka stjórn saman með minnsta mögulega meirihluta. 

Engin tveggja flokka stjórn yrði möguleg þar sem samanlagt fylgi tveggja stærstu flokkanna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, mælist einungis 43,7 prósent sem myndi vart duga fyrir meiru en 29 þingmönnum, en 32 þarf til að ná meirihluta.

Samfylkingin og Píratar, sem deila áherslum í fjöldamörgum málum, virðast í góðri stöðu til að velja hvort flokkarnir hafi hug á að mynda miðjustjórn, starfa til vinstri eða til hægri. Saman mælast þeir nú með um 26 þingmenn og vantar einungis sex til viðbótar til að mynda meirihlutastjórn.   

Ríkisstjórnarflokkarnir eru, líkt og áður sagði, í órafjarlægð frá því að geta endurnýjað samstarf sitt ef ósennilegur vilji væri til þess innan raða þeirra, enda sameiginlegur þingmannafjöldi þeirra vart meiri en 22.

Könnunin fór fram dagana 17. til 22. ágúst 2023 og voru 954 svarandi sem tók afstöðu til flokks.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
5
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
6
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
9
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.
Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“
10
Viðtal

Sér sókn­ar­færi fyr­ir „al­vöru vinstri rödd“

Svandís Svavars­dótt­ir tel­ur að þörf sé á að sterk vinstri rödd heyr­ist á Al­þingi og treyst­ir sér til þess að hafa þá rödd VG sterka. Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi pakk­að sterk­um vinstri­mál­um sam­an og að í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir VG. Svandís tel­ur stærstu áskor­an­ir sam­tím­ans ekki þannig vaxn­ar að kapí­tal­ism­inn sé svar­ið – ef fjár­magn sé eina hreyfiafl­ið í sam­fé­lag­inu sé­um við ekki á réttri leið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
9
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár