Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sótti allar myndlistarsýningar í Reykjavík á æskuárunum

Sig­ríð­ur Krist­ín Birnu­dótt­ir geng­ur á hverj­um morgni til vinnu í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur hvar hún hef­ur starf­að frá ár­inu 2000.

Sótti allar myndlistarsýningar í Reykjavík á æskuárunum
Sigríður Kristín Birnudóttir Hún starfar mikið með safnkost Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem er „óþrjótandi haugur“.

„Ég er lærður ljósmyndari og alltaf haft mikinn áhuga á myndum, ég veit ekki alveg hvað það er en ég fór mjög mikið á myndlistarsýningar í borginni þegar ég var krakki. Mamma var mjög áhugasöm um það og ég var búin að sjá allar sýningar sem voru uppi frá 1970 til ‘85, þangað til að ég varð unglingur og fór að mótmæla,“ segir Sigríður Kristín Birnudóttir, spurð að því hvers vegna hún hafi valið sér starf í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar hefur hún starfað frá árinu 2000 og er núna verkefnastjóri myndvinnslu.

„Svo man ég stundum hlutina í myndum, ég man kannski ekki texta.“

„Þannig að það getur verið að ómeðvitað hafi myndmálið prentast inn á heilann án þess að ég hafi fattað það, þetta er kannski pínulítið uppeldislegt að einhverju leyti. En svo man ég stundum hlutina í myndum, ég man kannski ekki texta. Ég er með svo sterkt sjónminni.“

Hjá safninu sinnir Sigríður öllum almennum störfum sem til falla. Hún vinnur mikið með safnkostinn, skannar inn filmur, vinnur myndir í Photoshop og sinnir skráningu og upphleðslu á myndavef safnsins. „Þetta er lítið dund og mikil vinna, því þetta er óþrjótandi haugur. Það er auðvitað mjög gaman þegar við náum að taka fram myndir og kynna til dæmis til leiks verk ljósmyndara sem hafa ekki sést lengi, það er mjög skemmtilegt.“

Hún gengur til vinnu á hverjum morgni. „Ég bý hérna í nágrenninu þannig að það eru mikil forréttindi að vera fljótur í vinnuna á fæti.“ Og hún rekst auðvitað reglulega á fólk á göngunni. „Færri á morgnana, fleiri síðdegis.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
6
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár