Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sótti allar myndlistarsýningar í Reykjavík á æskuárunum

Sig­ríð­ur Krist­ín Birnu­dótt­ir geng­ur á hverj­um morgni til vinnu í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur hvar hún hef­ur starf­að frá ár­inu 2000.

Sótti allar myndlistarsýningar í Reykjavík á æskuárunum
Sigríður Kristín Birnudóttir Hún starfar mikið með safnkost Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem er „óþrjótandi haugur“.

„Ég er lærður ljósmyndari og alltaf haft mikinn áhuga á myndum, ég veit ekki alveg hvað það er en ég fór mjög mikið á myndlistarsýningar í borginni þegar ég var krakki. Mamma var mjög áhugasöm um það og ég var búin að sjá allar sýningar sem voru uppi frá 1970 til ‘85, þangað til að ég varð unglingur og fór að mótmæla,“ segir Sigríður Kristín Birnudóttir, spurð að því hvers vegna hún hafi valið sér starf í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar hefur hún starfað frá árinu 2000 og er núna verkefnastjóri myndvinnslu.

„Svo man ég stundum hlutina í myndum, ég man kannski ekki texta.“

„Þannig að það getur verið að ómeðvitað hafi myndmálið prentast inn á heilann án þess að ég hafi fattað það, þetta er kannski pínulítið uppeldislegt að einhverju leyti. En svo man ég stundum hlutina í myndum, ég man kannski ekki texta. Ég er með svo sterkt sjónminni.“

Hjá safninu sinnir Sigríður öllum almennum störfum sem til falla. Hún vinnur mikið með safnkostinn, skannar inn filmur, vinnur myndir í Photoshop og sinnir skráningu og upphleðslu á myndavef safnsins. „Þetta er lítið dund og mikil vinna, því þetta er óþrjótandi haugur. Það er auðvitað mjög gaman þegar við náum að taka fram myndir og kynna til dæmis til leiks verk ljósmyndara sem hafa ekki sést lengi, það er mjög skemmtilegt.“

Hún gengur til vinnu á hverjum morgni. „Ég bý hérna í nágrenninu þannig að það eru mikil forréttindi að vera fljótur í vinnuna á fæti.“ Og hún rekst auðvitað reglulega á fólk á göngunni. „Færri á morgnana, fleiri síðdegis.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár