Hjónin Svavar Njarðarson og Elfa Björk Magnúsdóttir stofnuðu Gullfosskaffi árið 1996. Upphaflega buðu þau aðeins upp á kaffi og súpu í tjaldi við Sigríðarstofu. Reksturinn hefur vaxið ár frá ári og er Gullfosskaffi nú viðkomustaður meirihluta þeirra sem bera Gullfoss augum. Kaffihús er ekki lengur réttnefni heldur er þarna veitingastaður, verslun með minjagripi og fatnað, auk salernisaðstöðu fyrir ferðamenn. Vefslóðin er heldur ekki amaleg: gullfoss.is
Mikil uppbygging
Svavar var með tæpar 108 milljónir í heildarárstekjur í fyrra, þar af 102 milljónir í fjármagnstekjur. Hann greiddi því 22,5 milljónir í fjármagnstekjuskatt á síðasta ári og 784 þúsund krónur í útsvar. „Ég er nokkuð viss um að eitthvað af þessum tölum hafa átt að reiknast á konuna mína,“ segir hann þegar blaðamaður hefur samband.
Hann er annars stoltur af sínum skattgreiðslum sem hafi komið til vegna þess hvað reksturinn gengur vel. „Þetta hefur verið fínasta ár. Maður vill skila sínu til samfélagsins …
Athugasemdir