Þrír úr systkinahópnum sem kenndur er við matvælafyrirtækið Mata eru á topp 100 á hátekjulistanum á Íslandi árið 2022. Þetta eru bræðurnir Eggert Árni, Halldór Páll og Gunnar Þór Gíslasynir. Eggert var með tæplega 644 milljónir í tekjur, Halldór Páll var með tæplega 633 milljónir og Gunnar Þór var með rúmlega 244 milljónir. Þetta voru að langmestu leyti fjármagnstekjur, tæplega 615 milljónir í tilfelli Eggerts, rúmlega 622 hjá Halldóri og 210 milljónir hjá Gunnari.
Bræðurnir eru stærstu hluthafar Mata, og margra annarra fyrirtækja eins og Ölmu leigufélags, ásamt systur sinni, Guðnýju Eddu. Hún er hins vegar ekki á listanum. Félög systkinanna eru einnig stórtæk í innflutningi, ræktun og sölu á grænmeti, ávöxtum, kjúklingi, svínakjöti og öðrum matvælum hér á landi. Í gegnum árin hafa systkinin notast við eignarhaldsfélög á lágskattasvæðinu Möltu til að halda utan …
Athugasemdir