Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vísisfjölskyldan raðar sér í efstu sæti tekjulistans

Fólk úr fjöl­skyld­unni sem seldi Síld­ar­vinnsl­unni út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Vísi í fyrra rað­ar sér í efstu sex sæt­in yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana sam­kvæmt sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar.

Vísisfjölskyldan raðar sér í efstu sæti tekjulistans
Skattakóngur Pétur Hafsteinn Pálsson er skattakóngur Íslands árið 2022. Systir hans, Svanhvít Daðey, er skattadrottning. Þau seldu hlut sinn í útgerðinni Vísi í fyrra.

Pétur Hafsteinn Pálsson, sem var stærsti hluthafi í útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík er það var selt Síldarvinnslunni á 31 milljarð króna í fyrra er skattakóngur ársins 2022. Heildarárstekjur hans námu tæplega 4,1 milljörðum króna og greiddi hann samanlagt tæpar 903 milljónir í skatt. Fjármagnstekjur hans á árinu námu rúmlega 4 milljörðum og af þeim greiddi hann 893 milljónir í fjármagnstekjuskatt.   

Á hæla honum á hátekjulistanum, sem unninn er af blaðamönnum Heimildarinnar upp úr álagningaskrám Skattsins, fylgja aðrir úr fjölskyldunni sem áttu Vísi, bæði systkini og mágar.

Í öðru sæti listans er Sveinn Ari Guðjónsson, eiginmaður Sólnýjar Pálsdóttur, systur Péturs. Fjármagnstekjur hans voru um 3,2 milljarðar í fyrra og greiddi hann um 707,5 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Heildarárstekjur Sveins Ara voru rúmlega 3.232 milljónir króna.

Ágúst Þór Ingólfsson, eiginmaður Kristínar Elísabetar Pálsdóttur, er þriðji tekjuhæsti Íslendingur síðasta árs en aðeins litlu munar á tekjum hans og svila hans, Sveini. Ágúst greiddi rúmlega 712,5 milljónir í skatta þar af um 2,6 milljónir í tekjuskatt, um 2,2 í útsvar en rúmar 707,7 milljónir í fjármagnstekjuskatt.  

Svanhvít Daðey Pálsdóttir er skattadrottning Íslands árið 2022. Hún seldi líkt og systkini hennar hlut sinn í Vísi og námu heildarárstekjur hennar rúmum 3,2 milljörðum. Langstærsti hluti þeirra tekna eru fjármagnstekjur eða 3.215 milljónir króna. Svanhvít greiddi tæpar 710 milljónir í skatt, þar af 707 milljónir í fjármagnstekjuskatt.

Systir hennar Margrét Pálsdóttir var fimmti tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Heildarárstekjur hennar voru rétt undir tekjum Svanhvítar systur hennar. Hins vegar voru launatekjur hennar á mánuði aðeins um 285 þúsund krónur eða undir skattleysismörkum og greiddi hún því engan tekjuskatt.

Páll Jóhann Pálsson er sjötti ríkasti Íslendingurinn samkvæmt samantekt Heimildarinnar. Heildarárstekjur hans voru á svipuðu reki og annarra í fjölskyldunni, ef frá er talinn skattakóngurinn Pétur bróðir hans, eða rétt undir 3,2 milljarði. Páll Jóhann greiddi rúmar 705 milljónir króna í skatt á árinu, þar af tæpar 700 milljónir af fjármagnstekjum sínum sem námu 3.175 milljónum króna.

FjárfestirDavíð Helgason.

Fara þarf alla leið niður í sjöunda sæti hátekjulistans til að sjá nöfn sem ekki tengjast Vísis-fjölskyldunni. Í því sæti er Davíð Helgason, fjárfestir og stofnandi Unity. Heildarárstekjur hans námu tæplega 2,2 milljörðum á síðasta ári og þar af voru fjármagnstekjur hans rúmlega 1,7 milljarðar. Davíð greiddi 576 milljónir í skatta hér á landi í fyrra, þar af tæplega 133 milljónir í tekjuskatt og rúmar 383 í fjármagnstekjuskatt.

Jóhann Ólafur Jónsson, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Annata og einn af stofnendum þess, var með sjöundu hæstu tekjur landsmanna í fyrra eða um 1.379 milljónir í heildarárstekjur sem fyrst og fremst eru tilkomnar vegna fjármagnstekna. Hann greiddi um 310 milljónir í skatta, þar af um 295 milljónir í fjármagnstekjuskatt.

Annata þróar og selur viðskiptalausnir byggðar á skýjalausn Microsoft, Azure, og tengdum kerfum, fyrir bifreiða- og tækjaiðnaðinn, m.a. Toyota, Volvo og Volkswagen. Í byrjun síðasta árs eignaðist framtakssjóðurinn VEX og fleiri um helmingshlut í fyrirtækinu. Jóhann lét af störfum forstjóra og tók við sem stjórnarformaður.

Guðmundur A. Kristjánsson er í áttunda sæti tekjulista ársins 2022 með 1,2 milljarða í heildarárstekjur. Guðmundur seldi hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í fyrra ásamt systkinum sínum til Jakobs Valgeirs ehf. Fjármagnstekjur hans námu tæplega 2 milljörðum og af þeim greiddi hann tæpar 264 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Samanlagðar skattgreiðslur hans voru 268 milljónir.

HluthafinnHreggviður Jónsson er stærsti hluthafi Veritas-samstæðunnar.

Hreggviður Jónsson greiddi tæplega 235 milljónir króna í skatta í fyrra. Heildarárstekjur hans voru rúmlega 1.049 milljónirHreggviður er stærsti hluthafi Veritas-samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum.

Í tíunda sæti hátekjulistans er tónskáldið Atli Örvarsson. Atli hefur lengi starfað í Bandaríkjunum og samið tónlist fyrir marga þekkta sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Atli greiddi tæplega 240 milljónir króna í skatta hér á landi í fyrra. Heildartekjur hans námu rúmlega milljarði og af þeim voru fjármagnstekjur um 988 milljónir.

Heimildin mun halda áfram að fjalla um tekjur Íslendinga á næstu dögum og í næstu viku kemur út sérstakt hátekjublað.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu