Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vísisfjölskyldan raðar sér í efstu sæti tekjulistans

Fólk úr fjöl­skyld­unni sem seldi Síld­ar­vinnsl­unni út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Vísi í fyrra rað­ar sér í efstu sex sæt­in yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana sam­kvæmt sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar.

Vísisfjölskyldan raðar sér í efstu sæti tekjulistans
Skattakóngur Pétur Hafsteinn Pálsson er skattakóngur Íslands árið 2022. Systir hans, Svanhvít Daðey, er skattadrottning. Þau seldu hlut sinn í útgerðinni Vísi í fyrra.

Pétur Hafsteinn Pálsson, sem var stærsti hluthafi í útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík er það var selt Síldarvinnslunni á 31 milljarð króna í fyrra er skattakóngur ársins 2022. Heildarárstekjur hans námu tæplega 4,1 milljörðum króna og greiddi hann samanlagt tæpar 903 milljónir í skatt. Fjármagnstekjur hans á árinu námu rúmlega 4 milljörðum og af þeim greiddi hann 893 milljónir í fjármagnstekjuskatt.   

Á hæla honum á hátekjulistanum, sem unninn er af blaðamönnum Heimildarinnar upp úr álagningaskrám Skattsins, fylgja aðrir úr fjölskyldunni sem áttu Vísi, bæði systkini og mágar.

Í öðru sæti listans er Sveinn Ari Guðjónsson, eiginmaður Sólnýjar Pálsdóttur, systur Péturs. Fjármagnstekjur hans voru um 3,2 milljarðar í fyrra og greiddi hann um 707,5 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Heildarárstekjur Sveins Ara voru rúmlega 3.232 milljónir króna.

Ágúst Þór Ingólfsson, eiginmaður Kristínar Elísabetar Pálsdóttur, er þriðji tekjuhæsti Íslendingur síðasta árs en aðeins litlu munar á tekjum hans og svila hans, Sveini. Ágúst greiddi rúmlega 712,5 milljónir í skatta þar af um 2,6 milljónir í tekjuskatt, um 2,2 í útsvar en rúmar 707,7 milljónir í fjármagnstekjuskatt.  

Svanhvít Daðey Pálsdóttir er skattadrottning Íslands árið 2022. Hún seldi líkt og systkini hennar hlut sinn í Vísi og námu heildarárstekjur hennar rúmum 3,2 milljörðum. Langstærsti hluti þeirra tekna eru fjármagnstekjur eða 3.215 milljónir króna. Svanhvít greiddi tæpar 710 milljónir í skatt, þar af 707 milljónir í fjármagnstekjuskatt.

Systir hennar Margrét Pálsdóttir var fimmti tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Heildarárstekjur hennar voru rétt undir tekjum Svanhvítar systur hennar. Hins vegar voru launatekjur hennar á mánuði aðeins um 285 þúsund krónur eða undir skattleysismörkum og greiddi hún því engan tekjuskatt.

Páll Jóhann Pálsson er sjötti ríkasti Íslendingurinn samkvæmt samantekt Heimildarinnar. Heildarárstekjur hans voru á svipuðu reki og annarra í fjölskyldunni, ef frá er talinn skattakóngurinn Pétur bróðir hans, eða rétt undir 3,2 milljarði. Páll Jóhann greiddi rúmar 705 milljónir króna í skatt á árinu, þar af tæpar 700 milljónir af fjármagnstekjum sínum sem námu 3.175 milljónum króna.

FjárfestirDavíð Helgason.

Fara þarf alla leið niður í sjöunda sæti hátekjulistans til að sjá nöfn sem ekki tengjast Vísis-fjölskyldunni. Í því sæti er Davíð Helgason, fjárfestir og stofnandi Unity. Heildarárstekjur hans námu tæplega 2,2 milljörðum á síðasta ári og þar af voru fjármagnstekjur hans rúmlega 1,7 milljarðar. Davíð greiddi 576 milljónir í skatta hér á landi í fyrra, þar af tæplega 133 milljónir í tekjuskatt og rúmar 383 í fjármagnstekjuskatt.

Jóhann Ólafur Jónsson, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Annata og einn af stofnendum þess, var með sjöundu hæstu tekjur landsmanna í fyrra eða um 1.379 milljónir í heildarárstekjur sem fyrst og fremst eru tilkomnar vegna fjármagnstekna. Hann greiddi um 310 milljónir í skatta, þar af um 295 milljónir í fjármagnstekjuskatt.

Annata þróar og selur viðskiptalausnir byggðar á skýjalausn Microsoft, Azure, og tengdum kerfum, fyrir bifreiða- og tækjaiðnaðinn, m.a. Toyota, Volvo og Volkswagen. Í byrjun síðasta árs eignaðist framtakssjóðurinn VEX og fleiri um helmingshlut í fyrirtækinu. Jóhann lét af störfum forstjóra og tók við sem stjórnarformaður.

Guðmundur A. Kristjánsson er í áttunda sæti tekjulista ársins 2022 með 1,2 milljarða í heildarárstekjur. Guðmundur seldi hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í fyrra ásamt systkinum sínum til Jakobs Valgeirs ehf. Fjármagnstekjur hans námu tæplega 2 milljörðum og af þeim greiddi hann tæpar 264 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Samanlagðar skattgreiðslur hans voru 268 milljónir.

HluthafinnHreggviður Jónsson er stærsti hluthafi Veritas-samstæðunnar.

Hreggviður Jónsson greiddi tæplega 235 milljónir króna í skatta í fyrra. Heildarárstekjur hans voru rúmlega 1.049 milljónirHreggviður er stærsti hluthafi Veritas-samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum.

Í tíunda sæti hátekjulistans er tónskáldið Atli Örvarsson. Atli hefur lengi starfað í Bandaríkjunum og samið tónlist fyrir marga þekkta sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Atli greiddi tæplega 240 milljónir króna í skatta hér á landi í fyrra. Heildartekjur hans námu rúmlega milljarði og af þeim voru fjármagnstekjur um 988 milljónir.

Heimildin mun halda áfram að fjalla um tekjur Íslendinga á næstu dögum og í næstu viku kemur út sérstakt hátekjublað.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár