Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vísisfjölskyldan raðar sér í efstu sæti tekjulistans

Fólk úr fjöl­skyld­unni sem seldi Síld­ar­vinnsl­unni út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Vísi í fyrra rað­ar sér í efstu sex sæt­in yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana sam­kvæmt sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar.

Vísisfjölskyldan raðar sér í efstu sæti tekjulistans
Skattakóngur Pétur Hafsteinn Pálsson er skattakóngur Íslands árið 2022. Systir hans, Svanhvít Daðey, er skattadrottning. Þau seldu hlut sinn í útgerðinni Vísi í fyrra.

Pétur Hafsteinn Pálsson, sem var stærsti hluthafi í útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík er það var selt Síldarvinnslunni á 31 milljarð króna í fyrra er skattakóngur ársins 2022. Heildarárstekjur hans námu tæplega 4,1 milljörðum króna og greiddi hann samanlagt tæpar 903 milljónir í skatt. Fjármagnstekjur hans á árinu námu rúmlega 4 milljörðum og af þeim greiddi hann 893 milljónir í fjármagnstekjuskatt.   

Á hæla honum á hátekjulistanum, sem unninn er af blaðamönnum Heimildarinnar upp úr álagningaskrám Skattsins, fylgja aðrir úr fjölskyldunni sem áttu Vísi, bæði systkini og mágar.

Í öðru sæti listans er Sveinn Ari Guðjónsson, eiginmaður Sólnýjar Pálsdóttur, systur Péturs. Fjármagnstekjur hans voru um 3,2 milljarðar í fyrra og greiddi hann um 707,5 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Heildarárstekjur Sveins Ara voru rúmlega 3.232 milljónir króna.

Ágúst Þór Ingólfsson, eiginmaður Kristínar Elísabetar Pálsdóttur, er þriðji tekjuhæsti Íslendingur síðasta árs en aðeins litlu munar á tekjum hans og svila hans, Sveini. Ágúst greiddi rúmlega 712,5 milljónir í skatta þar af um 2,6 milljónir í tekjuskatt, um 2,2 í útsvar en rúmar 707,7 milljónir í fjármagnstekjuskatt.  

Svanhvít Daðey Pálsdóttir er skattadrottning Íslands árið 2022. Hún seldi líkt og systkini hennar hlut sinn í Vísi og námu heildarárstekjur hennar rúmum 3,2 milljörðum. Langstærsti hluti þeirra tekna eru fjármagnstekjur eða 3.215 milljónir króna. Svanhvít greiddi tæpar 710 milljónir í skatt, þar af 707 milljónir í fjármagnstekjuskatt.

Systir hennar Margrét Pálsdóttir var fimmti tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Heildarárstekjur hennar voru rétt undir tekjum Svanhvítar systur hennar. Hins vegar voru launatekjur hennar á mánuði aðeins um 285 þúsund krónur eða undir skattleysismörkum og greiddi hún því engan tekjuskatt.

Páll Jóhann Pálsson er sjötti ríkasti Íslendingurinn samkvæmt samantekt Heimildarinnar. Heildarárstekjur hans voru á svipuðu reki og annarra í fjölskyldunni, ef frá er talinn skattakóngurinn Pétur bróðir hans, eða rétt undir 3,2 milljarði. Páll Jóhann greiddi rúmar 705 milljónir króna í skatt á árinu, þar af tæpar 700 milljónir af fjármagnstekjum sínum sem námu 3.175 milljónum króna.

FjárfestirDavíð Helgason.

Fara þarf alla leið niður í sjöunda sæti hátekjulistans til að sjá nöfn sem ekki tengjast Vísis-fjölskyldunni. Í því sæti er Davíð Helgason, fjárfestir og stofnandi Unity. Heildarárstekjur hans námu tæplega 2,2 milljörðum á síðasta ári og þar af voru fjármagnstekjur hans rúmlega 1,7 milljarðar. Davíð greiddi 576 milljónir í skatta hér á landi í fyrra, þar af tæplega 133 milljónir í tekjuskatt og rúmar 383 í fjármagnstekjuskatt.

Jóhann Ólafur Jónsson, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Annata og einn af stofnendum þess, var með sjöundu hæstu tekjur landsmanna í fyrra eða um 1.379 milljónir í heildarárstekjur sem fyrst og fremst eru tilkomnar vegna fjármagnstekna. Hann greiddi um 310 milljónir í skatta, þar af um 295 milljónir í fjármagnstekjuskatt.

Annata þróar og selur viðskiptalausnir byggðar á skýjalausn Microsoft, Azure, og tengdum kerfum, fyrir bifreiða- og tækjaiðnaðinn, m.a. Toyota, Volvo og Volkswagen. Í byrjun síðasta árs eignaðist framtakssjóðurinn VEX og fleiri um helmingshlut í fyrirtækinu. Jóhann lét af störfum forstjóra og tók við sem stjórnarformaður.

Guðmundur A. Kristjánsson er í áttunda sæti tekjulista ársins 2022 með 1,2 milljarða í heildarárstekjur. Guðmundur seldi hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í fyrra ásamt systkinum sínum til Jakobs Valgeirs ehf. Fjármagnstekjur hans námu tæplega 2 milljörðum og af þeim greiddi hann tæpar 264 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Samanlagðar skattgreiðslur hans voru 268 milljónir.

HluthafinnHreggviður Jónsson er stærsti hluthafi Veritas-samstæðunnar.

Hreggviður Jónsson greiddi tæplega 235 milljónir króna í skatta í fyrra. Heildarárstekjur hans voru rúmlega 1.049 milljónirHreggviður er stærsti hluthafi Veritas-samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum.

Í tíunda sæti hátekjulistans er tónskáldið Atli Örvarsson. Atli hefur lengi starfað í Bandaríkjunum og samið tónlist fyrir marga þekkta sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Atli greiddi tæplega 240 milljónir króna í skatta hér á landi í fyrra. Heildartekjur hans námu rúmlega milljarði og af þeim voru fjármagnstekjur um 988 milljónir.

Heimildin mun halda áfram að fjalla um tekjur Íslendinga á næstu dögum og í næstu viku kemur út sérstakt hátekjublað.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár