Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Barist við „stjórnlausa“ gróðurelda á Tenerife

Um 1.800 hekt­ar­ar lands hið minnsta hafa brunn­ið á Teneri­fe síð­ustu klukku­stund­ir í mikl­um gróð­ureld­um sem ótt­ast er að stefni á vin­sæla ferða­mannastaði.

Barist við „stjórnlausa“ gróðurelda á Tenerife
Þjóðgarður brennur Svæðið sem eldarnir loga nú á er á miðri Tenerife. Landslagið einkennist af skógarbeltum, giljum og fjöllum er gerir slökkvistarf erfitt. Mynd: AFP

Gróðureldar sem nú geisa á Tenerife í Kanarí-eyjaklasanum eru enn sem komið er fyrst og fremst bundnir við friðuðu fjalllendi í nágrenni eldfjallsins Teide. Um 250 slökkviliðsmenn berjast við eldana en hafa ekki náð að hemja útbreiðslu þeirra svo nokkru nemi. Að minnsta kosti 1.800 hektarar lands hafa brunnið á aðeins einum sólarhring.

Eldarnir kviknuðu í gær í fjalllendi svæða sem kallast Arafo og Candelaria á miðri Tenerife. Þurft hefur að rýma fimm þorp þar í grennd og vegum að þjóðgarðinum sem eldarnir loga í verið lokað.  

Yfirvöld telja hættu á að eldarnir breiðist út til dvalarstaða ferðamanna þar sem þeir gætu borist á milli furutrjáa, sem eru mjög eldfim eftir þurrka. Ef ekki tekst að hefta útbreiðsluna gætu eldarnir náð til ferðamannastaða á borð við Santa Cruz de Tenerife og Puerto de la Cruz.

„Eldarnir eru öflugir og eru á svæði sem er erfitt að athafna sig á,“ sagði svæðisstjóri Kanarí-eyja, Fernando Clavijo, á blaðamannafundi. „Eldarnir á Tenerife eru stjórnlausir og útlitið er ekki beint bjart.“

Tveir alþjóðaflugvellir eru á Tenerife. Þeir starfa enn samkvæmt venju.

Hitabylgja gekk yfir Kanarí-eyjar í síðustu viku. Henni fylgdu miklir þurrkar svo eldsmatur er mikill. Gróðureldar kviknuðu á eyjunum Gran Canaria og La Palma fyrr í sumar við sömu aðstæður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár