Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Barist við „stjórnlausa“ gróðurelda á Tenerife

Um 1.800 hekt­ar­ar lands hið minnsta hafa brunn­ið á Teneri­fe síð­ustu klukku­stund­ir í mikl­um gróð­ureld­um sem ótt­ast er að stefni á vin­sæla ferða­mannastaði.

Barist við „stjórnlausa“ gróðurelda á Tenerife
Þjóðgarður brennur Svæðið sem eldarnir loga nú á er á miðri Tenerife. Landslagið einkennist af skógarbeltum, giljum og fjöllum er gerir slökkvistarf erfitt. Mynd: AFP

Gróðureldar sem nú geisa á Tenerife í Kanarí-eyjaklasanum eru enn sem komið er fyrst og fremst bundnir við friðuðu fjalllendi í nágrenni eldfjallsins Teide. Um 250 slökkviliðsmenn berjast við eldana en hafa ekki náð að hemja útbreiðslu þeirra svo nokkru nemi. Að minnsta kosti 1.800 hektarar lands hafa brunnið á aðeins einum sólarhring.

Eldarnir kviknuðu í gær í fjalllendi svæða sem kallast Arafo og Candelaria á miðri Tenerife. Þurft hefur að rýma fimm þorp þar í grennd og vegum að þjóðgarðinum sem eldarnir loga í verið lokað.  

Yfirvöld telja hættu á að eldarnir breiðist út til dvalarstaða ferðamanna þar sem þeir gætu borist á milli furutrjáa, sem eru mjög eldfim eftir þurrka. Ef ekki tekst að hefta útbreiðsluna gætu eldarnir náð til ferðamannastaða á borð við Santa Cruz de Tenerife og Puerto de la Cruz.

„Eldarnir eru öflugir og eru á svæði sem er erfitt að athafna sig á,“ sagði svæðisstjóri Kanarí-eyja, Fernando Clavijo, á blaðamannafundi. „Eldarnir á Tenerife eru stjórnlausir og útlitið er ekki beint bjart.“

Tveir alþjóðaflugvellir eru á Tenerife. Þeir starfa enn samkvæmt venju.

Hitabylgja gekk yfir Kanarí-eyjar í síðustu viku. Henni fylgdu miklir þurrkar svo eldsmatur er mikill. Gróðureldar kviknuðu á eyjunum Gran Canaria og La Palma fyrr í sumar við sömu aðstæður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár