Barist við „stjórnlausa“ gróðurelda á Tenerife

Um 1.800 hekt­ar­ar lands hið minnsta hafa brunn­ið á Teneri­fe síð­ustu klukku­stund­ir í mikl­um gróð­ureld­um sem ótt­ast er að stefni á vin­sæla ferða­mannastaði.

Barist við „stjórnlausa“ gróðurelda á Tenerife
Þjóðgarður brennur Svæðið sem eldarnir loga nú á er á miðri Tenerife. Landslagið einkennist af skógarbeltum, giljum og fjöllum er gerir slökkvistarf erfitt. Mynd: AFP

Gróðureldar sem nú geisa á Tenerife í Kanarí-eyjaklasanum eru enn sem komið er fyrst og fremst bundnir við friðuðu fjalllendi í nágrenni eldfjallsins Teide. Um 250 slökkviliðsmenn berjast við eldana en hafa ekki náð að hemja útbreiðslu þeirra svo nokkru nemi. Að minnsta kosti 1.800 hektarar lands hafa brunnið á aðeins einum sólarhring.

Eldarnir kviknuðu í gær í fjalllendi svæða sem kallast Arafo og Candelaria á miðri Tenerife. Þurft hefur að rýma fimm þorp þar í grennd og vegum að þjóðgarðinum sem eldarnir loga í verið lokað.  

Yfirvöld telja hættu á að eldarnir breiðist út til dvalarstaða ferðamanna þar sem þeir gætu borist á milli furutrjáa, sem eru mjög eldfim eftir þurrka. Ef ekki tekst að hefta útbreiðsluna gætu eldarnir náð til ferðamannastaða á borð við Santa Cruz de Tenerife og Puerto de la Cruz.

„Eldarnir eru öflugir og eru á svæði sem er erfitt að athafna sig á,“ sagði svæðisstjóri Kanarí-eyja, Fernando Clavijo, á blaðamannafundi. „Eldarnir á Tenerife eru stjórnlausir og útlitið er ekki beint bjart.“

Tveir alþjóðaflugvellir eru á Tenerife. Þeir starfa enn samkvæmt venju.

Hitabylgja gekk yfir Kanarí-eyjar í síðustu viku. Henni fylgdu miklir þurrkar svo eldsmatur er mikill. Gróðureldar kviknuðu á eyjunum Gran Canaria og La Palma fyrr í sumar við sömu aðstæður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár