Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um aðstoð hjá sveitarfélögum

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir skýrt í lög­um að ef fólk sem hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd vill ekki fara af landi brott geti það sótt um að­stoð hjá sveit­ar­fé­lag­inu sem það dvel­ur í. „Þó að ein­hver sveit­ar­fé­lög kann­ist ekki við það laga­ákvæði núna þá var um það fjall­að í um­ræð­unni í vor,“ seg­ir hún. Sveit­ar­fé­lög­in gagn­rýna rík­ið harð­lega í yf­ir­lýs­ingu og segja það bera ábyrgð á mála­flokkn­um.

Segir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um aðstoð hjá sveitarfélögum

„Ef fólk vill ekki fara getur það sótt um hjá sveitarfélagi um aðstoð þó að einhver sveitarfélög kannist ekki við það lagaákvæði núna þá var um það fjallað í umræðunni í vor en það ákvæði hefur verið lengi í lögum og fjallar um útlendinga í neyð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um það fólk sem hefur fengið synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og hefur nú verið svipt þjónustu sem Vinnumálastofnun hafði veitt því fyrir hönd ríkisins. Um er að ræða 53 einstaklinga samkvæmt því sem Kristín María Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra sagði í samtali við vísi í fyrradag. 

Spyr hvort fólkið hafi fengið fullnægjandi upplýsingar

„Það má spyrja sig að því hvort fólk hafi verið upplýst með fullnægjandi hætti um þetta og því bent á sveitarfélögin þar sem þau geta sótt um samkvæmt þessu lagaákvæði,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við Heimildina.  

Ákvæðið sem hún nefnir er í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar segir að erlendum ríkisborgurum sem ekki eigi lögheimili í landinu skuli í sérstökum tilvikum veitt fjárhagsaðstoð hér á landi. Aðstoð skal veitt af dvalarsveitarfélagi að höfðu samráði við [ráðuneytið].“  Þá segir þar að ríkissjóður skuli endurgreiða sveitarfélagi veitta aðstoð vegna erlendra ríkisborgara sem ekki eigi lögheimili á Íslandi. 

Samkvæmt þessu skal sveitarfélag sem veitir aðstoð eiga samráð við ráðuneyti.

Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að ekkert samtal hafi farið fram milli ríkis og sveitarfélaga um hvað taki við hjá þeim hælisleitendum sem misst hafi framfæri sitt hjá ríkinu og séu án kennitölu og réttinda í landinu.

Samband íslenskra sveitarfélaga segir skýrt að málaflokkurinn sé á ábyrgð ríkisins og  að nauðsynlegt sé að þau ráðuneyti sem málaflokkurinn fellur undir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja umræddum einstaklingum þak yfir höfuðið og framfærslu, þar til viðkomandi einstaklingar fara úr landi.“  En bæði Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga gagn­rýna stjórn­völd harðlega fyr­ir þau áhrif sem breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um eru nú byrj­að­ar að hafa.

Ekki hrifin af búðum þar sem fólk sé ekki frjálst ferða sinna

Katrín segir að í umræðunni hafi verið bent á að þetta sé öðruvísi hér en annars staðar en staðreyndin sé sú að þetta sé svona í sumum löndum. Og annarsstaðar eru lokaðar búðir fyrir þá sem fá synjun um vernd og sú leið hefur líka verið gagnrýnd hér.“ 

Tillaga um flóttamannabúðir eða móttökubúðir eins og þær eru stundum kallaðar hafa verið kynntar í ríkisstjórn og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við RÚV að hann gæti vel séð fyrir sér að slíkt gæti gagnast. Flest Schengen ríkin eru með svokallaðar brottfararbúðir og þar getur fólk verið mjög lengi og er ekki frjálst ferða sinna,“ segir Katrín. 
Spurð hvernig henni hugnist slíkar búðir segir hún: Ég hef ekki verið hrifin af því.“  

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    ENN upplifum við vinnubrögð löggjafans sem eru ekkert annað en ALGJÖRT FÚSK

    Ábyrgð Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins er STÓRT í þessu furðulega máli.

    https://samstodin.is/2023/08/samstada-rikisstjornar-midflokks-og-flokks-folksins-um-breytingarnar-a-utlendingalogum/

    Guðrún Hafsteinsdóttir núverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins segir útlendingalögin, sem samþykkt voru í mars á þessu ári, virka sem skyldi.

    Hvar eru nú hin "kristnu" gildi íhaldsins ?

    https://samstodin.is/opinion/ranghugmyndir-um-flottafolk-og-politisk-leiksyning/
    0
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Það er sama hvar drepið er niður; þá er þessi stjórn með allt niður um sig. Eftir 6 ár við völd, er allt einhverjum öðrum um að kenna en ríkisstjórninni 🫣🫣
    2
  • VM
    Viðar Magnússon skrifaði
    Katrín kyngir brottfarar búðunum eins og öllu öðru
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
5
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
6
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár