Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um aðstoð hjá sveitarfélögum

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir skýrt í lög­um að ef fólk sem hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd vill ekki fara af landi brott geti það sótt um að­stoð hjá sveit­ar­fé­lag­inu sem það dvel­ur í. „Þó að ein­hver sveit­ar­fé­lög kann­ist ekki við það laga­ákvæði núna þá var um það fjall­að í um­ræð­unni í vor,“ seg­ir hún. Sveit­ar­fé­lög­in gagn­rýna rík­ið harð­lega í yf­ir­lýs­ingu og segja það bera ábyrgð á mála­flokkn­um.

Segir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um aðstoð hjá sveitarfélögum

„Ef fólk vill ekki fara getur það sótt um hjá sveitarfélagi um aðstoð þó að einhver sveitarfélög kannist ekki við það lagaákvæði núna þá var um það fjallað í umræðunni í vor en það ákvæði hefur verið lengi í lögum og fjallar um útlendinga í neyð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um það fólk sem hefur fengið synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og hefur nú verið svipt þjónustu sem Vinnumálastofnun hafði veitt því fyrir hönd ríkisins. Um er að ræða 53 einstaklinga samkvæmt því sem Kristín María Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra sagði í samtali við vísi í fyrradag. 

Spyr hvort fólkið hafi fengið fullnægjandi upplýsingar

„Það má spyrja sig að því hvort fólk hafi verið upplýst með fullnægjandi hætti um þetta og því bent á sveitarfélögin þar sem þau geta sótt um samkvæmt þessu lagaákvæði,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við Heimildina.  

Ákvæðið sem hún nefnir er í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar segir að erlendum ríkisborgurum sem ekki eigi lögheimili í landinu skuli í sérstökum tilvikum veitt fjárhagsaðstoð hér á landi. Aðstoð skal veitt af dvalarsveitarfélagi að höfðu samráði við [ráðuneytið].“  Þá segir þar að ríkissjóður skuli endurgreiða sveitarfélagi veitta aðstoð vegna erlendra ríkisborgara sem ekki eigi lögheimili á Íslandi. 

Samkvæmt þessu skal sveitarfélag sem veitir aðstoð eiga samráð við ráðuneyti.

Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að ekkert samtal hafi farið fram milli ríkis og sveitarfélaga um hvað taki við hjá þeim hælisleitendum sem misst hafi framfæri sitt hjá ríkinu og séu án kennitölu og réttinda í landinu.

Samband íslenskra sveitarfélaga segir skýrt að málaflokkurinn sé á ábyrgð ríkisins og  að nauðsynlegt sé að þau ráðuneyti sem málaflokkurinn fellur undir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja umræddum einstaklingum þak yfir höfuðið og framfærslu, þar til viðkomandi einstaklingar fara úr landi.“  En bæði Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga gagn­rýna stjórn­völd harðlega fyr­ir þau áhrif sem breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um eru nú byrj­að­ar að hafa.

Ekki hrifin af búðum þar sem fólk sé ekki frjálst ferða sinna

Katrín segir að í umræðunni hafi verið bent á að þetta sé öðruvísi hér en annars staðar en staðreyndin sé sú að þetta sé svona í sumum löndum. Og annarsstaðar eru lokaðar búðir fyrir þá sem fá synjun um vernd og sú leið hefur líka verið gagnrýnd hér.“ 

Tillaga um flóttamannabúðir eða móttökubúðir eins og þær eru stundum kallaðar hafa verið kynntar í ríkisstjórn og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við RÚV að hann gæti vel séð fyrir sér að slíkt gæti gagnast. Flest Schengen ríkin eru með svokallaðar brottfararbúðir og þar getur fólk verið mjög lengi og er ekki frjálst ferða sinna,“ segir Katrín. 
Spurð hvernig henni hugnist slíkar búðir segir hún: Ég hef ekki verið hrifin af því.“  

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    ENN upplifum við vinnubrögð löggjafans sem eru ekkert annað en ALGJÖRT FÚSK

    Ábyrgð Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins er STÓRT í þessu furðulega máli.

    https://samstodin.is/2023/08/samstada-rikisstjornar-midflokks-og-flokks-folksins-um-breytingarnar-a-utlendingalogum/

    Guðrún Hafsteinsdóttir núverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins segir útlendingalögin, sem samþykkt voru í mars á þessu ári, virka sem skyldi.

    Hvar eru nú hin "kristnu" gildi íhaldsins ?

    https://samstodin.is/opinion/ranghugmyndir-um-flottafolk-og-politisk-leiksyning/
    0
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Það er sama hvar drepið er niður; þá er þessi stjórn með allt niður um sig. Eftir 6 ár við völd, er allt einhverjum öðrum um að kenna en ríkisstjórninni 🫣🫣
    2
  • VM
    Viðar Magnússon skrifaði
    Katrín kyngir brottfarar búðunum eins og öllu öðru
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
4
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár