Það er engu líkara en að heimsendir sé í nánd,“ segir íbúi á Maui, næststærstu eyju Hawaii, um gróðureldana sem þar geisa og hafa kostað að minnsta kosti 36 manneskjur lífið. Vindur vegna fellibyls sem þó er í töluverðri fjarlægð reyndist olía á eldana sem hafa ætt yfir strandbæinn Lahaina, einn vinsælasta ferðamannastað Maui. Hvert hverfið á fætur öðru hefur brunnið til kaldra kola og vesturhluti eyjunnar nær einangrast í eldhafinu. Stór svæði hafa verið án rafmagns enda vindhraðinn náð miklum hæðum.
Þúsundir hafa orðið að yfirgefa dvalarstaði sína og hafa sumir brugðið á það ráð að kasta sér í sjóinn á flótta undan eldtungunum. Bandaríska strandgæslan þurfti að bjarga fjórtán manns úr sjónum við höfnina í borginni Lahaina og eigendur verslana við aðal verslunargötuna segjast hafa horft skelfingu lostnir upp á byggingar hverfa inn í eldhafið. Slökkvilið ráða ekki við umfangið og hafa ekki náð í tæka tíð að …
Það minnir á auglýsingu innheimtufyrirtækis fyrir nokkrum árum: það er dýrt að gera ekki neitt.