Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ferðamannaparadís brennur

Hawaii-eyj­ar voru ekki van­ar að brenna. Nema þá und­an gló­andi hrauni eld­fjalla. En núna er öld­in önn­ur, inn­lend­ur gróð­ur hef­ur vik­ið fyr­ir graslend­um svo langt sem aug­að eyg­ir sem á sinn þátt í því að gróð­ureld­arn­ir sem nú loga eru þeir mestu í manna minn­um.

Ferðamannaparadís brennur
Í ljósum logum Byggingar brenna í strandbænum Lahaina á Maui. Mynd: Skjáskot

Það er engu líkara en að heimsendir sé í nánd,“ segir íbúi á Maui, næststærstu eyju Hawaii, um gróðureldana sem þar geisa og hafa kostað að minnsta kosti 36 manneskjur lífið. Vindur vegna fellibyls sem þó er í töluverðri fjarlægð reyndist olía á eldana sem hafa ætt yfir strandbæinn Lahaina, einn vinsælasta ferðamannastað Maui. Hvert hverfið á fætur öðru hefur brunnið til kaldra kola og vesturhluti eyjunnar nær einangrast í eldhafinu. Stór svæði hafa verið án rafmagns enda vindhraðinn náð miklum hæðum.

Þúsundir hafa orðið að yfirgefa dvalarstaði sína og hafa sumir brugðið á það ráð að kasta sér í sjóinn á flótta undan eldtungunum. Bandaríska strandgæslan þurfti að bjarga fjórtán manns úr sjónum við höfnina í borginni Lahaina og eigendur verslana við aðal verslunargötuna segjast hafa horft skelfingu lostnir upp á byggingar hverfa inn í eldhafið. Slökkvilið ráða ekki við umfangið og hafa ekki náð í tæka tíð að …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það sorglega er að almenningurinn ætti að hafa vitað síðan 1992 (Rio-ráðstefnan) að svo muni koma, stjórnmálamenn síðan 1980 og vísindamenn voru að ræða þann möguleika síðan 1950.
    Það minnir á auglýsingu innheimtufyrirtækis fyrir nokkrum árum: það er dýrt að gera ekki neitt.
    1
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      en það er enn fullt af fólki sem segir að þetta sé bara ímyndun og áróður og eðlilegar sveiflur. Alveg magnað hvað fólk getur kreist aftur augun!
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu