Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pussy Riot: Hættulegt að vera hinsegin manneskja í Rússlandi

Staða hinseg­in fólks í Rússlandi hef­ur versn­að á ný­liðn­um ár­um að sögn liðs­kvenna Pus­sy Riot. Þær hafa bar­ist fyr­ir um­bót­um og var hluti liðs­kvenna sveit­ar­inn­ar hand­tek­inn í kjöl­far gjörn­ings sem þær frömdu til stuðn­ings hinseg­in fólki á af­mæl­is­degi Rúss­lands­for­seta ár­ið 2020.

Pussy Riot: Hættulegt að vera hinsegin manneskja í Rússlandi
Baráttukonur Þær Alina, Masha, Olga og Diana eru nú í sjálfskipaðri útlegð frá Rússlandi. Þær ákváðu að yfirgefa heimalandið í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þær töldu ómögulegt að berjast gegn stríðinu frá Rússlandi vegna ritskoðunarlaga. Þær hafa líka látið sig varða málefni hinsegin fólks í baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum í Rússlandi. Mynd: Tara Tjörvadóttir

Staða hinsegin fólks er afleit í Rússlandi og hefur einungis versnað á nýliðnum árum. Þetta er á meðal þess sem liðskonur Pussy Riot segja í löngu viðtali sveitarinnar við Heimildina. Þrengt hefur verið að rétti hinsegin fólks í landinu að undanförnu, líkt og Diana Burkot bendir á.

„Það sem hefur gerst er að stjórnvöld hafa ákveðið að láta sömu reglur gilda í Rússlandi öllu og gilda í Téténíu. Þar er hreinlega mjög hættulegt að vera hinsegin manneskja og þar getur hinsegin manneskja átt á hættu að vera flutt af öðrum fjölskyldumeðlimum á sérstaka sjúkrastofnun og meðferðin þar líkist pyntingum.“

„Þetta kallast bælingarmeðferð,“ bætir Alina Petrova við til upplýsingar.

Téténia hefur verið kallað hættulegasta svæði Rússlands fyrir hinsegin fólk en þar er það beinlínis ofsótt. Leiðtogi landsins, Ramzan Kadyrov sem er álitinn hálfgerður varðhundur Pútíns hefur hins vegar þvertekið fyrir það að hinsegin fólk fyrirfinnist í Téténíu.

Flögguðu regnbogafána við ríkisstofnanir í Moskvu

Liðskonur Pussy Riot hafa látið málefni hinsegin fólks sig varða. Diana segir til að mynda í viðtalinu frá gjörningi sem hópurinn framdi á afmæli Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta árið 2020. „Við frömdum gjörning til stuðnings fólki sem tilheyrir LGBTQ+ samfélaginu og eftir gjörninginn náði lögreglan mér. Ég fór niður á lögreglustöð og ég hef verið þar margoft en aldrei í fangelsi. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“

Gjörningurinn sem um ræðir vakti nokkra athygli og um hann var fjallað í fjölmiðlum á borð við Reuters og Deutsche Welle. Liðsmenn Pussy Riot fóru um Moskvu og flögguðu regnbogafána við byggingar margra af helstu stofnununum sem þar er að finna, til að mynda við höfuðstöðvar leyniþjónustunnar FSB (forveri hennar var KGB), við hæstarétt, við stjórnarskrifstofu forsetans og við rússneska menningarmálaráðuneytið.

Rússneska menningarmálaráðuneytiðStarfsfólk vinnur saman að því að taka niður regnbogafána sem liðskonur Pussy Riot höfðu flaggað við skrifstofur rússneska menningarmálaráðuneytisins í Moskvu.

Í umfjöllun The Art Newspaper um gjörninginn og afleiðingar hans segir að fimm hafi verið færð á lögreglustöð í kjölfarið. Í þeim hópi, auk Diönu, var meðal annars Maria Alyokhina sem var gripin af lögreglu þegar hún var á leið í sjónvarpsviðtal.

Hafa kallað eftir alls kyns umbótum 

Í yfirlýsingu sem Pussy Riot birti á Facebook-síðu sinni í tengslum við þessar aðgerðir notaði hópurinn tækifærið til að senda Pútín hamingjuóskir í tilefni afmælis hans. Hópurinn óskaði einnig aðgerðum frá Rússlandsstjórn í sjö liðum.

Meðal þess sem hópurinn óskaði eftir var að rannsókn færi fram á mannránum og morðum á hinsegin fólki í Téténíu, að aðsókn að aðgerðasinnum sem berjast fyrir auknum réttindum hinsegin fólks yrði hætt og að mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar yrði bönnuð með lögum. Þær óskuðu enn fremur eftir því að samkynja hjónabönd yrðu lögleidd, að áreiti í garð fólks í samkynja samböndum yrði hætt sem og brottnám barna samkynja fólks.

Þá lögðu þær til að 7. október, afmælisdagur forsetans, yrði gerður að sérstökum hátíðisdegi til heiðurs hinsegin fólki.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár