Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pussy Riot: Hættulegt að vera hinsegin manneskja í Rússlandi

Staða hinseg­in fólks í Rússlandi hef­ur versn­að á ný­liðn­um ár­um að sögn liðs­kvenna Pus­sy Riot. Þær hafa bar­ist fyr­ir um­bót­um og var hluti liðs­kvenna sveit­ar­inn­ar hand­tek­inn í kjöl­far gjörn­ings sem þær frömdu til stuðn­ings hinseg­in fólki á af­mæl­is­degi Rúss­lands­for­seta ár­ið 2020.

Pussy Riot: Hættulegt að vera hinsegin manneskja í Rússlandi
Baráttukonur Þær Alina, Masha, Olga og Diana eru nú í sjálfskipaðri útlegð frá Rússlandi. Þær ákváðu að yfirgefa heimalandið í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þær töldu ómögulegt að berjast gegn stríðinu frá Rússlandi vegna ritskoðunarlaga. Þær hafa líka látið sig varða málefni hinsegin fólks í baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum í Rússlandi. Mynd: Tara Tjörvadóttir

Staða hinsegin fólks er afleit í Rússlandi og hefur einungis versnað á nýliðnum árum. Þetta er á meðal þess sem liðskonur Pussy Riot segja í löngu viðtali sveitarinnar við Heimildina. Þrengt hefur verið að rétti hinsegin fólks í landinu að undanförnu, líkt og Diana Burkot bendir á.

„Það sem hefur gerst er að stjórnvöld hafa ákveðið að láta sömu reglur gilda í Rússlandi öllu og gilda í Téténíu. Þar er hreinlega mjög hættulegt að vera hinsegin manneskja og þar getur hinsegin manneskja átt á hættu að vera flutt af öðrum fjölskyldumeðlimum á sérstaka sjúkrastofnun og meðferðin þar líkist pyntingum.“

„Þetta kallast bælingarmeðferð,“ bætir Alina Petrova við til upplýsingar.

Téténia hefur verið kallað hættulegasta svæði Rússlands fyrir hinsegin fólk en þar er það beinlínis ofsótt. Leiðtogi landsins, Ramzan Kadyrov sem er álitinn hálfgerður varðhundur Pútíns hefur hins vegar þvertekið fyrir það að hinsegin fólk fyrirfinnist í Téténíu.

Flögguðu regnbogafána við ríkisstofnanir í Moskvu

Liðskonur Pussy Riot hafa látið málefni hinsegin fólks sig varða. Diana segir til að mynda í viðtalinu frá gjörningi sem hópurinn framdi á afmæli Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta árið 2020. „Við frömdum gjörning til stuðnings fólki sem tilheyrir LGBTQ+ samfélaginu og eftir gjörninginn náði lögreglan mér. Ég fór niður á lögreglustöð og ég hef verið þar margoft en aldrei í fangelsi. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“

Gjörningurinn sem um ræðir vakti nokkra athygli og um hann var fjallað í fjölmiðlum á borð við Reuters og Deutsche Welle. Liðsmenn Pussy Riot fóru um Moskvu og flögguðu regnbogafána við byggingar margra af helstu stofnununum sem þar er að finna, til að mynda við höfuðstöðvar leyniþjónustunnar FSB (forveri hennar var KGB), við hæstarétt, við stjórnarskrifstofu forsetans og við rússneska menningarmálaráðuneytið.

Rússneska menningarmálaráðuneytiðStarfsfólk vinnur saman að því að taka niður regnbogafána sem liðskonur Pussy Riot höfðu flaggað við skrifstofur rússneska menningarmálaráðuneytisins í Moskvu.

Í umfjöllun The Art Newspaper um gjörninginn og afleiðingar hans segir að fimm hafi verið færð á lögreglustöð í kjölfarið. Í þeim hópi, auk Diönu, var meðal annars Maria Alyokhina sem var gripin af lögreglu þegar hún var á leið í sjónvarpsviðtal.

Hafa kallað eftir alls kyns umbótum 

Í yfirlýsingu sem Pussy Riot birti á Facebook-síðu sinni í tengslum við þessar aðgerðir notaði hópurinn tækifærið til að senda Pútín hamingjuóskir í tilefni afmælis hans. Hópurinn óskaði einnig aðgerðum frá Rússlandsstjórn í sjö liðum.

Meðal þess sem hópurinn óskaði eftir var að rannsókn færi fram á mannránum og morðum á hinsegin fólki í Téténíu, að aðsókn að aðgerðasinnum sem berjast fyrir auknum réttindum hinsegin fólks yrði hætt og að mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar yrði bönnuð með lögum. Þær óskuðu enn fremur eftir því að samkynja hjónabönd yrðu lögleidd, að áreiti í garð fólks í samkynja samböndum yrði hætt sem og brottnám barna samkynja fólks.

Þá lögðu þær til að 7. október, afmælisdagur forsetans, yrði gerður að sérstökum hátíðisdegi til heiðurs hinsegin fólki.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár