Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Komst frá Belarús með íslenskum ferðaskilríkjum

Maria Alyok­hina flúði Rúss­land í apríl á síð­asta ári. Hún þurfti að gera nokkr­ar til­raun­ir til að kom­ast út úr Bela­rús áð­ur en hún fékk „ferða­skil­ríki frá ótil­greindu Evr­ópu­landi“ upp í hend­urn­ar líkt og það var orð­að í um­fjöll­un New York Times. Þau skil­ríki voru ís­lensk.

Komst frá Belarús með íslenskum ferðaskilríkjum
Á sviði Maria Alyokhina stendur hér keik fyrir miðju við flutning á verkinu Riot Days. Til vinstri er Diana Burkot og til hægri er Olga Borisova. Fyrir aftan þær mundar Alina Petrova raffiðlu sína. Mynd: Tara Tjörvadóttir

Tímabundin ferðaskilríki frá Íslandi gegndu lykilhlutverki þegar Maria Alyokhina ferðaðist yfir landamæri Belarús að Litháen á síðasta ári. Maria, eða Masha eins og hún er oftast kölluð, hafði þá nýlega tekist að komast burt frá heimalandi sínu Rússlandi. Masha sat í varðhaldi þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og fréttin barst henni til eyrna úr útvarpi sem hún var með í klefanum sínum. Þá þurfti hún að taka ákvörðun um hvað hún ætlaði að gera í framhaldinu. Hún vildi berjast gegn stríðinu og til þess þurfti hún að komast burt úr landinu, enda taka yfirvöld hart á öllum gagnrýnisröddum.

Það sem helst vakti athygli við flótta Möshu var sendlabúningurinn sem hún notaði til að dulbúa sig. Þegar Masha sat inni greip Lucy Shtein, kærasta Möshu, til þess ráðs að kaupa slíkan búning til þess að geta skroppið út úr íbúð þeirra og í göngutúra en byggingin þeirra var undir eftirliti lögreglu.

„Heimsendingar á mat eru mjög algengar í Rússlandi og svona sendlar eru út um allt svo þannig tókst henni að komast í göngutúra á meðan ég var í fangelsi. Svo þegar hún yfirgaf landið þá skildi hún gallann eftir handa mér. Ég var enn undir eftirliti svo ég notaði gallann til þess að komast út úr byggingunni sem íbúðin okkar var í en ég var ekki í honum alla leiðina út úr Rússlandi. Það hefði verið mjög skrítið að vera í svona sendlagalla í bíl við landamærin inn í Belarús,“ segir Masha hlæjandi í samtali við Heimildina.

Ragnar Kjartansson hjálpaði til

Það reyndist henni þó þrautinni þyngri að komast í burtu frá Belarús. New York Times tók viðtal við Möshu og fjallaði í löngu máli um svaðilförina en hún tókst að hluta til vegna aðstoðar frá myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni sem náði að útvega Möshu ferðaskilríki frá ótilgreindu Evrópulandi, eins og það var orðað í greininni.

Þær Masha og Lucy hafa nú báðar fengið íslenskan ríkisborgararétt. Spurð að því hvort hún geti nú staðfest, í ljósi íslenska ríkisborgararéttarins, að ferðaskilríkin sem hún fékk í Belarús hafi verið íslensk segir Masha ekki geta tjáð sig um það.

„Ég get ekki talað um ferðaskilríkin mín, það er það eina sem ég get ekki talað um.“

Svarið fékkst hjá umboðsmanninum

Svarið við þessari spurningu fékkst þó síðar sama kvöld og viðtalið var tekið, frá umboðsmanni hljómsveitarinnar, Alexander Cheparukin. Áður en Pussy Riot steig á stokk í Herðubreið þá hélt hann stutta tölu þar sem hann kynnti meðlimi sveitarinnar. Þar rakti hann flótta Möshu í stuttu máli og sagði hana þrisvar sinnum hafa reynt að komast yfir landamærin út úr Belarús. 

„Loksins tókst henni að komast yfir landamæri með gildum ferðaskilríkjum. Núna vitum við það og það er ekkert leyndarmál að hún fékk í hendurnar tímabundin, afar tímabundin ferðaskilríki frá Íslandi sem henni voru send til Belarús. Fyrir viku síðan fékk hún svo íslenskt vegabréf í Reykjavík og þess vegna erum við hér,“ sagði umboðsmaðurinn um miðjan júlí.

Fáar leiðir greiðar út úr Rússlandi

Frekari spurningar til Möshu um það hvernig hún komst á brott báru ekki miklan árangur, hún vildi helst ekki tjá sig mikið um það. Skiljanlega, gæti einhver sagt, sérstaklega í ljósi þess sem hún þó sagði undir lok viðtalsins, í þann mund sem hópurinn þurfti að hlaupa niður í félagsheimilið til þess að koma sér í hljóðprufu fyrir tónleika kvöldsins.

„Ég held að það sem er mikilvægast fyrir þig að skilja er það að í Rússlandi eru mjög margir í mikilli hættu. Það eru ekki margar greiðar leiðir út úr landinu. Fólk er að nota þessar leiðir og þeir aðgerðasinnar sem aðstoða fólk við að koma sér í burtu þurfa að notast við sömu, fáu leiðirnar og því minna sem við tölum um þær, því betra fyrir fólkið sem enn þarf að nota þessar leiðir til að koma sér burt.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár