Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Á lista yfir eftirlýsta glæpamenn

Þeg­ar Rúss­ar réð­ust inn í Úkraínu sat Maria Alyok­hina í varð­haldi í Rússlandi. Hún tók fljót­lega þá ákvörð­un að reyna að koma sér í burtu frá land­inu þeg­ar tæki­færi gæf­ist. Þar í landi er al­gengt að gagn­rýn­ið fólk sem hef­ur áhrif sé fang­els­að.

Á lista yfir eftirlýsta glæpamenn
Pussy Riot Þær Alina, Masha, Olga og Diana sáu sig knúnar til að yfirgefa Rússland hver í sínu lagi á síðasta ári. Það var vænlegasti kosturinn í stöðunni til þess að geta haldið áfram að gagnrýna stjórnvöld í Rússlandi. Mynd: Tara Tjörvadóttir

 „Ég var í varðhaldi [...] þegar ég heyrði það í útvarpinu sem ég var með í klefanum mínum að stríð væri hafið,“ segir Maria Alyokhina í samtali við Heimildina um þá ákvörðun hennar að forða sér í burtu frá Rússlandi. Þegar úr varðhaldi var komið þurfti hún að ákveða sig hvað hún ætlaði að gera í framhaldinu. Hún vissi það eitt að hún vildi styðja málstað Úkraínu og að það yrði erfitt innan landamæra Rússlands.

Heimildin ræddi við Pussy Riot um miðjan júlí á Seyðisfirði en þangað voru þær komnar til þess að taka þátt í dagskrá LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Raunar voru þær að koma úr löngu flakki um Evrópu sem líkja mætti við tónleikaferðalag þar sem þær sýndu verk sitt Riot Days. Það ætluðu þær líka að gera á Seyðisfirði.

Þær fóru allar, hver í sínu lagi frá Rússlandi á síðasta ári. „Fyrir mér var þetta erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið og ég get ekki ímyndað mér líf mitt án Rússlands. Það er engin spurning að ég mun snúa aftur. Ég veit ekki hvernig staðan verður þegar ég fer til baka en ég mun gera það,“ segir Maria, sem iðulega er kölluð Masha, um ákvörðun sína um að yfirgefa landið. Frá Rússlandi fór hún yfir til Belarús og þaðan inn í Litháen, en það gekk ekki þrautalaust fyrir sig.

Átti frekari fangelsisvist yfir höfði sér

Þegar hún lagði af stað frá Rússlandi vissi Masha að þar biði hennar frekari fangelsisvist. „Þegar ég fór yfir landamæri Belarús og inn í Evrópusambandið [til Litháen] í lok apríl á síðasta ári þá var stærsta spurningin sem ég stóð frammi fyrir: Hvað á ég að gera? Ég átti yfir höfði mér 24 daga fangelsisdóm og nú er ég komin á lista yfir eftirlýsta glæpamenn. Hvort átti ég að taka út mína refsingu og þurfa líklegast að standa í fleiri dómsmálum í kjölfarið eða að taka stöðu með Úkraínu? Það var valið sem ég stóð frammi fyrir.“

Til þess að geta fjallað með gagnrýnum hætti um stjórnvöld í Rússlandi og stríðið sem þau reka í Úkraínu þurfti hópurinn að yfirgefa heimalandið. „Það er þaggað niður í meirihluta fólks sem hefur einhver alvöru áhrif því það er allt í fangelsi,“ segir Olga Borisova, annar meðlimur Pussy Riot um stöðu þeirra sem gagnrýnin eru á ástandið.

Hætt að trúa á friðsamleg mótmæli

Þó svo að harkalega sé tekið á mótmælum og að fjöldi pólitískra fanga sé hár, bendir Olga á að enn finnist dæmi um baráttu gegn stríðinu.

Til dæmis skæruaðgerðir á borð við íkveikjur á stöðum þar sem herskráning fer fram, auk þess sem skemmdarverk hafa verið unnin á lestarstöðvum. 

Þetta eru því ekki „friðsamlegir mótmælendur“ en ég er hætt að trúa á friðsamleg mótmæli,“ bætir Olga við.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Samt finnst mér ég vera alveg stál heppin að hafa fæðst á íslandi þrátt fyrir allt
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Að búa í landi sem er stjórnað af aumingja og mannleysu með lilla tilla komplexa kann ekki góðri lukku að stríða.
    0
  • SME
    Sigurður Már Einarsson skrifaði
    Góð grein
    1
  • Axel Axelsson skrifaði
    áróðurspönk í boði síæey . . .
    -4
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      Þú þreytist ekki á því að hafa sjálfnn þig að algjöru fífli fyrir framan alþjóð.
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár