Sorpa vill ekki burðarpokana úr Bónus í lífrænu tunnuna

Bón­us vill meina að flokka eigi „líf­brjót­an­legu“ burðar­pok­ana með líf­ræn­um úr­gangi. Sorpa seg­ir þá eiga að fara í al­mennt rusl. Kalka seg­ir þá eiga heima í plast­tunn­unni. Á öðr­um stöð­um á land­inu eru þeir not­að­ir und­ir líf­ræn­an úr­gang.

Sorpa vill ekki burðarpokana úr Bónus í lífrænu tunnuna
100% niðurbrot Bónus segir að með tilkomu lífbrjótanlegu burðarpokanna hafi sparast allt að 200 tonn af plasti á ári. Mynd: Bónus

Lífbrjótanlegir burðarpokar, líkt og þeir sem Bónusverslanir bjóða upp á, eiga ekki að fara í lífrænu tunnuna á höfuðborgarsvæðinu heldur í almennan úrgang (gömlu góðu gráu tunnuna) samkvæmt upplýsingum frá Sorpu. Kalka á Suðurnesjum vill að pokar þessir fari í plasttunnuna og í einhverjum byggðarlögum úti á landi má nota hann undir lífrænan úrgang.

„Frumskógur og misvísandi upplýsingar,“ segir fólk sem lætur sig endurvinnslumál varða á Facebook-síðu um áhugamálið. „Verið er að stíga skref í rétta átt og vonandi verður öll flokkun og allar merkingar samræmd á landinu öllu fljótlega,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Sorpu, við Heimildina.

„Bónus-burðarpokarnir brotna 100% niður ef þeir eru flokkaðir með lífrænum úrgangi,“ segir á vef Bónuss. Með tilkomu lífniðurbrjótanlegu burðarpokanna hafi sparast allt að 200 tonn af plasti á hverju ári.

GAJA ræður ekki við pokana

Gunnar Dofri segir það vissulega rétt að pokarnir brotni niður en á lengri tíma en almennur lífrænn úrgangur líkt og matarleifar. Og þess vegna henta þeir ekki til vinnslu hjá gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA. Þá endurvinnast þeir ekki heldur eins og plast – því þeir eru einmitt ekki úr plasti. „Við þurfum að hafa mikla stjórn á hráefninu sem kemur inn í GAJA og lífplast hegðar sér í grunninn eins og plast í vinnslunni.“

Það jákvæða er, að mati Gunnars Dofra, að með aukinni umræðu um flokkun séu fyrirtæki að verða sífellt meðvitaðri og hafa sum hver sett sig í samband við Sorpu til að fá leiðbeiningar um merkingar á umbúðum sínum.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár