Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sorpa vill ekki burðarpokana úr Bónus í lífrænu tunnuna

Bón­us vill meina að flokka eigi „líf­brjót­an­legu“ burðar­pok­ana með líf­ræn­um úr­gangi. Sorpa seg­ir þá eiga að fara í al­mennt rusl. Kalka seg­ir þá eiga heima í plast­tunn­unni. Á öðr­um stöð­um á land­inu eru þeir not­að­ir und­ir líf­ræn­an úr­gang.

Sorpa vill ekki burðarpokana úr Bónus í lífrænu tunnuna
100% niðurbrot Bónus segir að með tilkomu lífbrjótanlegu burðarpokanna hafi sparast allt að 200 tonn af plasti á ári. Mynd: Bónus

Lífbrjótanlegir burðarpokar, líkt og þeir sem Bónusverslanir bjóða upp á, eiga ekki að fara í lífrænu tunnuna á höfuðborgarsvæðinu heldur í almennan úrgang (gömlu góðu gráu tunnuna) samkvæmt upplýsingum frá Sorpu. Kalka á Suðurnesjum vill að pokar þessir fari í plasttunnuna og í einhverjum byggðarlögum úti á landi má nota hann undir lífrænan úrgang.

„Frumskógur og misvísandi upplýsingar,“ segir fólk sem lætur sig endurvinnslumál varða á Facebook-síðu um áhugamálið. „Verið er að stíga skref í rétta átt og vonandi verður öll flokkun og allar merkingar samræmd á landinu öllu fljótlega,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Sorpu, við Heimildina.

„Bónus-burðarpokarnir brotna 100% niður ef þeir eru flokkaðir með lífrænum úrgangi,“ segir á vef Bónuss. Með tilkomu lífniðurbrjótanlegu burðarpokanna hafi sparast allt að 200 tonn af plasti á hverju ári.

GAJA ræður ekki við pokana

Gunnar Dofri segir það vissulega rétt að pokarnir brotni niður en á lengri tíma en almennur lífrænn úrgangur líkt og matarleifar. Og þess vegna henta þeir ekki til vinnslu hjá gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA. Þá endurvinnast þeir ekki heldur eins og plast – því þeir eru einmitt ekki úr plasti. „Við þurfum að hafa mikla stjórn á hráefninu sem kemur inn í GAJA og lífplast hegðar sér í grunninn eins og plast í vinnslunni.“

Það jákvæða er, að mati Gunnars Dofra, að með aukinni umræðu um flokkun séu fyrirtæki að verða sífellt meðvitaðri og hafa sum hver sett sig í samband við Sorpu til að fá leiðbeiningar um merkingar á umbúðum sínum.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár