Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Í innhverfum, bleikum heimi

Til­vist Barbie-mynd­ar­inn­ar hef­ur varla far­ið fram­hjá mörg­um þetta sumar­ið. Jafn­vel á sól­rík­um dög­um hef­ur fólk á öll­um aldri drif­ið sig inn í rökkvað­an bíósal til að sjá þessa nýj­ustu mynd hins róm­aða leik­stjóra Gretu Gerwig, skrif­ar Salka Guð­munds­dótt­ir sem brá sér í bíó.

Í innhverfum, bleikum heimi
Barbie Kræklótt leið Barbie á hvíta tjaldið spannar hálfan annan áratug.

Nú á tímum streymisveitna, gjaldþrota bíóhúsa og hámhorfs í sófanum er raunar langt síðan viðlíka stemning hefur skapast í kringum kvikmynd. Barbie laðar til sín fjölbreyttan hóp gesta og þar býr m.a. að baki vel heppnuð auglýsingaherferð, orðspor Gretu Gerwig og aðalleikaranna tveggja, og að sjálfsögðu Barbenheimer-tvennan óvænta – en öðru fremur hverfist aðdráttaraflið þó um þetta vörumerki sem flestir þekkja, afbragð annarra brúða, Barbie frá Mattel-samsteypunni sem einnig framleiðir myndina. Kræklótt leið Barbie á hvíta tjaldið spannar hálfan annan áratug; ýmsir höfðu gert atlögu að verkinu en það voru handritshöfundarnir Gerwig og Noah Baumbach sem á endanum gripu Barbie-boltann og köstuðu í mark. Nálgun þeirra er að mörgu leyti einkennandi fyrir okkar tíma: sjálfsmeðvituð, írónísk, stór í sniðum, kapítalísk og vel meinandi en á fremur einfeldningslegan hátt sem ruggar engum bátum.

Feðraveldishugljómun

Í upphafi myndarinnar eru áhorfendur kynntir fyrir Barbielandi, litríkum stað þar sem búa ótal útgáfur af Barbie (og Ken) í einhvers konar fjölheimi (e. multiverse) en slíkar pælingar hafa birst í vaxandi mæli í dægurmenningu okkar tíma. Þar er Barbie í senn margföld og ein og söm. Á yfirborðinu er Barbieland fullkominn staður þar sem hver dagur líður á sama slétta og fellda háttinn, Barbie lifir sinn besta dag sérhvern dag enda eru lögmál þessa heims sniðin að henni. Stelpupartí, gleði og sólskin í útópískum heimi þar sem Barbie getur hvað sem er. Eins og vant er um útópíur í skáldskap gömlum og nýjum kemur þó fljótlega í ljós að ekki sitja allir við sama borð. Ken-arnir eru undirskipaður hópur, háðir duttlungum Barbie-anna. Barbieland er ekki besti heimur allra heima fyrir alla þegna landsins. Í kjölfar nokkurra undarlegra atvika ákveður Staðalmyndar-Barbie, leikin af Margot Robbie, að ferðast yfir í raunverulega heiminn til að finna stúlkuna sem leikur sér að henni svo að allt megi falla í ljúfa löð á ný (þetta meikar ekki mikið meiri sens í myndinni en það gerir á blaði). Henni fylgir laumufarþeginn Ken, leikinn af Ryan Gosling, sem verður fyrir feðraveldishugljómun í raunheimum. Það leiðir til þess að hinn áferðarfallegi Barbieheimur verður fyrir drastískum breytingum þar sem Barbie(ar) og Ken(ar) takast á en inn í söguna fléttast einnig mæðgur úr raunheimum og jakkafatakarlar frá Mattel-samsteypunni.

Ken og BarbieHrútskýrarinn Ken með Barbie sinni. Eða kannski öllu heldur: Barbie með Ken sinn.

Hrútskýringasýki Ken-anna

Sem fyrr segir er Barbie afar sjálfsmeðvituð mynd og þessi innhverfi fókus er myndinni á ýmsan hátt til trafala. Myndin er stanslaust að kommenta á sjálfa sig og á Barbie sem menningarfyrirbæri – hún er alltaf að segja okkur hvernig hún er og hvað hún fjallar um, í stað þess að treysta áhorfendum til að upplifa og skilja. Ef til vill skrifast þetta einnig á flækjustigið í handritinu, sem fer út um hvippinn og hvappinn – reynir allt í senn að vera þroska- eða frelsunarsaga bæði Kens og Barbie, hjartnæm saga mæðgna, samfélagsrýni, hugvekja um tilvistarangist og meta-skáldskapur.

Barbie er langt í frá algjörlega galin mynd; hún er þvert á móti afar meinlaus og boðskapur hennar einhvers konar niðursoðin, kapítalísk útgáfa af femínisma 101

Í seinni hlutanum fer myndin þó á ágætt flug og á mörg smellin augnablik, ekki síst þegar Barbie-arnar ákveða að höfða til hrútskýringasýki Ken-anna en sú kona er eflaust vandfundin sem kannast ekki við aðstæðurnar sem þar er lýst. Myndin er skemmtilega leikin, sérstaklega af þeim Margot Robbie og Ryan Gosling, en það er nokkuð kaldhæðnislegt að aðalkarlpersóna myndarinnar skuli stela senunni og fá í sinn hlut flestar bestu línurnar. Í viðtali The Guardian við leikstjórann Gretu Gerwig kom fram að hún taldi Barbie-myndina verða að vera algjörlega galna (e. totally bananas) og bestu atriðin í myndinni eru einmitt þegar skrefið er stígið nógu langt í átt að klikkuninni, þegar díalógurinn fær að verða nógu súrrealískur. Það er hins vegar alltof sjaldan gert og þess í stað festist handritið gjarnan í fyrrnefndum kommentum á sjálft sig og heim myndarinnar. Gerwig leitaði meðal annars fanga í gömlu söngleikjamyndunum og þess sér stað í frábæru söngatriði Kens undir lok myndarinnar. Söngatriðið er annað dæmi um vel heppnað skref yfir í meiri undarlegheit og góð tilbreyting frá tónlist sem að öðru leyti er fremur óspennandi.

Niðursoðin, kapítalísk útgáfa af femínisma

Barbie er langt í frá algjörlega galin mynd; hún er þvert á móti afar meinlaus og boðskapur hennar einhvers konar niðursoðin, kapítalísk útgáfa af femínisma 101 sem á að tryggja að ekki fari framhjá neinum. Hugmyndafræðilegur hápunktur myndarinnar er ræða sem persóna Americu Ferrera heldur yfir Barbie-unum, um þær þversagnakenndu kröfur sem gerðar eru til kvenna. Ræðan á bersýnilega að vera afar áhrifarík og skjóta föstum skotum en hún er einfaldlega endurtekning á gömlum sannleika í bland við klisjur sem nánast hvert mannsbarn hlýtur að vera búið að heyra árið 2023. Ef einhver bíógestur vissi ekki að konur lifa lífi sínu á milli steins og sleggju þá leiðir myndin viðkomandi vonandi í allan sannleika um það, en hér eru ekki settar fram neinar lausnir eða róttækar hugmyndir. Rétt eins og myndin snýst í hringi um sjálfa sig er boðskapnum beint í meinlausan, innhverfan farveg. Barbie er frábærlega hönnuð, nokkuð skondin en ómarkviss mynd þar sem grínið hefði sannarlega mátt njóta sín betur.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár