Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: Hækkun atvinnuleysisbóta er dæmi um skammtímahugsun

Ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir að hefðu hug­mynd­ir vinstrimanna um hækk­un á at­vinnu­leys­is­bót­um í Covid far­aldr­in­um orð­ið að veru­leika hefðu þær fest fólk í klóm at­vinnu­leys­is. Hátt í 18 þús­und manns voru at­vinn­laus mán­uð hvern á 18 mán­aða tíma­bili þeg­ar far­ald­ur­inn stóð sem hæst.

<span>Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir:</span> Hækkun atvinnuleysisbóta er dæmi um skammtímahugsun
Segir hugmyndir um hækkun ekki eldast vel Áslaug Arna er á því að aðgerðir stjórnvalda hafi verið betri en hækkun atvinnuleysisbóta. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir þau úrræði sem ríkisstjórnin beitti til stuðnings atvinnulífinu í Covid-heimsfaraldrinum hafa stutt fólk og fyrirtæki út úr vanda. Hins vegar hefðu hugmyndir vinstrimanna um hækkanir á atvinnuleysisbótum á sama tíma fest fólk í klóm atvinnuleysis, hefðu þær orðið að veruleika. Frá upphafi faraldursins í mars 2020 til haustsins 2021 voru að meðaltali 17.700 manns án atvinnu í hverjum mánuði.

„Hugmyndir vinstrimanna um hærri atvinnuleysisbætur eru dæmi um skammtímahugsun og litla trú á einstaklingnum,“ skrifar Áslaug Arna í kjallaragrein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún leggur út af orðum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í viðtali þar sem sú síðarnefnda rifjaði upp að hún hefði lagt til í Covid faraldrinum að atvinnuleysisbætur yrðu hækkaðar.

„Hugmyndir vinstrimanna um hærri atvinnuleysisbætur eru dæmi um skammtímahugsun og litla trú á einstaklingnum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna segir í grein sinni að úrræði þau sem ríkisstjórnin beitti hafi falist í því að halda fólki í ráðningarsambandi við fyrirtæki sem kostur var og hafi skilað sér í því að fáar þjóðir hafi komist jafn hratt út úr efnahagskreppunni sem fylgdi faraldrinum. Hugmyndir Samfylkingarinnar á sama tíma, um hækkun atvinnuleysisbóta, hafi verið slæmar „og eldast ekki vel“. Ekki megi láta „skammtímahugsun og örvæntingarfull afskipti hins opinbera“ ráða för við ákvarðanatöku.

„Það eru vissulega til stjórnmálamenn sem trúa því að stjórnvöld geti valið sér feita og stóra bita af hlaðborði opinberra fjármuna með skattlagningu. Þegar hlaðborðið klárast, sem það mun alltaf gera, og það vantar meiri fjármuni er lausnin alltaf frekari skattahækkanir. Þetta er mantra stjórnmálamanna sem telja sig alltaf geta mætt áskorunum í efnahagsmálum með annarra manna peningum,“ skrifar Áslaug Arna enn fremur.

Atvinnuleysi fór yfir 11 prósent

Fyrsta kórónaveirusmitið var skráð á Íslandi 28. febrúar 2020. Í þeim mánuði mældist atvinnuleysi 5 prósent, sem þýðir að tæplega 9.200 manns voru á atvinnuleysisskrá. Hlutfallið hækkaði svo mánuðina á eftir. Þannig var atvinnuleysi strax í apríl orðið 7,5 prósent, sem jafngildir því að tæplega 16.500 manns væru án vinnu. Á sama tíma voru 10,3 prósent vinnuafls í minnkuðu starfshlutfalli, 32.800 manns, hlutfall sem aldrei varð hærra í faraldrinum. Mánuðinn á eftir fækkaði þeim sem voru í minnkuðu starfshlutfalli um helming en atvinnuleysi stóð í stað.

21
þúsund manns
voru atvinnulausir í desember 2020

Eftir því sem á faraldurinn leið jókst atvinnuleysi jafnt og þétt. Um haustið, í september mánuði, var atvinnuleysi komið í 9 prósent og í jólamánuðinum var það 10,7 prósent. Hæst fór hlutfall fólks á atvinnuleysisskrá í 11,6 prósent í janúar 2021 og á sama tíma var 1,2 prósent vinnandi fólks í lækkuðu starfshlutfalli. Það jafngildir því að yfir 21 þúsund manns hafi verið atvinnulausir í desember 2020 og janúar 2021.

Í gögnum vinnumálastofnunar má sjá að í lok desember 2020 höfðu ríflega 4.200 manns verið atvinnulausir í meira en 12 mánuði og fjölgaði þeim um rúmlega 2.500 milli ára. Þeir sem höfðu verið atvinnulausir í á bilinu 6 til 12 mánuði voru á sama tíma yfir 6.600 manns.

Fór fyrst niður fyrir tíu prósent í maí 2021

Hægt og bítandi dró úr atvinnuleysi á árinu 2021 en það var þó ekki fyrr en í maí sem það fór niður fyrir tveggja stafa tölu, en þann mánuð mældist atvinnuleysi 9,1 prósent. Hafði hlutfall atvinnulausra verið yfir 10 prósent í ríflega hálft ár fyrir þann tíma. Í maímánuði höfðu 6.430 manns verið án atvinnu í meira en heilt ár, og 6.089 verið atvinnulausir í 6 til 12 mánuði.

289
þúsund krónur
var upphæð grunnatvinnuleysisbóta 2020

Þá má nefna að á 18 mánaða tímabili, frá því í mars 2020 til og með ágústmánuði 2021 voru að meðaltali 17.700 manns atvinnulausir í hverjum mánuði, meðan að Covid faraldurinn var í hvað hæstum hæðum.

Árið 2020 voru grunnbætur út atvinnuleysistryggingasjóði rúmar 289 þúsund krónur og og hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta var rúmar 456 þúsund krónur, en tekjutengdar bætur fengu atvinnuleitendur í þrjá mánuði. Með reglugerð sem tók gildi 1. janúar 2021 hækkuðu óskertar grunnatvinnuleysisbætur í rúmar 307 þúsund krónur á mánuði, vegna sérstaks viðbótarálags vegna Covid faraldursins. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu í tæpar 473 þúsund krónur.

 

 

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristján Ívansson skrifaði
    Síðan má velta fyrir sér hlutverki Vinnumálastofnunar í þessum efnum, kannski þyrfti að vera ríkari krafa á Vinnumálastofnun að beita sér fyrir því að fólk komist í nýtt starf. Það sé kannski ekki alltaf nóg ef einhverjir fulltrúar Vinnumálastofnunnar bendi bara á störf sem hægt er að sækja um ef það kemur síðan ekki neitt haldbært út úr því.
    Því ég hugsa að þegar fólk er búið að vera vist lengi atvinnulaust þá hugsa ég að fólk sé búið að fá nóg af atvinnuleitinni og sé hætt að standa í því að sækja um held að það sé eingum holt að fá ofmargar hafnanir um störf sem það er vel hæft í. Fólk endar þá yfirleit á því að þurfa þá að sækja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða sjúkradagpenninga eða eitthvað í þeim dúr sem er þá væntanlega ekki betra en þegar það var á atvinnuleysisbótum. Það er því ekkert skrítið að einhverjir vilji taka upp borgaralaun og afleggja atvinnuleysisbætur.
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Þetta er mantra stjórnmálamanna sem telja sig alltaf geta mætt áskorunum í efnahagsmálum með annarra manna peningum..."

    Þetta er hrein rangfærsla hjá ráðherra a.m.k. í samhengi við atvinnuleysisbætur. Staðreyndin er nefnilega sú að atvinnuleysisbætur eru ekki "annarra manna peningar" heldur eign hins tryggða sem hann hefur stofnað til með því að greiða iðgjöld í atvinnuleysistryggingasjóð þ.e.a.s. tryggingargjald af launum sínum, en það er beinlínis tilgangurinn með því gjaldi. Ekki nóg með það heldur hefur Hæstiréttur Íslands staðfest að þau tryggingaréttindi sem þannig myndast njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, svo skýrara verður það varla. Þetta ætti löglærður ráðherra háskólamála að vita mætavel ef sú menntun er einhvers verð.

    En fyrst að ráðherra er svona mótfallin því að fólk þiggi bætur úr tryggingu sem það hefur sjálft borgað fyrir með greiðslu iðgjalda, ætli hún myndi þá afþakka bætur frá tryggingafélaginu sem brunatryggir húsnæðið hennar ef svo illa færi að það myndi eyðileggjast í eldsvoða?
    10
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Atvinnuleysisbætur mega hækka mjög mikið áður en það verður fýsilegra að vera á bótum en að vinna. Enda vilja flestir sem lenda í atvinnuleysi komast sem fyrst aftur í vinnu.

    Spurningin um að hækka atvinuleysisbæturnar í Kóvid-kreppunni snérist um að létta byrðar þeirra sem urðu mest fyrir barðinu á kreppunni, sem flest voru láglaunafólk. Sjálfstæðismenn höfðu mikinn skilning á því að æskilegt væri að hjálpa fyrirtækjaeigendum í gegnum kreppuna, en samúð þeirra nær yfirleitt ekki til launafólks - og þá síst til láglaunafólks.
    7
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þessi dúkkulýsa og gluggaskraut stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins veit ekki hvort hún er að koma eða fara.
    Að vitna í þetta fífl er á pari við að vitna í hirðfífl eða lófalestur spákonu um sannleikann.
    7
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    "Fáar þjóðir komist jafn hratt út úr efnahagskreppunni". Við erum ekkert komin út úr henni, við erum bara að byrja að fást við reikninginn, Hver trekkti upp þennan trúð?
    4
    • SIB
      Sigurður I Björnsson skrifaði
      Og það er heldur engin hætta á því að fyrirtækin sem fengu hvað mest af covid styrkjum ætli sér að taka þátt í því að borga þann reikning. Þeim þykir það örugglega rýra arðgreiðslunar of mikið. Oj barasta þetta samfélag er svo mikill skítakamar.
      6
  • Sigmundur Gretarsson skrifaði
    Mæli alltaf með að þeim finnst atvinnuleysisbætur nóg og háar fái að kynnast því af lifa á þeim bótum. Óska þess að Áslau Arna kynnist því.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
6
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár