Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja hafnir á horriminni í nýrri samgönguáætlun

Formað­ur stjórn­ar Hafna­sam­bands Ís­lands seg­ir að þre­falda þurfi fjár­fram­lög til ný­fram­kvæmda í höfn­um lands­ins næstu fimm ár frá því sem gert er ráð fyr­ir í fram­kvæmda­áætl­un sam­göngu­áætlun­ar. Tómt mál sé að tala um raf­væð­ingu flot­ans nema veru­lega auk­ið fjár­magn komi til.

Segja hafnir á horriminni í nýrri samgönguáætlun
Kostar meira en fimmaur Ef rafvæða á skipaflotann þarf fyrst að koma upp raftengingum í höfnum landsins og það kostar háar fjárhæði, segir Lúðvík Geirsson, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands.

Hafnasamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við drög að samgönguáætlun Alþingis sem nú er til kynningar. Er það framkvæmdaáætlun næstu fimm ára sem Hafnasambandið er ósátt með en þar þykir stjórnendum hafnanna þær bera lítið úr býtum. Lúðvík Geirsson, formaður stjórnar, segir að tómt mál sé að tala um rafvæðingu flotans verði fjármagn ekki aukið og þar í ofanálag sé viðhaldsþörf í mörgum höfnum orðin mjög veruleg, svo veruleg að það sé farið að hamla útgerð og annarri skipaumferð og hafnartengdri þjónustu. „Þessi fjárhæð þarf alveg að þrefaldast til að mæta brýnustu þörfum.“

Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 var lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 13. júní síðastliðinn og rann umsagnarfrestur vegna hennar út í gær, 31. júlí. Samhliða áætluninni er lögð fram framkvæmdaáætlun til fyrstu fimm ára áætlunarinnar. Í framkvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir veitt verði 6,1 milljarði króna til nýframkvæmda í höfnum landsins. Það telur stjórn Hafnasambands Íslands langt í frá nægilegt enda hafi hafnarsjóðir landsins þegar sótt um framlög upp á 36 milljarða til brýnna framkvæmda, sem falli að meginmarkmiðum og áherslum samgönguáætlunar. „Það er því augljóst að þarna vantar mikið upp á að hafnir landsins geti haldið áfram þeirri þróun og uppbyggingu sem brýn þörf er á,“ segir í umsögn Hafnasambandsins.

Dýpka, endurnýja og rafvæða

Lúðvík Geirsson, formaður stjórnar Hafnasambandsins, segir þörfina á auknum fjárframlögum einkum felast í þrennu. „Í fyrsta lagi er komin tími á töluvert miklar endurbætur og endurnýjun í höfnunum. Þær eru margar hverjar komnar töluvert til ára sinna, stálþil og viðlegukantar.

„Það er ekkert eitthvað sem kostar fimmaur, það eru hundruðir milljóna og milljarðar sem liggja í því í stærri höfnum“
Lúðvík Geirsson
um rafvæðingu hafna

Í öðru lagi er skipaflotinn að stækka og því þarf dýpri, stærri og rúmbetri hafnir en áður voru, og það er verkefni sem menn hafa verið að vinna í.

Svo bætist við í þriðja lagi rafvæðing hafnanna, sem er stóra umræðan í dag. Ef menn meina eitthvað með því að ætla sér að rafvæða flotann og tryggja að hægt sé að raftengja skipin, þá þarf auðvitað að koma upp slíkum búnaði í höfnunum. Það er ekkert eitthvað sem kostar fimmaur, það eru hundruðir milljóna og milljarðar sem liggja í því í stærri höfnum.“

Finnst sem hafnirnar gleymist

Lúðvík viðurkennir að 36 milljarðar séu töluvert há tala og segir að það séu ítrustu óskir og væntingar sem liggja að baki þeirri upphæð. „Menn verða samt að átta sig á að þessar tölur eru engar risatölur miðað við það sem menn eru að horfa til í flugvelli og vegakerfi. Það er eins og menn gleymi því alltaf að hafnirnar eru líka mjög stór innviðaþáttur í samgöngum. Þær hafa orðið útundan og það þarf að gera þar stórátak til að viðhalda þeim búnaði og þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er, og styrkja hana enn frekar. Um það snýst málið.“

Árið 2021 var gerð skýrsla fyrir Hafnasambandið þar sem lagt var mat á nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafna á tíu ára tímabili. Þar kom fram að viðhaldsþörf hafna væri metin 12,3 milljarðar króna árin 2021 til 2025 og að gert væri ráð fyrir nýframkvæmdum að upphæð ríflega 68 milljarða til ársins 2031. Þar af var gert ráð fyrir nýframkvæmdum við rafbúnað vegna orkuskipta fyrir 16,6 milljarða króna.

Landtengingarbúnaður þarf að koma fyrst

Lúðvík segir tómt mál að tala um rafvæðingu íslenska flotans næstu ár ef ekki komi til frekari fjármunir í verkefnið. „Það rafvæðir enginn flotann fyrir landtengingu nema að landtengingarbúnaður sé til í höfnunum. Það þarf að byrja á því að fara í það verkefni. Það eru bara allra stærstu hafnirnar sem eru farnar af stað í því, Hafnarfjörður, Faxaflóahafnir og Akureyri er með sitt í undirbúningi. Annars staðar er ekkert að gerast, nema að Síldarvinnslan í Neskaupsstað er farin af stað með sín verkefni.“

Í sumar hefur mengun frá skemmtiferðaskipum verið til töluverðrar umræðu enda hafa íbúar við Eyjafjörð til að mynda þurft að þola bláan reyk yfir firðinum sem skemmtiferðaskip hafa spúið úr sér. Spurður hvort að rafvæðing hafna sé ekki nauðsynleg til þess einnig að hægt sé að landtengja skemmtiferðaskip og koma þar með í veg fyrir umrædda mengun svarar Lúðvík því játandi. „Jújú, sá búnaður sem til er í stærstu höfnum í dag, hann dugar eingöngu fyrir ísfiskstogara og minni skip, hann dugar ekki einu sinni til frystiskipin, hvað þá farþegaskipin. Það er kominn fyrsti vísir að þessum landtengingum í Hafnarfirði og Reykjavík ætlar að tengja fyrsta skipið hjá sér, jafnvel bara í næstu viku. Svo þetta er að gerast en það eru bara fyrstu skrefin.“

Treystir á að þingmenn þekki til í sínum kjördæmum

Lúðvík segir þá jafnframt að þörfin á endurnýjun, viðhaldi og uppbyggingu sé orðin ærið brýn víða, staðan sé þannig að hún sé farin að hamla útgerð og annarri skipaumferð í ákveðnum plássum.  „Bæði vegna þess að það vantar meira dýpi og þilin eru komin á aldur. Til að mynda hafa menn miklar áhyggjur af þessu í Vestmannaeyjum. Þetta eru verkefni sem kosta sitt, taka ár og áratugi í framkvæmd og menn verða bara að vera í takt við tímann. Við erum að missa af lestinni.“

„Þessi fjárhæð þarf alveg að þrefaldast til að mæta brýnustu þörfum. Þetta þyrftu að vera 18 til 20 milljarðar króna“
Lúðvík Geirsson
um fjármuni til nýframkvæmda í höfnum.

Sem fyrr segir eru milljarðarnir 36 sem hafnarsjóðir hafa þegar sótt um ítrustu kröfur. Lúðvík segir að hægt sé að komast af með minna í fyrsta áfanga, þessi fyrstu fimm ár, en 6,1 milljarður dugi hins vegar engan veginn til. „Þessi fjárhæð þarf alveg að þrefaldast til að mæta brýnustu þörfum. Þetta þyrftu að vera 18 til 20 milljarðar króna.

Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að tekið verði tillit til umsagnar Hafnasambandsins við frekari vinnu og útfærslu samgönguáætlunnar svarar Lúðvík: „Ég er alltaf bjartsýnn. Ég held að þingmenn sem þekki til heima, hver í sinni sveit, þeir viti hvar skóinn kreppir í þessum efnum.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Ríkisstjórnin stöðvaði strandveiðar 12 júlí og skrúfaði þar með fyrir fjármagn frá strandveiðibátum til hafna hringinn í kringum landið.
    Á því tapa allir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár