Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flokkur útlagans Puigdemont með framtíð ríkisstjórnarinnar í hendi sér

Pedro Sánchez þarf að sækja stuðn­ing úr mörg­um átt­um til að halda í embætti sitt sem for­sæt­is­ráð­herra Spán­ar eft­ir ný­af­staðn­ar kosn­ing­ar. Rót­tæk­asti flokk­ur katalónskra sjálf­stæð­issinna er í lyk­il­stöðu þrátt fyr­ir að hafa ein­ung­is feng­ið sjö þing­sæti af 350.

Flokkur útlagans Puigdemont með framtíð ríkisstjórnarinnar í hendi sér
Stofnandinn Carles Puigdemont er stofnandi flokksins Junts sem berst fyrir sjálfstæði Katalóníu. Mynd: AFP

Upp er komin sú staða að flokkkur Carles Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu eða Junts, gæti haft úrslitaáhrif um það hvort að forsætisráðherra Spánar Pedro Sánchez geti setið áfram í embætti eða ekki. Þessi miklu áhrif Junts eru tilkomin þrátt fyrir það að flokkurinn hafi einungis fengið sjö þingsæti í nýafstöðnum kosningum af 350.

Fyrir kosningar var útlit fyrir að öfgahægriflokkurinn Vox yrði í bílstjórasætinu að kosningunum loknum. Skoðanakannanir gáfu til kynna að hinn íhaldssami Lýðflokkur, Partido Popular, gæti náð í meirihluta þingsæta í félagi við Vox. Lýðflokkurinn fékk flest sæti allra flokka í kosningunum, 136 talsins. Vox beið aftur á móti afhroð í kosningunum, hlaut 33 þingsæti en hafði 52 fyrir. Samanlagður þingstyrkur þessara tveggja flokka dugir því ekki til að ná hreinum meirihluta, hægri blokkin hefur 169 sæti en þarf 176.

Þingstyrkur Sósíalista og samstarfsflokks hans sem nefnist Sumar er öllu minni. Sósíalistaflokkurinn hlaut 122 sæti í nýafstöðnum kosningum og er næststærsti flokkur Spánar. Sumar hefur 31 sæti og samtals ráða flokkarnir tveir því yfir 153 sætum.

Torfæruleið Sánchez greiðari en leið hægri blokkarinnar

Þrátt fyrir þennan mun telja stjórnmálaskýrendur að það muni reynast auðveldara fyrir Sánchez heldur en hægri blokkinni að afla sér stuðnings frá öðrum flokkum, líkt og greint er frá í umfjöllun the Financial Times. Flokkarnir sem helst eru nefndir í því samhengi eru flokkar sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og Baskalands, flokkar sem hafa verið á bandi Sánchez frá því 2018.

Mikilvægasta púslið í þessu púsluspili Sánchez er flokkur Puigdemont, Junts, en margt þarf að ganga upp fyrir Sánchez ætli hann sér að vinna sér inn stuðnings flokksins, líkt og fram kemur í umfjöllun The Guardian. „Við munum ekki gera Pedro Sánchez að forsætisráðherra í skiptum fyrir ekki neitt,“ sagði Míriam Nogueras en hún er einn af leiðtogum Junts eftir kosningarnar. Puigdemont sagði flokkinn ekki skulda neinum neitt nema kjósendum.

Á kjördagPedro Sánchez ræðir við fjölmiðla áður en hann heldur inn á kjörstað.

Af þeim sjálfsstæðissinnuðu stjórnmálaflokkum Baska og Katalóna sem Sánchez þarf að reiða sig á rekur Junts hörðustu stefnuna fyrir sjálfstæði. Þannig hefur aðalritari Junts, Jordi Turull, sagt að flokkurinn krefjist þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu og sakaruppgjöf fyrir öll þau sem hafa verið ákærð eða sæta rannsókn í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fór fram árið 2017. Sú atkvæðagreiðsla var dæmd ólögleg af hæstarétti Spánar og það var í kjölfar hennar sem Puigdemont fór í sjálfskipaða útlegð í Belgíu.

Líkja samsteypustjórn Sánchez við skrímsli Frankensteins

Það er ekki hlaupið að því fyrir Sánchez að verða við þessum kröfum. Til að mynda stendur stjórnarskrá Spánar í vegi fyrir því hann geti boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu.

Takist Sánchez aftur á móti að tryggja sér stuðning Junts, sem og annarra flokka sjálfstæðissinna, gæti hann tryggt sér meirihluta stuðning innan spænska þingsins. Önnur leið sem gæti verið Sánchez fær er að treysta á að Junts taki ekki afstöðu í þinginu. Þá þyrfti Sánchez stuðning 172 þingmanna. Fái hann stuðning annarra sjálfstæðissinna í Katalóníu, Galisíu og Baskalandi er það raunhæfur möguleiki.

Í kosningabaráttu sinni baunaði Lýðflokkurinn á Sánchez fyrir bútasauminn sem hann hefur þurft að stunda til að halda í meirihluta sinn. Líkti Lýðflokkurinn stjórninni við skrímsli Frankensteins og átaldi Sánchez fyrir að hafa klastrað saman samsteypustjórn með róttækum aðskilnaðarsinnum á vinstri vængnum. Ljóst er að viðbót Junts í hópinn mun einungis auka á gagnrýnina frá flokkunum á hægri vængnum. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    If you can't beat them, then join them.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár