Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flokkur útlagans Puigdemont með framtíð ríkisstjórnarinnar í hendi sér

Pedro Sánchez þarf að sækja stuðn­ing úr mörg­um átt­um til að halda í embætti sitt sem for­sæt­is­ráð­herra Spán­ar eft­ir ný­af­staðn­ar kosn­ing­ar. Rót­tæk­asti flokk­ur katalónskra sjálf­stæð­issinna er í lyk­il­stöðu þrátt fyr­ir að hafa ein­ung­is feng­ið sjö þing­sæti af 350.

Flokkur útlagans Puigdemont með framtíð ríkisstjórnarinnar í hendi sér
Stofnandinn Carles Puigdemont er stofnandi flokksins Junts sem berst fyrir sjálfstæði Katalóníu. Mynd: AFP

Upp er komin sú staða að flokkkur Carles Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu eða Junts, gæti haft úrslitaáhrif um það hvort að forsætisráðherra Spánar Pedro Sánchez geti setið áfram í embætti eða ekki. Þessi miklu áhrif Junts eru tilkomin þrátt fyrir það að flokkurinn hafi einungis fengið sjö þingsæti í nýafstöðnum kosningum af 350.

Fyrir kosningar var útlit fyrir að öfgahægriflokkurinn Vox yrði í bílstjórasætinu að kosningunum loknum. Skoðanakannanir gáfu til kynna að hinn íhaldssami Lýðflokkur, Partido Popular, gæti náð í meirihluta þingsæta í félagi við Vox. Lýðflokkurinn fékk flest sæti allra flokka í kosningunum, 136 talsins. Vox beið aftur á móti afhroð í kosningunum, hlaut 33 þingsæti en hafði 52 fyrir. Samanlagður þingstyrkur þessara tveggja flokka dugir því ekki til að ná hreinum meirihluta, hægri blokkin hefur 169 sæti en þarf 176.

Þingstyrkur Sósíalista og samstarfsflokks hans sem nefnist Sumar er öllu minni. Sósíalistaflokkurinn hlaut 122 sæti í nýafstöðnum kosningum og er næststærsti flokkur Spánar. Sumar hefur 31 sæti og samtals ráða flokkarnir tveir því yfir 153 sætum.

Torfæruleið Sánchez greiðari en leið hægri blokkarinnar

Þrátt fyrir þennan mun telja stjórnmálaskýrendur að það muni reynast auðveldara fyrir Sánchez heldur en hægri blokkinni að afla sér stuðnings frá öðrum flokkum, líkt og greint er frá í umfjöllun the Financial Times. Flokkarnir sem helst eru nefndir í því samhengi eru flokkar sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og Baskalands, flokkar sem hafa verið á bandi Sánchez frá því 2018.

Mikilvægasta púslið í þessu púsluspili Sánchez er flokkur Puigdemont, Junts, en margt þarf að ganga upp fyrir Sánchez ætli hann sér að vinna sér inn stuðnings flokksins, líkt og fram kemur í umfjöllun The Guardian. „Við munum ekki gera Pedro Sánchez að forsætisráðherra í skiptum fyrir ekki neitt,“ sagði Míriam Nogueras en hún er einn af leiðtogum Junts eftir kosningarnar. Puigdemont sagði flokkinn ekki skulda neinum neitt nema kjósendum.

Á kjördagPedro Sánchez ræðir við fjölmiðla áður en hann heldur inn á kjörstað.

Af þeim sjálfsstæðissinnuðu stjórnmálaflokkum Baska og Katalóna sem Sánchez þarf að reiða sig á rekur Junts hörðustu stefnuna fyrir sjálfstæði. Þannig hefur aðalritari Junts, Jordi Turull, sagt að flokkurinn krefjist þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu og sakaruppgjöf fyrir öll þau sem hafa verið ákærð eða sæta rannsókn í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fór fram árið 2017. Sú atkvæðagreiðsla var dæmd ólögleg af hæstarétti Spánar og það var í kjölfar hennar sem Puigdemont fór í sjálfskipaða útlegð í Belgíu.

Líkja samsteypustjórn Sánchez við skrímsli Frankensteins

Það er ekki hlaupið að því fyrir Sánchez að verða við þessum kröfum. Til að mynda stendur stjórnarskrá Spánar í vegi fyrir því hann geti boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu.

Takist Sánchez aftur á móti að tryggja sér stuðning Junts, sem og annarra flokka sjálfstæðissinna, gæti hann tryggt sér meirihluta stuðning innan spænska þingsins. Önnur leið sem gæti verið Sánchez fær er að treysta á að Junts taki ekki afstöðu í þinginu. Þá þyrfti Sánchez stuðning 172 þingmanna. Fái hann stuðning annarra sjálfstæðissinna í Katalóníu, Galisíu og Baskalandi er það raunhæfur möguleiki.

Í kosningabaráttu sinni baunaði Lýðflokkurinn á Sánchez fyrir bútasauminn sem hann hefur þurft að stunda til að halda í meirihluta sinn. Líkti Lýðflokkurinn stjórninni við skrímsli Frankensteins og átaldi Sánchez fyrir að hafa klastrað saman samsteypustjórn með róttækum aðskilnaðarsinnum á vinstri vængnum. Ljóst er að viðbót Junts í hópinn mun einungis auka á gagnrýnina frá flokkunum á hægri vængnum. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    If you can't beat them, then join them.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár