Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir ákvörðun Svandísar hafa sett stjórnarsamstarfið „allt í loft upp“

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, seg­ir ákvörð­un Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um að setja tíma­bund­ið bann á hval­veið­ar þeg­ar hafa haft af­leið­ing­ar fyr­ir stjórn­ar­sam­starf­ið.

Bjarni segir ákvörðun Svandísar hafa sett stjórnarsamstarfið „allt í loft upp“
Formaðurinn Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarf sitt eftir síðustu kosningar sem fram fóru haustið 2021 eða fyrir tæpum þremur árum. Samkvæmt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðhera um að stöðva hvalveiðar tímabundið ruggað verulega bátnum í samstarfinu. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Þetta hefur haft afleiðingar. Þetta hefur ekki verið til þess fallið að þétta raðirnar í stjórnarliðinu. Það er ágreiningur um málið bæði efnislega og hvernig að því var staðið. Ef þú ert að vísa til þess hvort þetta setji stjórnarsamstarfið allt í loft upp þá myndi ég segja að það hefði gert það nú þegar.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, í viðtali við Þjóðmál í síðustu viku, er hann var spurður um áhrif ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna tímabundið hvalveiðar. Á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins er birt samantekt úr viðtalinu og greitt hefur verið fyrir deilingu á henni á Facebook-síðu flokksins svo hún nái augum og eyrum fleiri.

Svandís tók þá ákvörðun skömmu áður en hvalveiðiskip Hvals hf. hófu sumarvertíðina að stöðva veiðarnar þar til í lok ágúst. Þetta gerði hún eftir þá niðurstöðu fagráðs um velferð dýra að sú veiðiaðferð sem beitt sé við veiðar á stórhvelum samræmist ekki lögum um velferð dýra. Ekki væri hægt að veiða dýrin með mannúðlegum hætti. Sprengjuskutlar, sem skotið er í dýrin og eiga að springa við snertingu og aflífa dýrið strax, hafa ekki virkað sem skyldi.

Fagráðið var fengið til að skoða málið eftir að Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með dýravelferð, gaf út eftirlitsskýrslu sína um veiðar síðasta sumars í lok maí. Í henni voru rakin mörg dæmi þess að langreyðarnar sem Hvalur hf. veiddi hefðu háð langt dauðastríð, jafnvel klukkustundum saman.

Svandís sagðist taka ákvörðun um stöðvun veiðanna í ljósi „afdráttarlausrar“ niðurstöðu fagráðsins. Nauðsynlegt væri að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gæfist til að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við ákvæði dýravelferðarlaganna.

KostaðSjálfstæðisflokknum er í mun að sem flestir viti hvað formaðurinn sagði um stjórnarsamstarfið í þættinum Þjóðmálum.

Í viðtali við Þjóðmál segist Bjarni hafa setið „þennan tiltekna ríkisstjórnarfund“ þar sem Svandís tilkynnti ákvörðun sína. Hann hafi hins vegar þurft að fara snemma af fundinum. „Heyri það þá bara eftir fundinn að þetta hafi verið kynnt sem ákvörðun. Þannig að pólitíski aðdragandinn er enginn.“

„Ég sagði nei. Við ætluðum ekki að fara í stjórnarsamstarf um það og þess vegna er það ekki í stjórnarsáttmálanum. Í því ljósi er þetta alveg sérstaklega ámælisvert finnst mér.“
Bjarni Bendiktsson,
um viðbrögð sín við spurningu VG um hvort til greina kæmi að setja hvalveiðibann í stjórnarsáttmála.

Hann segir þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt matvælaráðherra til þess að endurskoða niðurstöðu sína. „Fyrir okkur er það mál sem tengjast atvinnufrelsinu sem eru mjög ofarlega í huga. Það er að segja að það gangi ekki að svona ákvarðanir séu teknar ofan í vertíðina, daginn áður, vegna allra þeirra sem eiga hagsmuna að gæta,“ segir Bjarni.

Spurður að því hvað honum þætti um ákvörðunina segir hann: „Mér finnst það ekki gott. Þá er ég hvort tveggja að tala um að mál af þessari stærðargráðu sem við ræddum þegar við gerðum stjórnarsáttmálann hvort það kæmi til greina að ríkisstjórnin myndi vinna gegn hvalveiðum. Ég svaraði því á þeim tíma. Ég sagði nei. Við ætluðum ekki að fara í stjórnarsamstarf um það og þess vegna er það ekki í stjórnarsáttmálanum. Í því ljósi er þetta alveg sérstaklega ámælisvert finnst mér.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Merkilegt væl í Bjarna & Co eftir að hafa nauðgað stefnumálum VG ósmurt svo árum skiptir, þó hann fái loksins einhver viðbrögð. Greinilegt hver telur sig ráða bókstaflega öllu í þessu stjórnarsamstarfi sem vonandi er að ljúka.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þessi helsti páfi Sjálfstæðisflokksins er og hefur lengi verið ósnertanlegur. Það hafa fyrr ríkt átök á Íslandi um hvalveiðar við Ísland. Þá er hvalfangarinn mikilvægur bakhjarl flokksins á margan máta þótt lágt fari.

    Ég efast ekkert um, að almennir félagar í VG myndu fagna því að þessu stjórnarsamstarfi lyki sem fyrst. En hvað sem Bjarna og félögum hans finnst um Svandísi verður hún ekkert beygð til hlýðni eins og ekkert sé.

    Næst hlýtur ráðherrann að banna blóðmerarblóðtökurnar sem ekki síður er átakanlegt mál og jafnvel enn svakalegra. En þá mun auðvitað hestavinurinn ofan úr Gullhreppi og formaður Framsóknar kippast allur til.

    Sigurður Ingi dýralæknir mun hlaupa til og styðja það fólk sem níðist á fylfullum merum sem eru látnar ganga úti allan ársins hring hvernig sem viðrar. Þá mun stjórnarslitum væntanlega vera hótað úr þeirri áttinni.

    Ef Svandís vill núverandi ríkisstjórn feiga bannar hún blóðmerarbúskap með öllu. En hún á marga möguleika við að snerta viðkvæma snertifleti hjá gömluíhalds valdaflokkunum sitjandi í þessu ráðuneyti.
    3
  • Hjalmar Gudbjornsson skrifaði
    Merkilega þegar einn velunnari XD fær ekki að græða milljarða er kominn stjórnmálakreppa og allir í flokknum legfjast á plóginn að bjarga kristjáni í að græða ekki milljarð þegar helmingur þjóðarinar er a moti þvi að drepa dýr sem er ekki einu sinni í matinn hér á íslandi. En ef stoppaðar eru veiðar sem byggðu þetta land og öll þorp á íslandi utan egilstaða þá heyrist ekkert í þessum aumingju í þessum skítaflokki.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Er Bjarni eitthvað betri en Svandís?
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Vil mynna alla á að bjarN1 benediktsson er FORINGI stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins.
    Með öðrum orðum þá er sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórnmálaflokkur.
    sjálfstæðisflokkurinn er MAFÍA sem hefur það að aðal markmiði að arðræna og stela frá íslensku þjóðinni, styður við barnaníðinga, predikar óhróður um jaðarhópa og flóttafólk.
    Og að þessi glæpa foringi og gjaldþrota kóngur bjarN1 benediktsson skuli vera fjármála og viðskiptaráðherfill er ALGJÖR þjóðarskömm og myndi aldrei líðast í öðrum lýðræðisríkjum.
    Enda er EKKERT lýðræði hér á Íslandi, hér er LYGRÆÐI. Punktur!
    4
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka dela í forsvari.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár