Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir ákvörðun Svandísar hafa sett stjórnarsamstarfið „allt í loft upp“

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, seg­ir ákvörð­un Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um að setja tíma­bund­ið bann á hval­veið­ar þeg­ar hafa haft af­leið­ing­ar fyr­ir stjórn­ar­sam­starf­ið.

Bjarni segir ákvörðun Svandísar hafa sett stjórnarsamstarfið „allt í loft upp“
Formaðurinn Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarf sitt eftir síðustu kosningar sem fram fóru haustið 2021 eða fyrir tæpum þremur árum. Samkvæmt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðhera um að stöðva hvalveiðar tímabundið ruggað verulega bátnum í samstarfinu. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Þetta hefur haft afleiðingar. Þetta hefur ekki verið til þess fallið að þétta raðirnar í stjórnarliðinu. Það er ágreiningur um málið bæði efnislega og hvernig að því var staðið. Ef þú ert að vísa til þess hvort þetta setji stjórnarsamstarfið allt í loft upp þá myndi ég segja að það hefði gert það nú þegar.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, í viðtali við Þjóðmál í síðustu viku, er hann var spurður um áhrif ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna tímabundið hvalveiðar. Á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins er birt samantekt úr viðtalinu og greitt hefur verið fyrir deilingu á henni á Facebook-síðu flokksins svo hún nái augum og eyrum fleiri.

Svandís tók þá ákvörðun skömmu áður en hvalveiðiskip Hvals hf. hófu sumarvertíðina að stöðva veiðarnar þar til í lok ágúst. Þetta gerði hún eftir þá niðurstöðu fagráðs um velferð dýra að sú veiðiaðferð sem beitt sé við veiðar á stórhvelum samræmist ekki lögum um velferð dýra. Ekki væri hægt að veiða dýrin með mannúðlegum hætti. Sprengjuskutlar, sem skotið er í dýrin og eiga að springa við snertingu og aflífa dýrið strax, hafa ekki virkað sem skyldi.

Fagráðið var fengið til að skoða málið eftir að Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með dýravelferð, gaf út eftirlitsskýrslu sína um veiðar síðasta sumars í lok maí. Í henni voru rakin mörg dæmi þess að langreyðarnar sem Hvalur hf. veiddi hefðu háð langt dauðastríð, jafnvel klukkustundum saman.

Svandís sagðist taka ákvörðun um stöðvun veiðanna í ljósi „afdráttarlausrar“ niðurstöðu fagráðsins. Nauðsynlegt væri að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gæfist til að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við ákvæði dýravelferðarlaganna.

KostaðSjálfstæðisflokknum er í mun að sem flestir viti hvað formaðurinn sagði um stjórnarsamstarfið í þættinum Þjóðmálum.

Í viðtali við Þjóðmál segist Bjarni hafa setið „þennan tiltekna ríkisstjórnarfund“ þar sem Svandís tilkynnti ákvörðun sína. Hann hafi hins vegar þurft að fara snemma af fundinum. „Heyri það þá bara eftir fundinn að þetta hafi verið kynnt sem ákvörðun. Þannig að pólitíski aðdragandinn er enginn.“

„Ég sagði nei. Við ætluðum ekki að fara í stjórnarsamstarf um það og þess vegna er það ekki í stjórnarsáttmálanum. Í því ljósi er þetta alveg sérstaklega ámælisvert finnst mér.“
Bjarni Bendiktsson,
um viðbrögð sín við spurningu VG um hvort til greina kæmi að setja hvalveiðibann í stjórnarsáttmála.

Hann segir þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt matvælaráðherra til þess að endurskoða niðurstöðu sína. „Fyrir okkur er það mál sem tengjast atvinnufrelsinu sem eru mjög ofarlega í huga. Það er að segja að það gangi ekki að svona ákvarðanir séu teknar ofan í vertíðina, daginn áður, vegna allra þeirra sem eiga hagsmuna að gæta,“ segir Bjarni.

Spurður að því hvað honum þætti um ákvörðunina segir hann: „Mér finnst það ekki gott. Þá er ég hvort tveggja að tala um að mál af þessari stærðargráðu sem við ræddum þegar við gerðum stjórnarsáttmálann hvort það kæmi til greina að ríkisstjórnin myndi vinna gegn hvalveiðum. Ég svaraði því á þeim tíma. Ég sagði nei. Við ætluðum ekki að fara í stjórnarsamstarf um það og þess vegna er það ekki í stjórnarsáttmálanum. Í því ljósi er þetta alveg sérstaklega ámælisvert finnst mér.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Merkilegt væl í Bjarna & Co eftir að hafa nauðgað stefnumálum VG ósmurt svo árum skiptir, þó hann fái loksins einhver viðbrögð. Greinilegt hver telur sig ráða bókstaflega öllu í þessu stjórnarsamstarfi sem vonandi er að ljúka.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þessi helsti páfi Sjálfstæðisflokksins er og hefur lengi verið ósnertanlegur. Það hafa fyrr ríkt átök á Íslandi um hvalveiðar við Ísland. Þá er hvalfangarinn mikilvægur bakhjarl flokksins á margan máta þótt lágt fari.

    Ég efast ekkert um, að almennir félagar í VG myndu fagna því að þessu stjórnarsamstarfi lyki sem fyrst. En hvað sem Bjarna og félögum hans finnst um Svandísi verður hún ekkert beygð til hlýðni eins og ekkert sé.

    Næst hlýtur ráðherrann að banna blóðmerarblóðtökurnar sem ekki síður er átakanlegt mál og jafnvel enn svakalegra. En þá mun auðvitað hestavinurinn ofan úr Gullhreppi og formaður Framsóknar kippast allur til.

    Sigurður Ingi dýralæknir mun hlaupa til og styðja það fólk sem níðist á fylfullum merum sem eru látnar ganga úti allan ársins hring hvernig sem viðrar. Þá mun stjórnarslitum væntanlega vera hótað úr þeirri áttinni.

    Ef Svandís vill núverandi ríkisstjórn feiga bannar hún blóðmerarbúskap með öllu. En hún á marga möguleika við að snerta viðkvæma snertifleti hjá gömluíhalds valdaflokkunum sitjandi í þessu ráðuneyti.
    3
  • Hjalmar Gudbjornsson skrifaði
    Merkilega þegar einn velunnari XD fær ekki að græða milljarða er kominn stjórnmálakreppa og allir í flokknum legfjast á plóginn að bjarga kristjáni í að græða ekki milljarð þegar helmingur þjóðarinar er a moti þvi að drepa dýr sem er ekki einu sinni í matinn hér á íslandi. En ef stoppaðar eru veiðar sem byggðu þetta land og öll þorp á íslandi utan egilstaða þá heyrist ekkert í þessum aumingju í þessum skítaflokki.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Er Bjarni eitthvað betri en Svandís?
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Vil mynna alla á að bjarN1 benediktsson er FORINGI stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins.
    Með öðrum orðum þá er sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórnmálaflokkur.
    sjálfstæðisflokkurinn er MAFÍA sem hefur það að aðal markmiði að arðræna og stela frá íslensku þjóðinni, styður við barnaníðinga, predikar óhróður um jaðarhópa og flóttafólk.
    Og að þessi glæpa foringi og gjaldþrota kóngur bjarN1 benediktsson skuli vera fjármála og viðskiptaráðherfill er ALGJÖR þjóðarskömm og myndi aldrei líðast í öðrum lýðræðisríkjum.
    Enda er EKKERT lýðræði hér á Íslandi, hér er LYGRÆÐI. Punktur!
    4
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka dela í forsvari.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár