„Þetta hefur haft afleiðingar. Þetta hefur ekki verið til þess fallið að þétta raðirnar í stjórnarliðinu. Það er ágreiningur um málið bæði efnislega og hvernig að því var staðið. Ef þú ert að vísa til þess hvort þetta setji stjórnarsamstarfið allt í loft upp þá myndi ég segja að það hefði gert það nú þegar.“
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, í viðtali við Þjóðmál í síðustu viku, er hann var spurður um áhrif ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna tímabundið hvalveiðar. Á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins er birt samantekt úr viðtalinu og greitt hefur verið fyrir deilingu á henni á Facebook-síðu flokksins svo hún nái augum og eyrum fleiri.
Svandís tók þá ákvörðun skömmu áður en hvalveiðiskip Hvals hf. hófu sumarvertíðina að stöðva veiðarnar þar til í lok ágúst. Þetta gerði hún eftir þá niðurstöðu fagráðs um velferð dýra að sú veiðiaðferð sem beitt sé við veiðar á stórhvelum samræmist ekki lögum um velferð dýra. Ekki væri hægt að veiða dýrin með mannúðlegum hætti. Sprengjuskutlar, sem skotið er í dýrin og eiga að springa við snertingu og aflífa dýrið strax, hafa ekki virkað sem skyldi.
Fagráðið var fengið til að skoða málið eftir að Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með dýravelferð, gaf út eftirlitsskýrslu sína um veiðar síðasta sumars í lok maí. Í henni voru rakin mörg dæmi þess að langreyðarnar sem Hvalur hf. veiddi hefðu háð langt dauðastríð, jafnvel klukkustundum saman.
Svandís sagðist taka ákvörðun um stöðvun veiðanna í ljósi „afdráttarlausrar“ niðurstöðu fagráðsins. Nauðsynlegt væri að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gæfist til að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við ákvæði dýravelferðarlaganna.
Í viðtali við Þjóðmál segist Bjarni hafa setið „þennan tiltekna ríkisstjórnarfund“ þar sem Svandís tilkynnti ákvörðun sína. Hann hafi hins vegar þurft að fara snemma af fundinum. „Heyri það þá bara eftir fundinn að þetta hafi verið kynnt sem ákvörðun. Þannig að pólitíski aðdragandinn er enginn.“
„Ég sagði nei. Við ætluðum ekki að fara í stjórnarsamstarf um það og þess vegna er það ekki í stjórnarsáttmálanum. Í því ljósi er þetta alveg sérstaklega ámælisvert finnst mér.“
Hann segir þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt matvælaráðherra til þess að endurskoða niðurstöðu sína. „Fyrir okkur er það mál sem tengjast atvinnufrelsinu sem eru mjög ofarlega í huga. Það er að segja að það gangi ekki að svona ákvarðanir séu teknar ofan í vertíðina, daginn áður, vegna allra þeirra sem eiga hagsmuna að gæta,“ segir Bjarni.
Spurður að því hvað honum þætti um ákvörðunina segir hann: „Mér finnst það ekki gott. Þá er ég hvort tveggja að tala um að mál af þessari stærðargráðu sem við ræddum þegar við gerðum stjórnarsáttmálann hvort það kæmi til greina að ríkisstjórnin myndi vinna gegn hvalveiðum. Ég svaraði því á þeim tíma. Ég sagði nei. Við ætluðum ekki að fara í stjórnarsamstarf um það og þess vegna er það ekki í stjórnarsáttmálanum. Í því ljósi er þetta alveg sérstaklega ámælisvert finnst mér.“
Ég efast ekkert um, að almennir félagar í VG myndu fagna því að þessu stjórnarsamstarfi lyki sem fyrst. En hvað sem Bjarna og félögum hans finnst um Svandísi verður hún ekkert beygð til hlýðni eins og ekkert sé.
Næst hlýtur ráðherrann að banna blóðmerarblóðtökurnar sem ekki síður er átakanlegt mál og jafnvel enn svakalegra. En þá mun auðvitað hestavinurinn ofan úr Gullhreppi og formaður Framsóknar kippast allur til.
Sigurður Ingi dýralæknir mun hlaupa til og styðja það fólk sem níðist á fylfullum merum sem eru látnar ganga úti allan ársins hring hvernig sem viðrar. Þá mun stjórnarslitum væntanlega vera hótað úr þeirri áttinni.
Ef Svandís vill núverandi ríkisstjórn feiga bannar hún blóðmerarbúskap með öllu. En hún á marga möguleika við að snerta viðkvæma snertifleti hjá gömluíhalds valdaflokkunum sitjandi í þessu ráðuneyti.
Með öðrum orðum þá er sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórnmálaflokkur.
sjálfstæðisflokkurinn er MAFÍA sem hefur það að aðal markmiði að arðræna og stela frá íslensku þjóðinni, styður við barnaníðinga, predikar óhróður um jaðarhópa og flóttafólk.
Og að þessi glæpa foringi og gjaldþrota kóngur bjarN1 benediktsson skuli vera fjármála og viðskiptaráðherfill er ALGJÖR þjóðarskömm og myndi aldrei líðast í öðrum lýðræðisríkjum.
Enda er EKKERT lýðræði hér á Íslandi, hér er LYGRÆÐI. Punktur!
Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.
Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka dela í forsvari.