Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Forstjóri Ísteka segir „allt tal um dýraníð“ dæma sig sjálft

Til að rann­saka hvort að fleiri fylfull­ar mer­ar hafi drep­ist í tengsl­um við blóð­töku í fyrra en Ísteka til­kynnti hef­ur að sögn for­stjóra Mat­væla­stofn­un­ar ver­ið ósk­að eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um frá Dýra­vernd­ar­sam­bandi Ís­lands. Sam­band­ið seg­ist hafa áreið­an­leg­ar heim­ild­ir fyr­ir því að dauðs­föll­in séu mun fleiri en þau átta sem til­kynnt voru. Ísteka hafn­ar því al­far­ið.

Forstjóri Ísteka segir „allt tal um dýraníð“ dæma sig sjálft
Blóðmerar Fylfullar hryssur framleiða meðgönguhormón sem þykir eftirsóknarvert til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir annan búfénað, s.s. svín og nautgripi. Ísteka kaupir blóð af bændum sem halda blóðmerar og efnið sem unnið er úr blóðinu er aðallega selt til Þýskalands. Mynd: Pexels

Matvælastofnun (MAST) hefur sent Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) beiðni um að fá frekari upplýsingar um dauðsföll mera í tengslum við blóðtöku á vegum Ísteka sem sambandið greindi frá í tilkynningu í gær.

Í tilkynningunni sagðist sambandið hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að mun fleiri hryssur hefðu drepist við blóðtöku í fyrra en þær átta sem Ísteka tilkynnti Matvælastofnun um. DÍS hafi upplýsingar um dauðsföll á að minnsta kosti tíu bæjum og á einum þeirra hafi fjórar hryssur drepist. Krefst sambandið þess að blóðtaka úr fylfullum hryssum verði tafarlaust bönnuð.

Þessu hafnar Arnþór Guðlaugsson, forstjóri Ísteka. „Ég veit ekki hvaðan DÍS hefur sínar upplýsingar og vona að þau komi þeim í réttan farveg til okkar annars vegar og MAST hins vegar. Meðan ég hef þau gögn ekki leyfi ég mér að efast um réttmæti þeirra,“ segir hann við Heimildina.

Eðlilegt …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár