Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist

Dýra­vernd­ar­sam­band­ið fer fram á taf­ar­lausa stöðv­un á blóð­töku úr fylfull­um hryss­um. Rann­saka þurfi öll þau til­felli þar sem hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku í fyrra­sum­ar en þau voru sam­kvæmt Mat­væla­stofn­un átta. Sam­band­ið seg­ist hins veg­ar hafa „áreið­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar“ um að til­fell­in hafi ver­ið mun fleiri.

Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist
„Alvarlegt dýraníð“ DÍS fengu ábendingu um að dýralæknir hefði ekki aflífað hryssu sem í ógáti var stungin á barkann og hefði skepnan legið kvalin í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Mynd: Shutterstock

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fer fram á að blóðtöku úr fylfyllum hryssum verði tafarlaust hætt. Það gerir DÍS í samhengi við fréttaflutning Heimildarinnar um miðjan þennan mánuð þar sem greint var frá því að átta hryssur hefðu drepist við eða eftir blóðtöku í fyrrasumar. Fer sambandið fram á að „öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög.“

Heimildin greindi frá því fyrr í mánuðinum að Matvælastofnun hefði á síðasta ári borist tilkynningar um átta hryssur sem hefðu drepist í tengslum við blóðtöku, og hafa þær aldrei verið skráðar fleiri. Þar af drapst ein hryssan í blóðtökunni sökum þess að svo virðist sem stunga hafi misheppnast og henni annað hvort blætt út eða hún hafi kafnað.

Talið er að hryssurnar hafi drepist vegna reynsluleysis þeirra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Eftir umræður um blóðmerahald og ömurlega meðferð á skepnunum við blóðtökuna, eftir að þýsk dýraverndunarsamtök birtu heimildarmynd þar sem sjá mátti aðfarirnar, hættu íslenskir dýralæknar störfum fyrir Ísteka, fyrirtækið sem sér um blóðtökuna. Í þeirra stað voru ráðnir erlendir dýralæknar sem enga reynslu höfðu af framkvæmd sem þessari.

„Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku“
Úr tilkynningu DÍS

Í tilkynningu frá DÍS segir sambandinu hafi borist „áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“

Þá segir í tilkynningunni að DÍS hafi einnig fengið ábendingu um að hryssa hafi í ógáti verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Sá hafi ekki brugðist við með því að aflífa hryssuna, eins og skylt sé að gera, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur meðan henni blæddi út. „Um er að ræða alvarlegt dýraníð,“ segir sambandið.

„Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir enn fremur í tilkynningunni sem stjórn Dýraverndarsambands Íslands skrifar undir.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hversu djúpt ætlar græðgin að draga orðspor okkar á alþjóða vettfangi? er ekki nó komið
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár