Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist

Dýra­vernd­ar­sam­band­ið fer fram á taf­ar­lausa stöðv­un á blóð­töku úr fylfull­um hryss­um. Rann­saka þurfi öll þau til­felli þar sem hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku í fyrra­sum­ar en þau voru sam­kvæmt Mat­væla­stofn­un átta. Sam­band­ið seg­ist hins veg­ar hafa „áreið­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar“ um að til­fell­in hafi ver­ið mun fleiri.

Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist
„Alvarlegt dýraníð“ DÍS fengu ábendingu um að dýralæknir hefði ekki aflífað hryssu sem í ógáti var stungin á barkann og hefði skepnan legið kvalin í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Mynd: Shutterstock

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fer fram á að blóðtöku úr fylfyllum hryssum verði tafarlaust hætt. Það gerir DÍS í samhengi við fréttaflutning Heimildarinnar um miðjan þennan mánuð þar sem greint var frá því að átta hryssur hefðu drepist við eða eftir blóðtöku í fyrrasumar. Fer sambandið fram á að „öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög.“

Heimildin greindi frá því fyrr í mánuðinum að Matvælastofnun hefði á síðasta ári borist tilkynningar um átta hryssur sem hefðu drepist í tengslum við blóðtöku, og hafa þær aldrei verið skráðar fleiri. Þar af drapst ein hryssan í blóðtökunni sökum þess að svo virðist sem stunga hafi misheppnast og henni annað hvort blætt út eða hún hafi kafnað.

Talið er að hryssurnar hafi drepist vegna reynsluleysis þeirra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Eftir umræður um blóðmerahald og ömurlega meðferð á skepnunum við blóðtökuna, eftir að þýsk dýraverndunarsamtök birtu heimildarmynd þar sem sjá mátti aðfarirnar, hættu íslenskir dýralæknar störfum fyrir Ísteka, fyrirtækið sem sér um blóðtökuna. Í þeirra stað voru ráðnir erlendir dýralæknar sem enga reynslu höfðu af framkvæmd sem þessari.

„Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku“
Úr tilkynningu DÍS

Í tilkynningu frá DÍS segir sambandinu hafi borist „áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“

Þá segir í tilkynningunni að DÍS hafi einnig fengið ábendingu um að hryssa hafi í ógáti verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Sá hafi ekki brugðist við með því að aflífa hryssuna, eins og skylt sé að gera, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur meðan henni blæddi út. „Um er að ræða alvarlegt dýraníð,“ segir sambandið.

„Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir enn fremur í tilkynningunni sem stjórn Dýraverndarsambands Íslands skrifar undir.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hversu djúpt ætlar græðgin að draga orðspor okkar á alþjóða vettfangi? er ekki nó komið
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár