Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hrina dóma yfir burðardýrum

Á tveggja mán­aða tíma­bili voru átta burð­ar­dýr stöðv­uð á Kefla­vík­ur­flug­velli með fíkni­efni. Í sex til­fell­um gerði fólk­ið til­raun til að smygla kókaíni hing­að til lands. Öll nema eitt voru með hreint saka­vott­orð. Sam­an­lagt var fólk­ið sem um ræð­ir dæmt í ríf­lega sjö og hálfs árs fang­elsi.

Hrina dóma yfir burðardýrum
Fjögur þeirra sem hafa verið dæmd í fangelsi vegna innflutnings fíkniefna að undanförnu voru með efnin innvortis. Kona sem var dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í morgun var með 42 pakkningar af kókaíni innvortis. Mynd: Af Facebooksíðu Lögreglunnar á Suðurnesjum frá árinu 2020

Á mánaðartíma hafa fallið dómar í sjö málum yfir átta erlendum ríkisborgurum sem komið hafa hingað til lands sem burðardýr í fíkniefnamálum. Í sex tilvikum af sjö reyndi fólkið að smygla kókaíni til landsins. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki óalgengt að það komi hrinur af fíkniefna innflutningsmálum á vorin og í byrjun sumars. Málafjöldinn nú sé orðinn sambærilegur og hann var fyrir Covid faraldurinn en á meðan á honum stóð fækkaði málum verulega. 

Allir dómarnir féllu í Héraðsdómi Reykjaness, enda var fólkið í öllum tilvikum stöðvað og handtekið á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins. Um er að ræða fjóra karlmenn og fjórar konur í sjö aðskildum málum, sem fyrr segir. Í sex málanna var um að ræða innflutning á kókaíni, samtals rúm sex kíló. Í sjöunda málinu var um að ræða innflutning á miklu magni af metamfetamíni, rúmu kílói af 81 prósent hreinu efni.

Brotin voru framin á tímabilinu 19. apríl til 21. júní. Alls var kókaín magnið sem fannst rétt rúm 6000 grömm, af mismunandi styrk þó. Alls voru uppkveðnir fangelsisdómar í málunum 92 mánuðir. Ekki kemur fram nema í einu tilfelli hvers lenskt fólkið er en öll eru þau erlendir ríkisborgarar. Fólkið var að koma víða að frá Evrópu hingað til lands en Kolbrún segir að oftast sé upphafsstaður fíkniefnasmygls hingað til lands Spánn, og ekki sé ólíklegt að fólkið hafi komið þaðan, með millilendingum annars staðar í Evrópu.

Með 42 pakkningar af kókaíni innvortis

Nýjasti dómurinn er frá því í morgun en þá var kona dæmd til sjö mánaða fangelsisvistar. Hún var 18. júní síðastliðinn ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hún hafði komið til landsins með tæp 500 grömm af kókaíni til Íslands frá París 18. júní. Kókaínið sem var í 42 pakkningum flutti konan innvortis til landsins. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið 79 prósent, ætlaði til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Konan játaði sök fyrir dómi í morgun.

Nokkuð er um að burðardýr reyni að smygla fíkniefnum innvortisLögreglan á Suðurnesjum birti þessa röntgenmynd fyrir nokkrum árum og sagði frá því að nokkru fyrr hefði tví­tugur Íslendingur sem kom með 42 pakkn­ing­ar inn­vort­is til lands­ins veikst lífshættulega þegar ein pakkn­ing­in lak.

Í dómnum segir að með „skýlausri játningu“ sem samrýmist rannsóknargögnum málsins sé sannað að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem fram komi í ákæru. Konan krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að þeir dagar sem hún sat í gæsluvarðhaldi verði dregnir frá dæmdri refsingu. Greint er frá því í dómnum að samkvæmt sakavottorði sé þetta í fyrsta sinn sem konan verður uppvís að refsiverðri háttsemi. Segir að tillit verði tekið til þess og að hún játaði brot sín hjá lögreglu og fyrir dómi þegar refsing er ákvörðuð, einnig að hún hafi sýnt mikla iðrun fyrir dómi.

„Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærða hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands“
úr dómi Héraðsdóms Reykjaness

Þá er við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að konan var ekki eigandi fíkniefnanna, hún var það sem kallað er burðardýr. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærða hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.“ Þá segir í dómnum að á hinn bóginn verði ekki framhjá því horft að ákærða hafi flutt töluvert magn af sterku kókaíni til landsins sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi. 

Fimm burðardýr dæmd á fimmtudaginn 

Fjórir dómar í sambærilegum málum voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn í síðustu viku og fimm manneskjur dæmdar í fangelsi fyrir að hafa flutt efni til landsins. 

Þeirra á meðal er kona sem var á fimmtudag dæmd fyrir að hafa 21. júní síðastliðinn flutt til landsins rétt tæplega 330 grömm af kókaíni, að styrkleika 56-57 prósent. Fíkniefnin flutti hún inn falin innvortis með flugi frá Osló til Keflavíkurflugvallar. Hún játaði brotið við þingfestingu málsins. Sakavottorð hennar lá ekki fyrir í málinu en samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur konan áður komið við sögu vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings frá Frönsku Gíneu til Frakklands. Þá hefur hún samkvæmt spænskum yfirvöldum setið í fangelsi þar í landi vegna fíkniefnainnflutnings.

Í dómsorði segir að ekki verði séð af rannsóknargögnum að konan hafi verið eigandi fíkniefnanna þó hún hafi samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu. Var hún dæmd til sex mánaða fangelsisvistar en til frádráttar kom gæsluvarðhaldsvist frá 22. Júní. 

Þá var karlmaður dæmdur til fangelsisvistar í tvö ár og sex mánuði í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag. Hann var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar 1. maí síðastliðinn en hann hafði í fórum sínum tæp 3000 grömm af kókaíni, að styrkleika 86-87 prósent, falin í tveimur pakkningum undir fölskum botni í ferðatösku sinni. 

Maðurinn játaði sök afdráttarlaust fyrir dómi. Samkvæmt sakavottorði hafði hann ekki áður orðið uppvís að refsibrotum og af fyrirliggjandi gögnum varð ekki ráðið að hann hafi verið eigandi fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagning á kaupum þeirra og innflutningi með öðrum hætti en að hafa samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu. Frá fangelsisvist dregst gæsluvarðhaldsvist hans frá 2. maí til 20. júlí. 

Kókaín í þremur niðursuðudósum

29. apríl síðastliðinn var kona stöðvuð í Leifsstöð og fundust í farangri hennar um 1.500 grömm af kókaíni sem hún hafði komið fyrir í þremur niðursuðudósum. Segir í dómnum að styrkur efnisins hafi verið á bilinu 82 til 83 prósent. Ekki kemur fram í dómnum hvaðan konan var að koma. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald og ákæra leit dagsins ljós 17. júlí eða tæpum þremur mánuðum eftir að hún var handtekin. Þremur dögum eftir að ákært var í málinu var konan dæmd til átján mánaða fangelsisvistar.

Í dómnum kemur fram, líkt og í hinum dómunum sem hér er fjallað um, að konan hafi hvorki verið eigandi fíkniefnanna né tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands ,,með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.“ Hún var því líkt og hinar konurnar þrjár og karlarnir fjórir svokallað burðardýr.

Í dómnum segir að ákærða hafi afdráttarlaust játað sök fyrir dómi. ,,Með skýlausri játningu ákærðu fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru“ segir í dóminum en hún líkt og flest hinna sem hér er fjallað um hafði ekki orðið uppvís að refsiverðri hátttsemi áður. Segir í dómnum að tekið sé tillit til þessa við ákvörðun refsingar sem og að hún hafi samkvæmt fyrirliggjandi gögnum ekki verið eigandi fíkniefnanna né tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra hingað til lands. 

Gleypti 230 grömm af kókaíni 

Laugardaginn 23. maí síðastliðinn var karlmaður stöðvaður í Leifsstöð ásamt konu sem var með honum í för. Þau voru að koma frá Helsinki í Finnlandi. Karlinn hafði falið um 230 grömm af kókaíni innvortis en í dómnum sem kveðinn var upp á fimmtudaginn segir að þau hafi staðið í sameiningu að innflutningi efnisins. Segir í ákæru sem gefin var út 13. júlí að styrkleiki efnisins hafi verið 78 til 79 prósent og ætlað til „söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni“. Samkvæmt dómnum voru þau svokölluð burðardýr en ekki eigendur fíkniefnanna. Í dómnum segir ennfremur að ákærðu hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins sem var sama dag og dómur var kveðinn upp síðastliðinn fimmtudag. Þau kröfðust þess að í málinu yrði þeim gerð vægasta refsing sem lög leyfi og að gæsluvarðhald sem þau höfðu verið í frá 21. maí myndi dragast frá refsingu. Í dómi segir að með skýlausri játningu þeirra sem fái stoð í gögnum séu þau sek um þá háttsemi sem tilgreind sé í ákæru. Þau höfðu, líkt og flest hinna sem hér er fjallað um, ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi á Íslandi og segir í dómnum að ekki sé, af gögnum málsins, ljóst hvort þau hafi hlotið refsidóma í öðrum löndum. 

Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess sem og játningar beggja. Einnig er tilgreint að þau hafi bæði verið samvinnufús, ekki síst konan. Voru þau hvort um sig dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. 

Varð fyrir alvarlegri árás í gæsluvarðhaldi 

Þá var karlmaður dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar 21. júní síðastliðinn en til frádráttar kom gæsluvarðhald frá 21. apríl 2023. Var hann dæmdur fyrir stórfellt brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa 20. apríl 2023 staðið að innflutningi á um 500 grömmum af kókaíni að styrkleika 55 prósent. Fíkniefnin flutti maðurinn með flugi frá Amsterdam í Hollandi, falin innvortis. Þá hafði hann í fórum sínum um 1 gramm af hassi og 0,45 grömm af kókaíni í fötum sínum sem tollverðir fundu við komuna hingað til lands. 

„Hann hafi ekki verið eigandi fíkniefnanna, skipuleggjandi eða fjármagnandi ferðarinnar heldur hafi hann verið burðardýr sem hafi verið neytt í förina“
úr dóm Héraðsdóms Reykjaness

Hann játaði brot sín undandráttarlaust við þingfestingu málsins. Óskaði hann þess fyrir dómi að tekið yrði tillit til þess að gæsluvarðhaldsvistin hefði hefði verið honum sérstaklega þungbær, meðal annars vegna tilhæfulausrar og alvarlegrar árásar sem hann varð fyrir í gæsluvarðhaldinu. Þá óskaði hann eftir því að litið yrði til þess til refsimildunar að hann játaði sök og sýndi samstarf við rannsókn málsins. „Hann hafi ekki verið eigandi fíkniefnanna, skipuleggjandi eða fjármagnandi ferðarinnar heldur hafi hann verið burðardýr sem hafi verið neytt í förina. Loks vísaði ákærði til góðrar hegðunar sinnar gæsluvarðhaldsvistinni,“ segir í dómnum. 

Samkvæmt sakavottorði hafði maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna þótt hann hafi samþykkt að flytja þau til landsins. 

19. apríl síðastliðinn var karlmaður, sem er franskur ríkisborgari, handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komu frá París. Reyndist hann hafa meðferðis rúmt kíló af metamfetamíni, 81 prósent að styrkleika, sem hann flutti til landsins falin í farangri sínum. Maðurinn játað brot sitt skýlaust við þingsetningu. Samkvæmt sakavottorði hafði hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af rannsóknargögnum málsins varð ekki séð að hann væri eigandi fíkniefnanna þó hann hefði samþykkt að flytja þau til landsins. Var maðurinn dæmdur til fangelsisvistar í 14 mánuði 6. júlí síðastliðinn, en til frádráttar kom gæsluvarðhaldsvist hans frá 20. apríl 2023.

Málafjöldinn orðinn eins og fyrir Covid

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti tvö þeirra mála sem hér er fjallað um fyrir hönd ákæruvaldsins. Í samtali við Heimildina segir Kolbrún að á vorin og sumrin komi oft upp hrinur mála þar sem fólk er stöðvað með fíkniefni sem það gerir tilraun til að smygla til landsins. „Það komu svolítið mörg mál upp núna í vor, ég held að það hafi mest verið 25 manns í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta er oft svona á þessum tíma, að vori og í byrjun sumars.“

Kolbrún segir að í Covid faraldrinum hafi fíkniefnainnflutningsmálum fækkað drastískt. Nú sé staðan hins vegar orðin áþekk því sem var fyrir faraldurinn. „Þetta er auðvitað mjög mikið, þetta er bara iðnaður. Svona vinna þessir hópar, þeir eru með fjölda af fólki í erfiðri stöðu sem í raun vinna bara við þetta, ef maður getur sagt sem svo.“

Fáir skipulagðir hóparKolbrún segir yfirvöld telja að fáir hópar hér á landi standi að baki flestum komum burðardýra til landsins.

Langmest kókaín innflutningur

Spurð hvort það segi eitthvað til um innlendan fíkniefnamarkað að í öllum tilvikum nema einu í þeim málum sem hér er fjallað um hafi fólk verið handtekið við að smygla hingað til lands kókaíni játar Kolbrún því. „Ég held að það hljóti að vera. Þessi mál sem hafa verið að koma upp að undanförnu eru að mjög miklu leyti kókaíninnflutningur. Fólk er að flytja hingað þetta hálft kíló ef það er innvortis og svo aðeins meira ef það er í farangri.“

„Fólkið er á aldrinum frá ríflega tvítugu og upp í fólk vel á sextugsaldri“
Kolbrún Benediktsdóttir
varahéraðssaksóknari

Aldur fólksins er ekki tilgreindur í dómunum en Kolbrún segir að í þeim málum sem hún hefur komið að síðustu vikur, sem eru fleiri en hér um ræðir, sé fólk á ýmsum aldri. „Ég held ég hafi þannig verið með fimm eða sex ákærur síðustu vikur og fólkið er á aldrinum frá ríflega tvítugu og upp í fólk vel á sextugsaldri. Flestir eru nú samt á þrítugsaldri, þó það sé allur gangur á því.“

Spánn mjög oft upphafsstaður

Aðeins í einu tilviki kemur fram í dómsorði af hvaða þjóðerni sakborningar eru, og er sá franskur ríkisborgari. Kolbrún segir hins vegar aðspurð að fólk sem hefur verið handtekið vegna fíkniefnainnflutnings upp á síðkastið sé af ýmsu þjóðerni, þannig hafi það verið ríkisborgarar í Dóminíkanska lýðveldinu, frá Perú, Spáni og Frakklandi sem hafi verið sakborningar í málum sem hún hafi komið að. 

„Ég held að þetta sé langoftast þannig að burðardýr vita ekki neitt um fyrir hvern þau vinna“
Kolbrún Benediktsdóttir
varahéraðssaksóknari

Spurð hvort hún viti, eða telji sig vita, hvort fólk sem hefur verið handtekið hér á landi sem burðardýr sé að vinna fyrir sömu, fáu aðilana hér á landi, segir Kolbrún að erfitt sé að fullyrða um það. „Ég held að þetta sé langoftast þannig að burðardýr vita ekki neitt um fyrir hvern þau vinna, það er enginn sem tekur séns á því. Þau koma bara hingað og svo á að hafa samband við þau. Mann grunar hins vegar að þetta séu í mesta lagi nokkrir hópar, ekki margir.“

Fólkið sem fjallað er um hér að framan kom hingað til lands víða að, þó ekki sé tilgreint í öllum málum hvaðan það var að koma. Þó sést að það var meðal annars að koma frá París, Amsterdam, Helsinki og Osló. Kolbrún segir að oft sé um millilendingar að ræða. „Fólk er í töluverðu mæli að koma frá Spáni og þá er stundum millilent í Frankfurt, París eða Amsterdam. Þannig að leiðin liggur oft frá Spáni en það getur verið allur gangur á því.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár