Martröð á grískum eyjum

Gróð­ureld­ar log­uðu í nótt og morg­un á yf­ir átta­tíu stöð­um í Grikklandi. Tug­þús­und­um hef­ur ver­ið gert að flytja sig um set á nokkr­um eyj­um þar sem mar­trað­ar­kennd­ir eld­ar loga. Tal­ið er að ein­hverj­ir þeirra hafi ver­ið kveikt­ir vís­vit­andi.

Martröð á grískum eyjum
Vítiseldar Fólk fylgist með gróðureldum á Ródos úr fjarlægð. Tugþúsundir hafa orðið að flytja sig um set vegna eldanna á eyjunni. Mynd: AFP

Eftir margra daga hitabylgju og þurrka hafa tugir gróðurelda kviknað á grísku eyjunum, langflestir í gær, sunnudag. Þeir hafa ætt um stór svæði án þess að hægt hafi verið að koma nokkrum vörnum við. Grískir slökkviliðsmenn hafa því staðið í ströngu og fengið liðsinni félaga frá ýmsum Evrópuríkjum, nú síðast frá Bretlandi. Tæplega 500 slökkviliðsmenn eru að störfum í Grikklandi í augnablikinu.

Yfir 2.500 manns voru flutt frá norðurhluta eyjunnar Corfú í nótt, jafnt íbúar sem ferðamenn er þar höfðu ætlað að njóta hins rómaða gríska sumars. Þetta sumar hefur hins vegar verið óvenju heitt, hitinn oftsinnis farið vel yfir 40 gráður, og ekki einn einasti rigningardropi fallið dögum saman.

Vindasamt í stækjunni

Á Corfú hefur verið reynt að nota þyrlur til slökkvistarfsins en það hefur reynst þrautin þyngri að sögn talsmanns slökkviliðsins. Það er vindasamt og steikjandi hitinn í ofanálag hefur gert slökkvistarf sérlega erfitt. Þótt einhverjum böndum hafi tekist að koma á gróðureldana í nótt er óttast að vegna þessara aðstæðna í dag gætu þeir tekið sig upp að nýju og jafnvel sótt í sig veðrið.

Á heimleiðFjölmargir ferðalangar tóku þá ákvörðun að stytta ferðalagið og koma sér heim eftir að hafa þurft að yfirgefa hótel vegna eldanna.

Ástandið hefur hins vegar verið verst á eyjunni Ródos. Þar hafa gróðureldar logað í sex daga í röð og yfir 20 þúsund manns þurft að yfirgefa þau svæði, m.a. vinsæla ferðamannastaði, þar sem þeir eru hvað mestir. Þúsundir hafast enn við í neyðarskýlum eða á flugvöllum og bíða eftir fari til sinna heimalanda.  Gríska loftslagsráðuneytið hefur staðfest að um sé að ræða mestu rýmingu vegna gróðurelda í sögu landsins.

Oftsinnis hefur þurft að rýma svæði með stuttum fyrirvara og stundum hefur fólk verið flutt á einn stað aðeins til þess að þurfa að flýja hann líka vegna þess hve eldarnir fara hratt yfir. Ferðamenn hafa lýst öngþveiti og að of fáar rútur hafi verið sendar til að flytja fólk. Þannig hafi allt að 90 manns verið troðið inn í 50 sæta rútu, svo dæmi sé tekið.

Eldarnir hafa gleypt heimili og hótel í nokkrum þorpum á Ródos og í morgun var enn ekki búið að ná tökum á þeim.

Hiti mældist yfir 40 gráður á 180 stöðum í Grikklandi í gær, sunnudag. Hæsti hiti mældist í smábæ við suðurströnd Grikklands, 46,4 gráður. Hitastigið er skaplegra í dag, víða í kringum 38 gráðurnar en á morgun er aftur spáð hitasvækju. Von er á ögn svalara veðri þegar líður á vikuna.

Hlýnun loftslags af mannavöldum á sinn þátt í því sem er að gerast í Grikklandi. Meðalhitastig á jörðinni hefur þegar hækkað um 1,1 gráðu frá iðnbyltingu. Hitabylgjur munu verða tíðari, heitari og standa lengur.

Evrópa er sú heimsálfa sem hefur hlýnað mest. Þar er nú að meðaltali 2,3 gráðum heitara en fyrir iðnbyltingu að því er fram kemur hjá Alþjóða veðurstofnuninni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár