Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Martröð á grískum eyjum

Gróð­ureld­ar log­uðu í nótt og morg­un á yf­ir átta­tíu stöð­um í Grikklandi. Tug­þús­und­um hef­ur ver­ið gert að flytja sig um set á nokkr­um eyj­um þar sem mar­trað­ar­kennd­ir eld­ar loga. Tal­ið er að ein­hverj­ir þeirra hafi ver­ið kveikt­ir vís­vit­andi.

Martröð á grískum eyjum
Vítiseldar Fólk fylgist með gróðureldum á Ródos úr fjarlægð. Tugþúsundir hafa orðið að flytja sig um set vegna eldanna á eyjunni. Mynd: AFP

Eftir margra daga hitabylgju og þurrka hafa tugir gróðurelda kviknað á grísku eyjunum, langflestir í gær, sunnudag. Þeir hafa ætt um stór svæði án þess að hægt hafi verið að koma nokkrum vörnum við. Grískir slökkviliðsmenn hafa því staðið í ströngu og fengið liðsinni félaga frá ýmsum Evrópuríkjum, nú síðast frá Bretlandi. Tæplega 500 slökkviliðsmenn eru að störfum í Grikklandi í augnablikinu.

Yfir 2.500 manns voru flutt frá norðurhluta eyjunnar Corfú í nótt, jafnt íbúar sem ferðamenn er þar höfðu ætlað að njóta hins rómaða gríska sumars. Þetta sumar hefur hins vegar verið óvenju heitt, hitinn oftsinnis farið vel yfir 40 gráður, og ekki einn einasti rigningardropi fallið dögum saman.

Vindasamt í stækjunni

Á Corfú hefur verið reynt að nota þyrlur til slökkvistarfsins en það hefur reynst þrautin þyngri að sögn talsmanns slökkviliðsins. Það er vindasamt og steikjandi hitinn í ofanálag hefur gert slökkvistarf sérlega erfitt. Þótt einhverjum böndum hafi tekist að koma á gróðureldana í nótt er óttast að vegna þessara aðstæðna í dag gætu þeir tekið sig upp að nýju og jafnvel sótt í sig veðrið.

Á heimleiðFjölmargir ferðalangar tóku þá ákvörðun að stytta ferðalagið og koma sér heim eftir að hafa þurft að yfirgefa hótel vegna eldanna.

Ástandið hefur hins vegar verið verst á eyjunni Ródos. Þar hafa gróðureldar logað í sex daga í röð og yfir 20 þúsund manns þurft að yfirgefa þau svæði, m.a. vinsæla ferðamannastaði, þar sem þeir eru hvað mestir. Þúsundir hafast enn við í neyðarskýlum eða á flugvöllum og bíða eftir fari til sinna heimalanda.  Gríska loftslagsráðuneytið hefur staðfest að um sé að ræða mestu rýmingu vegna gróðurelda í sögu landsins.

Oftsinnis hefur þurft að rýma svæði með stuttum fyrirvara og stundum hefur fólk verið flutt á einn stað aðeins til þess að þurfa að flýja hann líka vegna þess hve eldarnir fara hratt yfir. Ferðamenn hafa lýst öngþveiti og að of fáar rútur hafi verið sendar til að flytja fólk. Þannig hafi allt að 90 manns verið troðið inn í 50 sæta rútu, svo dæmi sé tekið.

Eldarnir hafa gleypt heimili og hótel í nokkrum þorpum á Ródos og í morgun var enn ekki búið að ná tökum á þeim.

Hiti mældist yfir 40 gráður á 180 stöðum í Grikklandi í gær, sunnudag. Hæsti hiti mældist í smábæ við suðurströnd Grikklands, 46,4 gráður. Hitastigið er skaplegra í dag, víða í kringum 38 gráðurnar en á morgun er aftur spáð hitasvækju. Von er á ögn svalara veðri þegar líður á vikuna.

Hlýnun loftslags af mannavöldum á sinn þátt í því sem er að gerast í Grikklandi. Meðalhitastig á jörðinni hefur þegar hækkað um 1,1 gráðu frá iðnbyltingu. Hitabylgjur munu verða tíðari, heitari og standa lengur.

Evrópa er sú heimsálfa sem hefur hlýnað mest. Þar er nú að meðaltali 2,3 gráðum heitara en fyrir iðnbyltingu að því er fram kemur hjá Alþjóða veðurstofnuninni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár