Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Martröð á grískum eyjum

Gróð­ureld­ar log­uðu í nótt og morg­un á yf­ir átta­tíu stöð­um í Grikklandi. Tug­þús­und­um hef­ur ver­ið gert að flytja sig um set á nokkr­um eyj­um þar sem mar­trað­ar­kennd­ir eld­ar loga. Tal­ið er að ein­hverj­ir þeirra hafi ver­ið kveikt­ir vís­vit­andi.

Martröð á grískum eyjum
Vítiseldar Fólk fylgist með gróðureldum á Ródos úr fjarlægð. Tugþúsundir hafa orðið að flytja sig um set vegna eldanna á eyjunni. Mynd: AFP

Eftir margra daga hitabylgju og þurrka hafa tugir gróðurelda kviknað á grísku eyjunum, langflestir í gær, sunnudag. Þeir hafa ætt um stór svæði án þess að hægt hafi verið að koma nokkrum vörnum við. Grískir slökkviliðsmenn hafa því staðið í ströngu og fengið liðsinni félaga frá ýmsum Evrópuríkjum, nú síðast frá Bretlandi. Tæplega 500 slökkviliðsmenn eru að störfum í Grikklandi í augnablikinu.

Yfir 2.500 manns voru flutt frá norðurhluta eyjunnar Corfú í nótt, jafnt íbúar sem ferðamenn er þar höfðu ætlað að njóta hins rómaða gríska sumars. Þetta sumar hefur hins vegar verið óvenju heitt, hitinn oftsinnis farið vel yfir 40 gráður, og ekki einn einasti rigningardropi fallið dögum saman.

Vindasamt í stækjunni

Á Corfú hefur verið reynt að nota þyrlur til slökkvistarfsins en það hefur reynst þrautin þyngri að sögn talsmanns slökkviliðsins. Það er vindasamt og steikjandi hitinn í ofanálag hefur gert slökkvistarf sérlega erfitt. Þótt einhverjum böndum hafi tekist að koma á gróðureldana í nótt er óttast að vegna þessara aðstæðna í dag gætu þeir tekið sig upp að nýju og jafnvel sótt í sig veðrið.

Á heimleiðFjölmargir ferðalangar tóku þá ákvörðun að stytta ferðalagið og koma sér heim eftir að hafa þurft að yfirgefa hótel vegna eldanna.

Ástandið hefur hins vegar verið verst á eyjunni Ródos. Þar hafa gróðureldar logað í sex daga í röð og yfir 20 þúsund manns þurft að yfirgefa þau svæði, m.a. vinsæla ferðamannastaði, þar sem þeir eru hvað mestir. Þúsundir hafast enn við í neyðarskýlum eða á flugvöllum og bíða eftir fari til sinna heimalanda.  Gríska loftslagsráðuneytið hefur staðfest að um sé að ræða mestu rýmingu vegna gróðurelda í sögu landsins.

Oftsinnis hefur þurft að rýma svæði með stuttum fyrirvara og stundum hefur fólk verið flutt á einn stað aðeins til þess að þurfa að flýja hann líka vegna þess hve eldarnir fara hratt yfir. Ferðamenn hafa lýst öngþveiti og að of fáar rútur hafi verið sendar til að flytja fólk. Þannig hafi allt að 90 manns verið troðið inn í 50 sæta rútu, svo dæmi sé tekið.

Eldarnir hafa gleypt heimili og hótel í nokkrum þorpum á Ródos og í morgun var enn ekki búið að ná tökum á þeim.

Hiti mældist yfir 40 gráður á 180 stöðum í Grikklandi í gær, sunnudag. Hæsti hiti mældist í smábæ við suðurströnd Grikklands, 46,4 gráður. Hitastigið er skaplegra í dag, víða í kringum 38 gráðurnar en á morgun er aftur spáð hitasvækju. Von er á ögn svalara veðri þegar líður á vikuna.

Hlýnun loftslags af mannavöldum á sinn þátt í því sem er að gerast í Grikklandi. Meðalhitastig á jörðinni hefur þegar hækkað um 1,1 gráðu frá iðnbyltingu. Hitabylgjur munu verða tíðari, heitari og standa lengur.

Evrópa er sú heimsálfa sem hefur hlýnað mest. Þar er nú að meðaltali 2,3 gráðum heitara en fyrir iðnbyltingu að því er fram kemur hjá Alþjóða veðurstofnuninni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár