Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásmundur Einar ber af sér sakir - „Þess vegna steig ég út úr þessum átökum“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son hef­ur rof­ið þögn­ina eft­ir um­fjöll­un fjöl­miðla um ásak­an­ir sem sett­ar eru fram á hend­ur hon­um í hlað­varp­inu Lömb­in þagna ekki. Þar er hann með­al ann­ars sak­að­ur um inn­brot. Í yf­ir­lýs­ingu Ásmund­ar Ein­ars seg­ir hann þær fjöl­skyldu­deil­ur sem þarna er fjall­að um séu hon­um óvið­kom­andi og vek­ur at­hygli á að hann hafi aldrei ver­ið ákærð­ur fyr­ir neitt í þessu sam­hengi.

Ásmundur Einar ber af sér sakir - „Þess vegna steig ég út úr þessum átökum“
Aldrei verið ákærður Ásmundur Einar Daðason segist aldrei hafa verið ákærður fyrir neitt í þessu samhengi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ segir í yfirlýsingu sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sent frá sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Yfirlýsingin er send frá netfangi hans hjá ráðuneytinu.

Að baki hlaðvarpinu eru þrjár systur, tengdar Ásmundi Einari, þar sem þær fjalla um deilur um jörðina Lambeyri í Dölum.

Sakaður um innbrot

Þær sendu tilkynningu til fjölmiðla þegar fyrstu þátturinn kom út á dögunum. Í kynningu á honum segir: „Réttlætishlaðvarpið "Lömbin þagna ekki" segir sannleikann um ættardeilur Ásmundar Einars Daðasonar, ráðherra Framsóknarflokksins. Í fyrsta þætti er fjallað um upphaf átakanna, þ.e. þegar afi Ásmundar fellur frá. Meðal annars er farið yfir það þegar Ásmundur var staðinn að verki við innbrot, hvernig Daði Einarsson (faðir ráðherra) kom ættarjörðinni í þrot, og því er lýst þegar Ásmundur hóf að sýsla með annarra manna fé án leyfis.“

Þá hafa bæði Mbl.is og Vísir.is birt fréttir um að þeir hafi ekki náð tali af Ásmundi Einari vegna málsins.

Vonar að þessu ljúki sem fyrst

Í yfirlýsingunni sem hann sendir frá sér nú segist hann hafa í upphafi tekið afstöðu með föður sínum. „Engu að síður er langt síðan mér var það ljóst að nærvera mín í þessum ágreiningi gerði hvorki mér, fjölskyldu minni, né öðrum nokkurt gagn. Þess vegna steig ég út úr þessum átökum í eitt skipti fyrir öll fyrir mörgum árum síðan og mun ekki tjá mig um málið á öðrum vettvangi en þeim sem þar til bærir opinberir aðilar kunna mögulega að leita eftir. Ég á mér fyrst og fremst þá einlægu von að þessum fjölskylduharmleik ljúki sem allra fyrst,“ segir hann.

Þá segist Ásmundur Einar aldrei hafa „verið ákærður fyrir ólögmætt athæfi vegna þessara deilna né heldur yfirheyrður vegna einhverra málsatvika.“

„Enda þótt reynt sé að bendla mig við þetta mál, væntanlega til þess að beina að því sterkara kastljósi en ella, mun ég ekki glæða þá elda sem nú er reynt að kveikja með útskýringum né heldur með því að bera af mér endurteknar rangar sakargiftir,“ segir þar ennfremur.

Var bóndi á Lambeyri

Eins og Stundin, annar forveri Heimildarinnar, fjallaði um árið 2017 um þá var Ásmundur Einar var bóndi á Lambeyri þar til árið 2009 þegar hann settist á þing fyrir Vinstri græn en reksturinn á jörðinni var skráður á föður hans, Daða Einarsson. Jörðin sjálf var hins vegar í eigu félagsins Lambeyrar ehf. sem er í eigu Daða og systkina hans allra, sem eru 8 talsins: Daða, Skúla, Jóhönnu, Jónínu, Ólafar, Valdísar  Svanborgar og Valdimars.  Reksturinn var sem sagt í sérstöku félagi sem Daði átti einn, Ásmundur Einar bjó svo á jörðinni til ársins 2009, en systkinin öll voru skráðir eigendur jarðarinnar og leigðu hana til félags Daða í gegnum eignarhaldsfélag. 

Búið sem Daði rak á jörð­inni varð gjald­þrota og missti hann í kjöl­far­ið eign­ar­hlut sinn í jörð­inni yf­ir til systkina sinna sjö. Bróð­ir Daða hefur vænt feðg­ana um inn­brot í íbúð­ar­hús á Lambeyr­um, líkt og systurnar gera nú.

Hér má lesa nánar um málið:

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
    Það hefur nú komið fram að þar stendur hnífurinn í kúnni að,, lögreglan vann hugsanlega ekki sína vinnu hugsanlega ekki af heilindum vegna stéttar og stöðu Ásmundar Daða.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Yfirlýsing Ásmundar Daða er í véfréttastíl. Hann hafi að vísu tekið fullan þátt í aðgerðum með föður sínum, en hafi síðan hætt, þegar hann áttaði sig á, að hann kynni að vera þátttakandi í vafasömu athæfi. Aðalatriði sé, að hann hafi (enn þá?) ekki verið kærður til lögreglunnar eða dæmdur.
    4
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Yfirlýsingin er sent frá netfangi hans hjá ráðuneytinu."
    - Skyldi hann misnota aðstöðu sína í ráðuneytinu til fleiri hluta?
    3
    • Haukur Haraldsson skrifaði
      Hvernig getur það verið misnota aðstöðu sína sð nota persónulegt netfang sitt?
      0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Svar ráðherrans er sannarlega athyglisvert !!!!!!!!!!

    Það að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður eða ákærður þýðir engan veginn að hann sé saklaus af því sem hann er sakaður um.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
3
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár