Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ása sækir um skilnað frá Heuermann - „Þær fundu fyrir viðbjóði og upplifðu skömm“

Ása Guð­björg Ell­erup hef­ur sótt um skiln­að frá eig­in­manni sín­um, Rex Heu­er­mann, sem er grun­að­ur um hræði­leg morð á Gil­go-strönd­inni á Long Is­land. Lög­regl­an tel­ur að fjöl­skyld­an hafi ekki vit­að um ódæð­isverk heim­il­is­föð­ur­ins. Eng­inn hef­ur heim­sótt hann í fang­els­ið.

Ása sækir um skilnað frá Heuermann - „Þær fundu fyrir viðbjóði og upplifðu skömm“
Í gæsluvarðhaldi Rex Heuermann kemur næst fyrir dómara 1. ágúst. Mynd: Rex Heuermann Consultants & Associates

Ása Guðbjörg Ellerup hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Rex Heuermann sem grunaður er um að hafa myrt fjórar ungar konur. Þau voru gift í 27 ár. CNN greinir frá þessu. Ákærur hafa verið gefnar út gegn Heuermann vegna þriggja af konunum fjórum en reiknað er með að hann verði einnig ákærður fyrir að myrða þá fjórðu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli þar sem áratugur er síðan lík þeirra fundust og morðingi þeirra einfaldlega kallaður Gilgo-strandar morðinginn. 

Samkvæmt lögreglunni í Suffolk-sýslu vissi Ása að líkindum ekkert um að eiginmaður hennar lifði tvöföldu lífi, annars vegar sem arkitekt og heimilisfaðir, en hins vegar sem grunaður raðmorðingi. 

„Ef þú spyrð mig, þá trúi ég ekki að þau hafi vitað um þetta tvöfalda líf sem hann lifði,“ segir Rodney Harrison, lögreglumaður í Suffolk-sýslu. 

Á blaðamannafundi lögreglunnar á föstudag sagði Harrison: „Dömur mínar og herrar. Rex Heuermann er djöfull sem gengur á meðal vor – rándýr sem hefur rústað fjölskyldum“.

Lögregluyfirvöld hafa þó ekki útilokað neitt og rannsókn stendur enn yfir á því „hvort fjölskyldan hafi vitað af því sem Heuermann var að gera,“ segir Harrison í samtali við CNN.

Ása Guðbjörg Hellerup

Ása sótti um skilnað í gær, miðvikudag, viku eftir handtöku Heuermann. Lögmaður hennar, Robert Macedonio, segir henni hafa brugðið mjög við að heyra af því sem eiginmaður hennar er sakaður um. Óafvitandi hafi hún hjálpað til við rannsóknina því það voru hár úr henni sem fundust á líkum kvennanna sem lögreglan gat þá tengt við Heuermann.

Ása og Heuermann giftu sig í apríl 1996. Síðan þá hafa þau búið á æskuheimili hans í úthverfi Massapequa Park á Long Island ásamt syni Ásu og dóttur sem þau eiga saman. 

Fjölskyldan hélt sig út af fyrir sig

Samkvæmt Long Island Press segja nágrannar heimilið vera „krípí“ og engu viðhaldi þar sinnt. Þá hafi fjölskyldan verið fjarræn. „Þau héldu sig út af fyrir sig. Við sáum aldrei neitt grunsamlegt,“ segir Frankie Musto, nágranni þeirra, við miðilinn.

Harrison lögreglumaður sagði við CNN á mánudag að hann hafi fengið þær upplýsingar að þegar Ásu og dóttur þeirra hafi verið sagt frá glæpunum sem Heuermann er sakaður um hafi þeim „verið mjög brugðið, þær fundu fyrir viðbjóði og upplifðu skömm“. Vegna þessara viðbragða telur hann að þær hafi ekkert vitað. 

Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á reynslulausn. Þegar hann var leiddur fyrir dómara lýsti hann sig saklausan. Hann kemur næst fyrir dóm þann 1. ágúst. 

Heuermann hefur ekki fengið neina gesti í fangelsið. Hann má hringja tvö símtöl á dag en óljóst er hvort hann hefur nýtt sér það.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár