Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ása sækir um skilnað frá Heuermann - „Þær fundu fyrir viðbjóði og upplifðu skömm“

Ása Guð­björg Ell­erup hef­ur sótt um skiln­að frá eig­in­manni sín­um, Rex Heu­er­mann, sem er grun­að­ur um hræði­leg morð á Gil­go-strönd­inni á Long Is­land. Lög­regl­an tel­ur að fjöl­skyld­an hafi ekki vit­að um ódæð­isverk heim­il­is­föð­ur­ins. Eng­inn hef­ur heim­sótt hann í fang­els­ið.

Ása sækir um skilnað frá Heuermann - „Þær fundu fyrir viðbjóði og upplifðu skömm“
Í gæsluvarðhaldi Rex Heuermann kemur næst fyrir dómara 1. ágúst. Mynd: Rex Heuermann Consultants & Associates

Ása Guðbjörg Ellerup hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Rex Heuermann sem grunaður er um að hafa myrt fjórar ungar konur. Þau voru gift í 27 ár. CNN greinir frá þessu. Ákærur hafa verið gefnar út gegn Heuermann vegna þriggja af konunum fjórum en reiknað er með að hann verði einnig ákærður fyrir að myrða þá fjórðu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli þar sem áratugur er síðan lík þeirra fundust og morðingi þeirra einfaldlega kallaður Gilgo-strandar morðinginn. 

Samkvæmt lögreglunni í Suffolk-sýslu vissi Ása að líkindum ekkert um að eiginmaður hennar lifði tvöföldu lífi, annars vegar sem arkitekt og heimilisfaðir, en hins vegar sem grunaður raðmorðingi. 

„Ef þú spyrð mig, þá trúi ég ekki að þau hafi vitað um þetta tvöfalda líf sem hann lifði,“ segir Rodney Harrison, lögreglumaður í Suffolk-sýslu. 

Á blaðamannafundi lögreglunnar á föstudag sagði Harrison: „Dömur mínar og herrar. Rex Heuermann er djöfull sem gengur á meðal vor – rándýr sem hefur rústað fjölskyldum“.

Lögregluyfirvöld hafa þó ekki útilokað neitt og rannsókn stendur enn yfir á því „hvort fjölskyldan hafi vitað af því sem Heuermann var að gera,“ segir Harrison í samtali við CNN.

Ása Guðbjörg Hellerup

Ása sótti um skilnað í gær, miðvikudag, viku eftir handtöku Heuermann. Lögmaður hennar, Robert Macedonio, segir henni hafa brugðið mjög við að heyra af því sem eiginmaður hennar er sakaður um. Óafvitandi hafi hún hjálpað til við rannsóknina því það voru hár úr henni sem fundust á líkum kvennanna sem lögreglan gat þá tengt við Heuermann.

Ása og Heuermann giftu sig í apríl 1996. Síðan þá hafa þau búið á æskuheimili hans í úthverfi Massapequa Park á Long Island ásamt syni Ásu og dóttur sem þau eiga saman. 

Fjölskyldan hélt sig út af fyrir sig

Samkvæmt Long Island Press segja nágrannar heimilið vera „krípí“ og engu viðhaldi þar sinnt. Þá hafi fjölskyldan verið fjarræn. „Þau héldu sig út af fyrir sig. Við sáum aldrei neitt grunsamlegt,“ segir Frankie Musto, nágranni þeirra, við miðilinn.

Harrison lögreglumaður sagði við CNN á mánudag að hann hafi fengið þær upplýsingar að þegar Ásu og dóttur þeirra hafi verið sagt frá glæpunum sem Heuermann er sakaður um hafi þeim „verið mjög brugðið, þær fundu fyrir viðbjóði og upplifðu skömm“. Vegna þessara viðbragða telur hann að þær hafi ekkert vitað. 

Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á reynslulausn. Þegar hann var leiddur fyrir dómara lýsti hann sig saklausan. Hann kemur næst fyrir dóm þann 1. ágúst. 

Heuermann hefur ekki fengið neina gesti í fangelsið. Hann má hringja tvö símtöl á dag en óljóst er hvort hann hefur nýtt sér það.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
3
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
9
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
9
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
10
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár