Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sátt Íslandsbanka var ekki traustsyfirlýsing

Nýr banka­stjóri Ís­lands­banka tek­ur ekki und­ir mál­flutn­ing for­vera síns um að sátt bank­ans við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið hafi inni­bor­ið trausts­yf­ir­lýs­ingu í garð bank­ans og stjórn­enda hans. Jón Guðni Óm­ars­son seg­ir bank­ann hafa gert mis­tök í upp­lýs­inga­gjöf og sam­skipt­um. Sýna hefði átt auð­mýkt í stað þess að fara í vörn.

Sátt Íslandsbanka var ekki traustsyfirlýsing
Sjálfsskoðun Betur hefði farið á því að Íslandsbanki færi í sjálfsskoðun heldur en vörn. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Því fer fjarri að hægt sé að túlka sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sem traustsyfirlýsingu á störf bankans, þrátt fyrir yfirlýsingar fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, Birnu Einarsdóttur, þar um. Þetta segir Jón Guðni Ómarsson, sem tók við bankastjórastöðunni af Birnu.

„Ég held að það sé alveg augljóst að við gerðum mistök í því hvernig við brugðumst við sáttinni, bæði í upphafi og síðan við birtinguna. Þegar að þessi skýrsla kemur þá fær fólk visst áfall, og í staðinn fyrir að sýna auðmýkt þá fórum við í vörn. Eftir á að hyggja hefði verið klárlega betra að fara strax í sjálfsskoðun, átta sig á hvað gerðist, sýna auðmýkt í staðinn fyrir varnarviðbrögð,“ segir Jón Guðni í viðtali við Heimildina.

Ekki er hægt að hrósa viðbrögðum Íslandsbanka í kjölfar þess að sátt bankans vegna brota við útboðsferli á hlut ríkisins í bankanum var birt. Þannig liðu margir dagar liðu án þess að bankinn bæðist afsökunar á að hafa brotið af sér, brot sem voru það alvarleg að fjármálaeftirlitið sektaði bankann um tæplega 1,2 milljarða króna.

„Nei, ég get ekki sagt það“
Jón Guðni Ómarsson
um hvort sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlitið geti talist traustsyfirlýsing

Spurður hvernig hafi staðið á því að ekki var betur staðið að málum, hvort stjórnendur Íslandsbanka hafi ekki hlotið að gera sér grein fyrir því hvers konar álitshnekki og traustsmissi bankinn gæti orðið fyrir, svarar Jón Guðni að hann sjálfur hafi ekki verið inni í undirbúningi að viðbrögðum vegna birtingu sáttarinnar. „Aftur, þá tel ég að það hafi verið varnarviðbrögð uppi frekar en að fólk hafi sýnt næga auðmýkt.“

Ef þú hefðir verið orðinn bankastjóri á þessum tíma, hefðir þú þá lagt þá línu að bankinn myndi einfaldlega biðjast auðmjúklega afsökunar á þeim brotum sem voru framin?

„Ég held að það sé ómögulegt fyrir mig að ætla að þykjast vera vitur eftir á og segja að ég hefði gert allt rétt. Það sem ég get gert er að bregðast við aðstæðum núna og eins og ég hef sagt áður þá finnst mér alveg klárt mál að við eigum að biðjast afsökunar á þessum brotum.“

Þannig að ef ég spyr þig hreint út: Biðst þú afsökunar á brotum bankans?

„Já, ég biðst afsökunar á þeim.“

En tekur þú undir það að sáttin sé á einhvern hátt traustsyfirlýsing við Íslandsbanka?

„Nei, ég get ekki sagt það.“ 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Þeim er nær, að ráða gamla bankaræningja sem stjórnarmenn í banka, kann það góðri lukku að stýra?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár