Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Erfið ganga að stórbrotnu útsýni

Um 4.000 manns hafa nú þeg­ar geng­ið Mera­dala­leið upp að gos­inu við Litla Hrút, sam­kvæmt mæl­ingu Ferða­mála­stofu. Göngu­leið­in er lok­uð sem stend­ur vegna meng­un­ar frá gróð­ureld­um á svæð­inu.

Þó hægt sé að ganga að eldgosinu við Litla-Hrút á Reykjanesi úr mörgum áttum mælast almannavarnir til þess að fólk gangi einungis Meradalaleið sem hefst við bílastæðið við Suðurstrandarveg. 

Umferð almennings um svæðið er óheimil sem stendur vegna mengunar frá gróðureldum á svæðinu sem getur verið fólki hættuleg, hættulegri en gosmengunin sjálf, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna. Ákvörðun um það hvort gönguleiðin verði opnuð að nýju verður tekin í fyrramálið.

Hjördís segir að gönguleiðin geti verið erfið. Hún er um níu kílómetra löng aðra leið og tekur fimm til sjö klukkustundir. Fólk hefur komið til baka örþreytt og jafnvel lent í óhöppum á leiðinni. Hjördís segir því mikilvægt að fólk velji Meradalaleið svo viðbragðsaðilar viti alltaf hvar fólk er. 

ÚtsjónarsemiFólk gengur ekki einungis að gosstöðvunum. Sumir hjóla.

„Maður heyrir af því að fólk sé að mæla með öðrum gönguleiðum, en það er ekki gott því þá hafa viðbragðsaðilar ekki sömu yfirsýn,“ segir Hjördís. „Það þarf að hugsa þetta til enda. Það er eitt að komast upp að eldgosinu en svo er annað að komast líka til baka.“

Hvernig á fólk að vera búið?

„Eins og það sé að fara í alvöru göngu. Þó það sé gott veður þegar þú byrjar þá þýðir það ekki að það verði gott veður þegar þú labbar til baka,“ segir Hjördís og biðlar til fólks að taka með sér vatn, enda er ekkert slíkt á leiðinni. 

Ekki staður fyrir lítil börn

Nokkuð hefur verið um að fólk hafi ætlað að taka með sér ung og jafnvel ómálga börn að gosstöðvunum. Hjördís segir það ekki skynsamlegt. „Þetta er ekki staður fyrir lítil börn til að vera á.“

Ástæðan er fyrst og fremst gasmengunin sem getur farið illa í viðkvæm ung lungu. 

En í bili er mengunin á svæðinu hættuleg öllum og því óheimilt að ganga upp að gosinu. Hvort helgarferðir að gosinu verði mögulegar er enn ómögulegt að segja til um.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eldgos við Litla-Hrút

Fóru á rafmagnshjólastólum í átt að glóandi hrauninu
FréttirEldgos við Litla-Hrút

Fóru á raf­magns­hjóla­stól­um í átt að gló­andi hraun­inu

Andri Val­geirs­son og Hall­grím­ur Ey­munds­son lögðu af stað í ferða­lag í átt að eld­gos­inu við Litla-Hrút á raf­magns­hjóla­stól­um um síð­ustu helgi. Ferð­in gekk stór­áfalla­laust fyr­ir sig, þó þeir hafi kast­ast að­eins til í stól­un­um vegna tor­færs lands­lags og hleðsl­an á raf­hlöð­um stól­anna hafi klár­ast á baka­leið­inni. Andri kall­ar eft­ir því að að­gengi að ís­lensk­um nátt­úruperl­um verði bætt, svo fólk sem not­ast við hjóla­stól geti feng­ið að sjá land­ið eins og gang­andi fólk.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár