Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er þetta terta?

Sófa­kartafl­an rýn­ir í Net­flix. Að þessu sinni þætt­ina: Er þetta kaka?

Er þetta terta?

Getur verið að himnarnir hafi opnast og kraftaverk átt sér stað? Ef ekki, þá veit ég ekki hvernig það atvikaðist að einhver hjá Netflix samþykkti aðra seríu af hveitibruðlsþáttunum Is it cake?

En ég spyr engra spurninga og fagna bara ákaft úr bólstruðu hásæti mínu. Snúningssviðið snýst og ljósin blika, eftirvænting liggur í loftinu. Ótrúlegir kökugerðarmeistarar, sumir á barmi gjaldþrots sökum áhugamálsins, eru samankomnir til að baka, vinna pening og plata dómara. Þau hafa augljóslega varið sínum tíu þúsund stundum í raunsæiskökuskreytingar og geta látið kökur líta út fyrir að vera hvað sem er.

Stjórnandi þáttanna er hinn ógeðþekki Saturday Night Live-meðlimur og maðurinn á bak við sjöttu Home Alone-myndina, Mikey Day. Hans hlutverk í Er þetta terta? felst í því að ryðja út úr sér lélegum bröndurum og dúndra stórum hníf í hitt og þetta til að sanna hvort hlutur sé terta eða til dæmis fótskemill (raunverulegt dæmi). Þátturinn sameinar því tvö af mínum helstu áhugamálum: Kökur og ósjarmerandi fólk í fjölmiðlum.

Mér finnst fátt jafn áhugavert og að fylgjast með persónutöfrasnauðum aðilum reyna að vera skemmtilegir. Hvað einkennir þetta fólk? spyrð þú með eftirvæntingu og það er mér ljúf skylda að svara: Þau brosa breitt en brosið nær aldrei til augnanna. Raddirnar eru hvellar og gleðisnauðar. Allt bendir til þess að þau séu á rangri hillu í lífinu en áfram þramma þau samt.

Ég fæ ekki nóg af þessu. Peningarnir sem kökunördarnir geta unnið eru engar svimandi háar upphæðir. Þetta eru í mesta lagi 10.000 bandaríkjadalir á þátt, ef þau vinna, og ég get ekki ímyndað mér að neinn gæti reddað sér út úr bakarísgjaldþroti með þessu skotsilfri. Mér reiknast til að þetta dugi í mesta lagi fyrir einni fjölskylduferð til Tenerife. Í hverjum þætti mæta svo þrjár Netflix-þáttastjörnur og dæma. Ég skemmti mér alltaf konunglega þegar dómararnir átta sig á lögmáli þáttanna. Ef þau eru góð í sínu starfi, þ.e.a.s. að bera kennsl á hvað sé terta og hvað sé hlutur, þá tapa bakarameistararnir. Þeirra starf er því að valda vonbrigðum og það er örugglega erfitt fyrir stjörnur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár