Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óvæntur glaðningur frá meginlandinu

Doktor Gunni rýn­ir í Frag­ments og A Janitor’s Mani­festo ...

Óvæntur glaðningur frá meginlandinu

Alltaf er gaman þegar óvæntur glaðningur berst manni í hendur, að þessu sinni tvær skemmtilegar plötur frá fólki sem maður vissi ekki einu sinni að væri til, fyrr en plöturnar þeirra duttu í hausinn á manni, lokkandi, listrænar og báðar á vínyl í gríðarflottum umbúðum. Smekkleysa, útgáfufyrirtæki Sykurmolanna frá 1986, hefur lítið gefið út af poppi eða rokki síðasta áratuginn eða svo, en þaðan kemur nú fyrsta plata tríósins Virgin Orchestra. Meðlimirnir, þau Stefanía Pálsdóttir, Starri Holm og Rún Árnadóttir, stilltu saman strengi þegar þau voru við nám í Listaháskólanum. Fragments platan var tekin upp í Funkhaus hljóðverinu í Berlín síðasta sumar og sveitin hefur undanfarið verið nokkuð iðin við tónleikahald.

Virgin Orchestra - Fragments

Útgefandi: Smekkleysa

★★★

Grásvört stemning

Hljóðheimurinn er grásvartur og í beinum karllegg af ensku „gothi“; tónlist sem kom í kjölfar pönksins og dafnaði í Englandi snemma á níunda áratugnum. Eitthvað hafa þessir krakkar líklega hlustað á Bauhaus, Siouxsie & The Banshees og kannski sérstaklega meistaraverk The Cure, plötuna Faith, sem hefur álíka grátóna, dramatískt og tregafullt yfirbragð. Endurtekningasamt drón í anda Velvet Underground og My Bloody Valentine er líka krydd í þessari kássu.

Gjallandi kvenrödd, þokkafullt selló, rifnir gítarar (stundum brimbrettarokks-legir),hljóðgerflar og trommuheilar mynda hljóðheiminn. Í einu lagi er reyndar „alvöru“ trommari, Sveinbjörn Thorarensen, og ég er ekki frá því að lögin væru betri með trommara, trommuheilar eiga það til að vera takmarkaðir. Lögin gera meira út á stemningu heldur en leit að grípandi melódíum og yfir það heila er þetta ljómandi drungapakki með mörgum skínandi sprettum. Ég er samt viss um að næsta plata verður enn þá betri.

Gunnar Gunnsteinsson - A Janitor’s Manifesto

Útgefandi: Futura Resistenza

★★★★

Mikið hugmyndaflug

Gunnar Gunnsteinsson ílengdist í Hollandi eftir tónlistarnám og vann um tíma fyrir sér sem skúrandi húsvörður meðfram listalífinu. Hann kemur úr tilraunakenndum tónsmíða-kreðsum en fékk þá hugmynd 2016 að reyna að gera hreinræktaða poppplötu. Gunnar rak sig snemma á að poppgerð er erfiðari en hún lítur út fyrir að vera og því er útkoman, sem tók sex ár í smíðum, algjört ólíkindatól, sprellandi skemmtilegur blendingur þar sem nánast allt er leyfilegt.

Strax í upphafi heyrist að von er á góðu. Opnunarlagið, I Believe In A Better World, er hoppandi kátt eins og listrænt evrópskt bíó – jafnvel teiknimynd – og textinn mikill bálkur um sambandsslit og kaflaskil í lífinu (Gunnar er nú fluttur til Íslands). Textarnir á plötunni eru allir mjög skemmtilegir og lifandi, það er boðið upp á mikið hugmyndaflug og góðar pælingar; stemningin frá léttlyndum galsa yfir í einmanaleika og eftirsjá.

Útblásinn listahvalur

Gunnar vefur sinn tónlistarvef með öllum fáanlegum tólum. Hann virðist hafa spilað þetta allt inn sjálfur (engir aukahljóðfæraleikarar eru allavega tilgreindir), aðallega á hljómborð og forrit heyrist mér. Hin 35 mínútna plata líður hratt í ævintýramennsku og skemmtilegheitum. Bæði er boðið upp á sungin (eða töluð) lög, orðlaus lög og stuttar tilraunir eða vettvangsupptökur. Næst kemst Gunnar hefðbundnu poppi í laginu Á Speed Dial, sem ætti að toppa alla vinsældalista ef einhver sanngirni væri í heiminum (sem er auðvitað ekki og hefur aldrei verið) – frábært lag og texti. A Letter To ABBA er verulega gott í miðevrópskum díet nasista-gír og Niðursoðið landslag hljómar eins og Klaus Wunderlich á djöflasýru í vondum félagsskap.

Stefnuyfirlýsing húsvarðar er sem sagt algjör hvalreki, útblásinn listahvalur í íslenskri fjöru og ein af allra bestu plötum ársins. Hlauptu beint út í plötubúð!

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
2
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár