Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óvæntur glaðningur frá meginlandinu

Doktor Gunni rýn­ir í Frag­ments og A Janitor’s Mani­festo ...

Óvæntur glaðningur frá meginlandinu

Alltaf er gaman þegar óvæntur glaðningur berst manni í hendur, að þessu sinni tvær skemmtilegar plötur frá fólki sem maður vissi ekki einu sinni að væri til, fyrr en plöturnar þeirra duttu í hausinn á manni, lokkandi, listrænar og báðar á vínyl í gríðarflottum umbúðum. Smekkleysa, útgáfufyrirtæki Sykurmolanna frá 1986, hefur lítið gefið út af poppi eða rokki síðasta áratuginn eða svo, en þaðan kemur nú fyrsta plata tríósins Virgin Orchestra. Meðlimirnir, þau Stefanía Pálsdóttir, Starri Holm og Rún Árnadóttir, stilltu saman strengi þegar þau voru við nám í Listaháskólanum. Fragments platan var tekin upp í Funkhaus hljóðverinu í Berlín síðasta sumar og sveitin hefur undanfarið verið nokkuð iðin við tónleikahald.

Virgin Orchestra - Fragments

Útgefandi: Smekkleysa

★★★

Grásvört stemning

Hljóðheimurinn er grásvartur og í beinum karllegg af ensku „gothi“; tónlist sem kom í kjölfar pönksins og dafnaði í Englandi snemma á níunda áratugnum. Eitthvað hafa þessir krakkar líklega hlustað á Bauhaus, Siouxsie & The Banshees og kannski sérstaklega meistaraverk The Cure, plötuna Faith, sem hefur álíka grátóna, dramatískt og tregafullt yfirbragð. Endurtekningasamt drón í anda Velvet Underground og My Bloody Valentine er líka krydd í þessari kássu.

Gjallandi kvenrödd, þokkafullt selló, rifnir gítarar (stundum brimbrettarokks-legir),hljóðgerflar og trommuheilar mynda hljóðheiminn. Í einu lagi er reyndar „alvöru“ trommari, Sveinbjörn Thorarensen, og ég er ekki frá því að lögin væru betri með trommara, trommuheilar eiga það til að vera takmarkaðir. Lögin gera meira út á stemningu heldur en leit að grípandi melódíum og yfir það heila er þetta ljómandi drungapakki með mörgum skínandi sprettum. Ég er samt viss um að næsta plata verður enn þá betri.

Gunnar Gunnsteinsson - A Janitor’s Manifesto

Útgefandi: Futura Resistenza

★★★★

Mikið hugmyndaflug

Gunnar Gunnsteinsson ílengdist í Hollandi eftir tónlistarnám og vann um tíma fyrir sér sem skúrandi húsvörður meðfram listalífinu. Hann kemur úr tilraunakenndum tónsmíða-kreðsum en fékk þá hugmynd 2016 að reyna að gera hreinræktaða poppplötu. Gunnar rak sig snemma á að poppgerð er erfiðari en hún lítur út fyrir að vera og því er útkoman, sem tók sex ár í smíðum, algjört ólíkindatól, sprellandi skemmtilegur blendingur þar sem nánast allt er leyfilegt.

Strax í upphafi heyrist að von er á góðu. Opnunarlagið, I Believe In A Better World, er hoppandi kátt eins og listrænt evrópskt bíó – jafnvel teiknimynd – og textinn mikill bálkur um sambandsslit og kaflaskil í lífinu (Gunnar er nú fluttur til Íslands). Textarnir á plötunni eru allir mjög skemmtilegir og lifandi, það er boðið upp á mikið hugmyndaflug og góðar pælingar; stemningin frá léttlyndum galsa yfir í einmanaleika og eftirsjá.

Útblásinn listahvalur

Gunnar vefur sinn tónlistarvef með öllum fáanlegum tólum. Hann virðist hafa spilað þetta allt inn sjálfur (engir aukahljóðfæraleikarar eru allavega tilgreindir), aðallega á hljómborð og forrit heyrist mér. Hin 35 mínútna plata líður hratt í ævintýramennsku og skemmtilegheitum. Bæði er boðið upp á sungin (eða töluð) lög, orðlaus lög og stuttar tilraunir eða vettvangsupptökur. Næst kemst Gunnar hefðbundnu poppi í laginu Á Speed Dial, sem ætti að toppa alla vinsældalista ef einhver sanngirni væri í heiminum (sem er auðvitað ekki og hefur aldrei verið) – frábært lag og texti. A Letter To ABBA er verulega gott í miðevrópskum díet nasista-gír og Niðursoðið landslag hljómar eins og Klaus Wunderlich á djöflasýru í vondum félagsskap.

Stefnuyfirlýsing húsvarðar er sem sagt algjör hvalreki, útblásinn listahvalur í íslenskri fjöru og ein af allra bestu plötum ársins. Hlauptu beint út í plötubúð!

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár