Stjórn Íslandsspila, sem rekin eru af Rauða krossinum og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, telur brýnt að jafna aðstöðumun á milli sín og Happadrættis Háskóla Íslands þegar kemur að rekstri spilakassa. Að öðrum kosti muni íslenska ríkið þurfa að endurhugsa fjármögnun samtakanna til framtíðar litið. Yfirvöld eru með sérstakan samning við félögin tvö vegna almannavarna og hafa þau því skyldum að gegna gagnvart stjórnvöldum.
Þetta kemur fram í umsögn um drög að breytingum á reglugerð dómsmálaráðuneytisns um Íslandsspil sem eru í samráðsgátt stjórnvalda og Þorsteinn Þorkelsson, stjórnarformaður Íslandsspila, skrifar undir fyrir hönd stjórnar. Umsagnaferli er lokið og eru niðurstöður í vinnslu.
Eins og Heimildin hefur fjallað um verða hámarksvinningar í spilakössum Íslandsspila hækkaðir úr 300 þúsund krónum upp í 5 milljónir samkvæmt drögunum frá ráðuneytinu. Hámarksvinningar í spilakössum HHÍ eru í framkvæmd 17 milljónir en ekkert hámark er á vinningunum í reglugerð. …
Athugasemdir (1)