Segja almannavarnir í hættu nema spilakassareglur verði samrýmdar

Tekj­ur Ís­lands­spila hafa minnk­að um 70% frá alda­mót­um. Stjórn fé­lags­ins rek­ur tekjutap­ið til þess að Happ­drætti Há­skóla Ís­lands hafi ár­ið 1999 neit­að að end­ur­nýja sam­komu­lag á spila­kassamark­aði um að hvor­ug­ur að­ili myndi stækka of mik­ið á kostn­að hins. Síð­an þá hafi hagn­að­ur HHÍ vax­ið mik­ið. Stjórn Ís­lands­spila seg­ir eig­end­ur sína, Rauða kross­inn og Slysa­varn­ar­fé­lag­ið Lands­björgu, ekki geta sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu nema að­stöðumun­ur á spila­kassamark­aði sé leið­rétt­ur.

Segja almannavarnir í hættu nema spilakassareglur verði samrýmdar
Samkeppni Rauði krossinn og Slysavarnarfélagið Landsbjörg reka Íslandsspil. Þau segjast óttast að geta ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu nema reglur á spilakassamarkaði verði samrýmdar. Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Stjórn Íslandsspila, sem rekin eru af Rauða krossinum og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, telur brýnt að jafna aðstöðumun á milli sín og Happadrættis Háskóla Íslands þegar kemur að rekstri spilakassa. Að öðrum kosti muni íslenska ríkið þurfa að endurhugsa fjármögnun samtakanna til framtíðar litið. Yfirvöld eru með sérstakan samning við félögin tvö vegna almannavarna og hafa þau því skyldum að gegna gagnvart stjórnvöldum.

Þetta kemur fram í umsögn um drög að breytingum á reglugerð dómsmálaráðuneytisns um Íslandsspil sem eru í samráðsgátt stjórnvalda og Þorsteinn Þorkelsson, stjórnarformaður Íslandsspila, skrifar undir fyrir hönd stjórnar. Umsagnaferli er lokið og eru niðurstöður í vinnslu.

Eins og Heimildin hefur fjallað um verða hámarksvinningar í spilakössum Íslandsspila hækkaðir úr 300 þúsund krónum upp í 5 milljónir samkvæmt drögunum frá ráðuneytinu. Hámarksvinningar í spilakössum HHÍ eru í framkvæmd 17 milljónir en ekkert hámark er á vinningunum í reglugerð. …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PJ
    Pétur Jósafatsson skrifaði
    Finnst fólki eðlilegt að almannavarnir séu fjármagnaðar af spilafíklum?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár