Greinargerð Sigurðar Þórðarssonar, setts ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol er komin fram. Henni hefur verið haldið frá almenningi, þrátt fyrir ítrekuð lögfræðileg álit um að birta eigi skýrsluna. Skýrslan var birt rétt um klukkan tvö í dag og hér fyrir neðan birtast lifandi uppfærslur með fréttum úr skýrslunni.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, var sú sem fyrst birti skýrsluna. Það gerði hún á vef flokksins. Heimildin nálgaðist eintak af skýrslunni þar. Hægt er að nálgast eintak af skýrslunni hér.
Spurningin er ekki hvort keisarinn er berassaður heldur hvort þjóðin vilji að henni sé stjórnað og beri skilyrðislaust traust.... til kurteisra nauðgara ?