Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óli Björn segir Svandísi hafa gert atlögu að stjórnarsamsamstarfinu

Þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir mat­væla­ráð­herra hafa kast­að blautri tusku í and­lit þing­manna sam­starfs­flokka og að það sé „póli­tísk­ur barna­skap­ur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á sam­starf­ið inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Óli Björn segir Svandísi hafa gert atlögu að stjórnarsamsamstarfinu
Gagnrýni Óli Björn gagnrýnir ekki einungis afstöðu Vinstri grænna til hvalveiða í greininni heldur líka afstöðu samstarfsflokksins í meðal annars orku- og útlendingamálum. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Matvælaráðherra hefur gert atlögu að samstarfi ríkisstjórnarflokkanna. Og þar með veikt ríkisstjórnina og grafið undan möguleikum hennar til að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum.“

Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir hann að sterk og skýr rök hafi verið sett fram um að umræddur ráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hafi gengið gegn lögum með ákvörðun um að fresta hvalveiðum. „Ekki verður séð að ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs – fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. Gengið er þvert á stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi og í engu hugað að þeim mikla fjárhagslega skaða sem ákvörðunin veldur um 150 launamönnum og fjölskyldum þeirra. Andmælaréttur er enginn og fyrirvarinn nokkrir klukkutímar.“

Óli Björn segir Svandísi hafa kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar. „Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum.“

Framganga Svandísar sé vatn á myllu þeirra sem efast hafi um réttmæti þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram samstarfi við flokk sem sé lengst til vinstri. „Flokk sem fagnar þegar ekki er hægt að nýta sjálfbærar orkuauðlindir, flokk sem ekki er tilbúinn til að horfast í augu við vanda vegna flóttamanna, flokk sem telur betra að auka álögur á fyrirtæki og launafólk en að nýta sameiginlega fjármuni betur, flokk sem er sannfærður um að biðraðir séu betri en að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu.“

Útilokaði ekki áhrif á samstarfið

Fyrir rúmri viku sagðist Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, vera ósáttur við hvalveiðibannið sem Svandís setti á degi áður en vertíð ársins átti að hefjast á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða. Það gerði hann í þættinum Pallborðinu á Vísi og bætti við að flokkur sinn hefði sent út þau skýru skilaboð að endurskoða ætti ákvörðun Svandísar. „Ég hef á tilfinningunni að þetta snúist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar, ég hef á tilfinningunni að þetta snúist um að vera á móti hvalveiðum.“

Bjarni bætti við að hann útilokaði ekki að málið gæti haft áhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem var gestur í sama þætti, sagðist telja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur hafi verið rétt og styður hana.

Könnun Maskínu sem birt var um miðjan síðasta mánuð sýna að meirihluti þjóðarinnar er andvígur hvalveiðum, eða 51 prósent, á meðan að 29 prósent er hlynnt þeim. Andstaðan hefur aukist á undanförnum árum. 

Óánægja með stjórnina aldrei verið meiri

Hin harða gagnrýni Óla Björns, sem Morgunblaðið fullyrðir í morgun að sé ekki sett fram án þess að hann hafi ráðfært sig við Bjarna Benediktsson fyrst, kemur á tíma þar sem ríkisstjórnarsamstarfið stendur veikt. 

Í könnun sem Maskína birti í síðustu viku kom fram að einungis 18 prósent kjósenda væru mjög ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en 54 prósent óánægður. 

Í könnun sem Gallup birti í gær kom fram að 35 prósent landsmanna styðja sitjandi ríkisstjórn, Það er minnsti stuðningur sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur nokkru sinni mælst með í könnunum  fyrirtækisins frá því að hún settist að völdum haustið 2017. 

Samkvæmt könnun Gallup sögðust 35,7 prósent landsmanna ætla að kjósa stjórnarflokkanna. Þeir fengu 54,3 í síðustu kosningum, sem fóru fram fyrir minna en tveimur árum síðan. Þeir hafa því tapað samtals 18,6 prósentustigum af fylgi, eða rúmlega þriðjungi þess stuðnings sem þeir nutu í september 2021. Ríkisstjórnin væri því kolfallin ef kosið yrði í dag, og niðurstöðurnar væru í takti við könnunina. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa tapað um helmingi síns fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn minna.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Ég fagna því hvernig Svandís lét yfirráðherra Sjálfstæðisflokksins vita um gildandi landslög

    Það er gott að loksins að einn ráðherra VG sem hefur sýnt af sér eðlilegt lífsmark.

    Ég skil einnig hvers vegna þessi sviphreini og fagri Óli Björn er svona viðkvæmur fyrir því hvaladráparanum er sýnt hvernig á að taka á þeim sem virðist fara á svig lög í landinu árum saman án þess að nokkuð sé gert í málinu.

    Árum saman hefur verið um það rætt að ólöglegt sé að vinna að slátrun spendýra undir berum og vinnslu á kjöti af þeim undir berum himni.

    Þar sem fuglar himins fljúga gjarnan yfir og gefa skít í vinnubrögðin á matvælum fyrir fólk sem eru valda-flokkunum þóknanleg.

    Þá hefur einnig verið lengi rætt um hvernig farið er að drápum á þessum dýrum, þar sem þau verða gjarnan að líða miklar og langvinnar kvalir vegna drápsaðferða þegar þau eru skotin með ófullkomnum skutlum .

    En það hefur fram að þessu skort á sannanir fyrir ómennskunni. Á síðustu vertíð varð dráparinn að sætta sig við, að um borð í veiðiskipunum væru eftirlitsmenn sem tóku myndir af ófögnuðunum.

    Nú lágu sannanir fyrir. Þetta vissi útgerðarmaðurinn auð-vitað allt um og hafði í byrjun árs fengið formlega vitn-esgju um.

    Nú yrði að finna viðurkennd drápstól. A.m.k. var nú skyndilega reynt að finna mannúðlegri aðferðir við drápin. En sú leit hefur enn ekki tekist.

    Nú hefur Óli væntanlega áhyggjur af því ásamt öðrum þingmönnum gömlu valdaflokkana um að það komi eitthvað minna í sjóði flokkana en áður þar sem þeir hefðu brugðist sjálfu yfirvaldinu.

    Það er vitað að það eru fjölmargar færar leiðir til að fara framhá reglunum um styrki til gömlu valdaflokkana. Bara svo það sé sagt.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þessi Nasista blus Óla Björns er leiðinda bull mans sem ekki neitt markvert liggur eftir og greinar hans i Mogganum döpur lesning. Það besta sem gæti hent þessa þjoð er að þessi stjorn fari FRA STRAX, Svandis er Gull molin i þessari Rikistjorn sem er FALIN, Islandsbanka Malið er til SKAMMAR Raðherra Fjarmala er þar Sökudolkur no 1.
    I Bretlandi þar sem Lyðræðið er virkt væri Bjarni Fokin ur stjorn Fjarmala
    I Bretlandi er Vagga Lyðræðinsins. A Islandi Ræður Spilling malum og sökudoldar leystir ut með PENINGAGJÖFUM HAUM.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ríkisstjórnin er sprungin, það er augljós staðreynd því er bara haldið leyndu líkt og hver ber ábyrgðina á sölu-RÁNI Íslandsbanka, sölu-RÁNI Lindarhvols, hverjir hindra birtingu á rannsókn ÍL-sjóðsins og ÍE-eignum almennings í Seðlabankanum.
    Flýtur á meðan ekki sekkur ÁSTAND er í myrkrakompunni og hr. Hégómi ráðleggur Katrínu að segja það ríki traust á milli foringjanna. Hvað varðar okkur um það, hvaða máli skiptir það fyrir okkur almenning ? Þið hafið fyrirgert öllu trausti hjá almenningi, þið hafið misst lögmætið að sitja áfram í ráðherrastólunum og eigið að skila LYKLINUM af stjórnarráðinu tafarlaust og boða til kosninga strax.
    4
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Er Óli Björn þarna að lýsa þreytu sjálfstæðismanna. Kanski væri best að efna til nýrra kosninga og gefa sjálfstæðisflokknum frí í nokkur kjörtímabil.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár