Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Telur sig ekki geta óskað eftir því að yfirstrikaðar upplýsingar verði birtar

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið seg­ist ekki hafa að­gang að þeim upp­lýs­ing­um í sátt­inni við Ís­lands­banka sem strik­að var yf­ir. Það tel­ur sig held­ur ekki geta ósk­að eft­ir þeim.

Telur sig ekki geta óskað eftir því að yfirstrikaðar upplýsingar verði birtar
Ráðherra Bjarni Benediktsson lagði sjálfstætt mat á birtingu kaupendalistans á sínum tíma. Ráðuneyti hans telur sig ekki vera í færum að gera slíkt hið sama með þær upplýsingar sem voru strikaðar út úr sátt fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í sátt sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerði í máli Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum var búið að strika yfir ákveðnar upplýsingar. Samkvæmt sáttinni gekkst Íslandsbanki við því að margháttuð lögbrot hefðu verið framin innan bankans í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósent hlut ríkisins í honum í mars í fyrra.   Íslandsbanki mun greiða 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóð vegna sáttarinnar, sem er næstum þrettán sinnum hærri en næsta hæsta sekt sem eftirlitið hefur lagt á íslenskt fjármálafyrirtæki.

Heimildin beindi því til fjármála- og efnahagsráðuneytisins að það myndi leggja sjálfstætt mat á hvort birta ætti umræddar upplýsingar. 

Í svari ráðuneytisins segir að það taki undir sjónarmið um mikilvægi þess að upplýsingar um söluferlið séu gerðar almenningi aðgengilegar en bendir þó jafnframt á að „umbeðin gögn stafa frá sjálfstæðri eftirlitsstofnun og ráðuneytið hefur hvorki aðgang að þeim né …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ellý Guðmundsdóttir skrifaði
    Það er ótrúleg spillingin og og viðbjóðurinn sem viðgengst hér á landi. Hvað þarf til þess að við opnum augun mótmælum !!!
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Hve lengi og hve oft getur Vellýgni Bjarni haft almenning af fífli!
    0
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Eins lengi og fjölmiðlar leyfa. Því fjölmiðlar hafa haft alla burði til að rannsaka feril Bjarna og gerðir gegnum árin og vekja athygli íslenskra og erlendra aðila á þeirri hegðun sem snertir þá... en í skjóli meðvirkni og skúbba hefur þetta bjargast hjá honum... og líkt og ICIJ og aðrir hafa fjölmiðlar reynst ansi hallir undir skúbbin og umfjöllunina en frekar lítið fyrir að þjarma að þeim sem leyfa kerfinu að starfa svona... með bundið fyrir augun, haldið fyrir eyrun og orðagjálfur.

      Þetta breytist ekki fyrr en menn taka á kerfinu sem þýðir að þjarmað sé að þeim sem eiga að leggja línurnar og tryggja að kerfið virki. En því miður er hjólað í afleiðingarnar og usual suspects... Samherja, Íslandsbanka, lögmenn, fyrrum bankstera osf.

      Ó... athyglisvert að enginn spyr af hverju ég segi að Deutsche Bank hafi fellt íslenska bankakerfið... þó allir sem vita eitthvað vita að ég veit meira... enda miklu tengdari og hulduheimar opin bók.

      Vonda fólkið mun alltaf labba í burtu ótjónaðir... í boði kerfisins.

      Segið mér eitt ? Var BB með prófkúru á greiðslur vegna aflandseyjabústaðar skráðum í eigu föður hans í skattaskjóli... meðan hann var fjármálaráðherra... og er það í lagi að ráðherrar séu beneficial owners skattaskjóladæma ? Þeir voru jú báðir viðskiftavinir Bank Julius Baer skv. mínum gögnum... og þau eru skotheld. Og listinn lengist hratt ef menn fara í raun að skoða í stað þess að telja sig tæra snillinga.

      The truth is out there... og stundum má fá hann fyrir 500 US ... eins og Dekhilleignardæmið sannaði svo rækilega.

      Þið munuð sjá á Lindarhvolsdæminu líkt og Íslandsbankadæminu og Samherjadæminu að kerfið minimiserar og verndar svona... í boði fjölmiðla.

      Í alvöru ??? Ætlar enginn að ræða við regluverðina hjá Íslandsbanka ???

      Og Þórður... þú veist ég fer með rétt mál.. því þið Björn Leví voruð ekki valdir af handahófi og eina spurningin var hvers hratt Kýpur brygðist við. Það er nefnilega hægt að stilla kerfinu upp við vegg og fá það til að bregðast við.

      Choose your enemy carfully... Art of War ... sem Sun Tzu lét taka saman. ( Hann var ekki höfundurinn).
      1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bjarni Ben og ráðuneytisfólkið þráast ítrekað við að greiða götu upplýsinga vegna sölu-RÁNANNA til almennings, allir vita að glæpur var framinn og þau sem vilja ekki vera viðriðin glæpinn koma þessum upplýsingum á framfæri við almenning, hinir eru samsekir glæpnum. Uppljóstarar eru verndaðir.
    1
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Uppljóstrarar eru yfirleitt hengdir og hent á haugana þegar notkunargildi þeirra minnkar... amk. er Panama Papers uppljóstrarinn ekki neitt voða kátur með stuðninginn. Flestir erlendir greinendur eru fljótir að finna út hver er uppljóstarinn á grundvelli gagnanna... og aðgæsluleysi fjölmiðlanna í þeim málum er aðdáunarvert.

      Þú sérð hvernig tekið var á islenskum fjölmiðlamönnum þegar þeir fóru að birta gögn vegna Palla litla sem virðist ekki vera einn í heiminum. Sitja eftir með kostnað og tímatap og nákvæmlega öngvan stuðning frá kerfinu... frekar undir árás frá kerfinu... þokk sé Katrín nokkurri.

      Og það var víst Steingrímur sem stakk þessu undir stólinn... ekki Bjarni... muni ég rétt.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár