Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Neita að upplýsa um hvort Ólafur hafi endurgreitt oftekin laun

Ólaf­ur Kjart­ans­son, sem var lát­inn hætta sem fram­kvæmda­stjóri Úr­vinnslu­sjóðs 16. júní í kjöl­far op­in­ber­un­ar Heim­ild­ar­inn­ar á fernu­mál­inu, skrif­aði und­ir sátt við rík­is­lög­mann vegna of­tek­inna launa 17 dög­um áð­ur.

Neita að upplýsa um hvort Ólafur hafi endurgreitt oftekin laun
Hættur Starfslokasamningur var gerður við Ólaf fyrir skemmstu. Hann fær laun í tólf mánuði. Mynd: Úrvinnslusjóður

Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, skrifaði undir sátt við ríkislögmann þann 31. maí síðastliðinn. Sáttin var tilkomin vegna þess að Ólafur hafði fengið ofgreidd laun, alls yfir tíu milljónir króna, á sjö ára tímabili. 

Í svari Fanneyjar Rósar Þorsteinsdóttur ríkislögmanns við fyrirspurn Heimildarinnar, þar sem þetta kemur fram, segir að hún geti ekki upplýst um hvort og þá hversu mikið Ólafur hafi þurfti að endurgreiða af þeim launum sem hann fékk ofgreidd. Hún sagðist enn fremur ekki geta svarað hversu mikið af kröfunni á hendur Ólafi hafi verið fyrnd. „Beiðninni er synjað með vísan til þess að þær upplýsingar sem um ræðir falla undir 4. tl. 6. gr. upplýsingalaga en réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr. laganna. Því til viðbótar falla þær einnig undir 9. gr. upplýsingalaga þar sem …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    ….. það er vonandi að þessi maðu þurfi að lifa á þessari 12 mánaða greiðslu það sem hann á ólifað. Enginn heilvita maður eða fyrirtæki ræður svona einstakling í vinnu.
    Það er ekki hægt að treysta honum. Hann stal, laug og hélt því leyndu. Gerðu svo ekki vinnuna sína í þokkabót.
    1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Ég tek undir með Jóhanni Einarssyni, vona að Ólafur Kjartansson fái Fálkaorðuna fyrir störf sín à vegum hins opinbera.
    1
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Ólafur Kjartansson fær vonandi Fálkaorðuna fyrir vel unnin störf í þágu sjálf sín. Ríkið og Mammon sjá um sína.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár