Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, skrifaði undir sátt við ríkislögmann þann 31. maí síðastliðinn. Sáttin var tilkomin vegna þess að Ólafur hafði fengið ofgreidd laun, alls yfir tíu milljónir króna, á sjö ára tímabili.
Í svari Fanneyjar Rósar Þorsteinsdóttur ríkislögmanns við fyrirspurn Heimildarinnar, þar sem þetta kemur fram, segir að hún geti ekki upplýst um hvort og þá hversu mikið Ólafur hafi þurfti að endurgreiða af þeim launum sem hann fékk ofgreidd. Hún sagðist enn fremur ekki geta svarað hversu mikið af kröfunni á hendur Ólafi hafi verið fyrnd. „Beiðninni er synjað með vísan til þess að þær upplýsingar sem um ræðir falla undir 4. tl. 6. gr. upplýsingalaga en réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr. laganna. Því til viðbótar falla þær einnig undir 9. gr. upplýsingalaga þar sem …
Það er ekki hægt að treysta honum. Hann stal, laug og hélt því leyndu. Gerðu svo ekki vinnuna sína í þokkabót.