Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gamall heimur og nýr – íslenskar sviðslistir í Evrópu

Fram­tíð­in mun ekki snú­ast um hval­veið­ar, gervi­greind eða raf­byss­ur held­ur mann­leg og skap­andi sam­skipti byggð á sam­eig­in­leg­um skiln­ingi og virð­ingu við sam­fé­lög sem eru okk­ur ólík. Sviðslist­irn­ar eru kjör­inn vett­vang­ur fyr­ir slík sam­skipti, skrif­ar leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir í grein um sviðslist­ir í Evr­ópu – og hér á Ís­landi.

Gamall heimur og nýr – íslenskar sviðslistir í Evrópu
Prag Íslendingar áttu sinn fulltrúa á Prague Quadrennial. Mynd: Unsplash

Í nýliðnu sumarleyfi á meginlandi Evrópu (nánar tiltekið í Austurríki, Tékklandi, Hollandi, Þýskalandi og Póllandi) dásamaði ég tvennt; samgöngur og sviðslistamenningu. Ég læt borgarskipulagsfræðinga um að skrifa pistla um samgöngumál þannig að sviðslistamenningin verður hér til umræðu.  

Eftir örstutta viðkomu í Vínarborg tók við lest yfir landamærin til Tékklands á Prague Quadrennial, heimsviðburð þar sem leikmyndahönnuðir og annað sviðslistafólk frá öllum heimshornum sýna verk sín á tveggja vikna langri hátíð. Skipulagi PQ má líkja við Feneyjatvíæringinn; hvert þátttökuland tilnefnir einn leikmyndahönnuð sem fær úthlutað sýningarrými til að sýna list sína.

Aðalsvæði PQ er Holešovice-markaðurinn hinum megin við Vltava-ána en hátíðin fer fram um alla borgina. Hægt er að horfa á leiksýningar, hlusta á annað listafólk segja frá vinnuaðferðum sínum og sjá unga sviðslistanemendur taka þátt í stórri alþjóðlegri hátíð. Orð fá varla lýst hversu magnað var að fá innsýn inn í hugarheim listafólks frá öllum heimshornum. Öll með mismunandi sýn, öll með mismunandi fagurfræði, öll með sömu yfirskrift sem að þessu sinni var undir orðinu RARE (sjaldgæft) og á sama stað.

Leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir var fulltrúi Íslands í þetta sinn en verk hennar var innblásið af verkinu Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrr í vor. Í íslenska teyminu voru einnig Rebekka Ingimundardóttir og Eva Signý Berger ásamt hópi íslenskra sviðslistakvenna sem frömdu gjörninga í heiminum sem Brynja skapaði. Íslenska hópnum var tekið einstaklega vel og vakti mikla lukku.

Íslensk list á flakki um Evrópu

Næst lá leiðin með flugi yfir nokkur evrópsk landamæri til Hollands. Íslenska sendiráðið í Belgíu stóð fyrir íslenskri menningarviku í Amsterdam, en sendiráðið hefur einnig umsjón með málefnum Íslendinga í Hollandi. Á einni viku mátti líta á íslenska myndlist og heyra íslenska tónlist í Cloud-galleríinu við Prinsengracht. Undir lok vikunnar var leiklestur á leikverkum Tyrfings Tyrfingssonar, Kartöfluætunum og Helgi Þór rofnar, sem bæði voru frumsýnd í Borgarleikhúsinu á sínum tíma.

Leikstjóri viðburðarins var Vincent van der Valk, sem lék einmitt í Sjö ævintýrum um skömm eftir Tyrfing í Þjóðleikhúsinu, og er af íslenskum ættum. Móðir hans er dansarinn og kennarinn Hlíf Svavarsdóttir, sem var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins um tíma en flutti sig síðan um set til Arnheim í Hollandi til að setja sitt mark á dansheiminn þar í landi.

Mikilvægt að sækja sér menntun erlendis

Á sama tíma og ég dvaldi í Amsterdam var Vincent að leika í The Making of Soros the Musical sem var sýndur í Bellevue-leikhúsinu þar í borg. Leiksýningin fjallar um ævi bandaríska auðjöfursins George Soros samhliða ævi aðalleikkonunnar Lineke Rijxman. Leiksýningin er sviðsett af leikhópnum De Mug met de gouden tand, eða Gulltennta moskítóflugan á íslensku, landsfrægur sjálfstæður leikhópur sem hefur starfað í Hollandi síðastliðin 35 ár, einn af fjölmörgum sjálfstæðum hollenskum sviðslistahópum.

Ein virtasta leikkona Hollands, Chris Nietvelt, tók þátt í leiklestrinum. Nietvelt hefur lengi starfað við International Theater Amsterdam og daginn sem ég kvaddi borgina var tilkynnt að hin norska Eline Arbo myndi taka við af Ivo van Hove sem listrænn stjórnandi ITA. Arbo er menntuð í Osló en sótti framhaldsmenntun í leikstjórn til Amsterdam þar sem hún hefur slegið í gegn á síðustu árum. Arbo er gott dæmi um hversu mikilvægt er fyrir ungt listafólk að sækja sér menntun erlendis, menntun sem skilar sér oftar en ekki til heimalandsins enda hefur hún sviðsett sýningar í Noregi, þar á meðal Þjóðleikhúsinu í Osló, við mjög góðar undirtektir.

Á leið minni aftur til Prag kom ég við í Vínarborg, þar sem Wiener Festwochen var í gangi og sá The Confessions eftir Alexander Zeldin, sem er ungur enskur sviðslistamaður. Á síðastliðnum árum hefur hann unnið í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi en leikritið fjallar um ástralska móður hans. The Confessions var heimsfrumsýnt í Vínarborg og mun síðan ferðast um Evrópu á komandi mánuðum. Hér er annað dæmi um mikilvægi alþjóðlegra tengsla. Zeldin er ungur listamaður með alþjóðleg tengsl sem setur markmiðið hátt. Hann vinnur á alþjóðlega vísu, talar um sértæk málefni (reynslu ástralskrar móður sinnar) og fær þannig til sín heimsþekkt hæfileikafólk, á borð við leikkonuna Pamelu Rabe, til að taka þátt í leiksýningum sínum.

Á stuttri viðkomu í Prag til að sjá lokametrana á PQ hitti ég sviðslistakonuna Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur sem stundar framhaldsnám í Finnlandi. Í byrjun júlí liggur leið hennar til uppsveita Slóvakíu til að taka þátt í hátíðinni Into the Miracles með dansdúettnum Kunningjum (e. Acquaintances). Hópurinn er framlag Tjarnarbíós/Íslands til hátíðarinnar en viðburðurinn fer fram á 70 kílómetra gönguleið um sveitir Slóvakíu, sem áhorfendur ganga á þremur dögum og upplifa listaverk frá 40 alþjóðlegum listamönnum.

Varðveisla hugmynda og fagurfræði

Rúsínan í tékkneska pysluendanum var síðan dagslöng rútuferð um nærsveitir Prag til að skoða fornfrægar leikhúsbyggingar í Kacina, Tábor og Český Krumlov. Íslenska sálartetrið varð atómið eitt við að verða vitni að stórfengleika Český Krumlov-kastalans, byggður árið 1240, og minnkaði enn þá meira við að standa á 250 ára gömlu leiksviði í einu best varðveitta barrokkleikhúsi heimsins, bætt við kastalann árið 1767 á meðan Íslendingar voru enn þá í torfkofum með moldargólfum. Innviðir, tækjabúnaður og leikmunir hafa verið varðveitt og sum endurbyggð í upprunalegum stíl.

Síðasti viðkomustaður reisunnar var Kraká í Póllandi og heimsókn í Cricoteka, glæný bygging við bakka Vistula-ár í borginni, opnuð árið 2014. Cricoteka er tileinkað listamanninum Tadeusz Kantor sem var einn helsti sviðslistafrumkvöðull 20. aldarinnar en hann heimsótti Ísland á Listahátið í Reykjavík vorið 1990 með heimsfræga leikhópnum sínum Cricot 2, en hann lést 8. desember sama ár.

Í safninu má finna skjalasafn Kantor, sýningarsali, kaffihús og kennslustofur. Hér er ekki einungis verið að geyma muni og skjöl heldur hugmynda- og fagurfræði. Ég mun aldrei gleyma tilfinningunni sem smaug inn í líkamann við að standa ein í sýningarsalnum, eins og vofur fortíðarinnar væru að taka á móti mér og krefjast þess að ég liti mér nær.

Sögulega er íslenskt stjórnmálafólk afar duglegt að bera okkur saman við aðrar Norðurlandaþjóðir, hvað við höfum það gott og menningarlega sérstöðu. En sannleikurinn er sá að Ísland er ekki í sömu deild og aðrar Norðurlandaþjóðir, mögulega ekki einu sinni í deildinni þar á eftir heldur. Í vor átti ég erindi til Finnlands til að hitta norrænt samstarfsfólk sem starfar á sviði leikminja- og sviðslistasögu en sömuleiðis að heimsækja leikminjasafnið í Finnlandi sem flutti inn í glænýtt heimili í gamalli kapalverksmiðju við höfnina fyrir nokkru. Hópurinn heimsótti einnig Cirko, heimili sjálfstæðra sirkuslista í landinu, staðsett á gömlu iðnaðarsvæði, og sá leiksýningu í glænýju húsnæði Viirus-leikhússins, sjálfstætt og sænskumælandi leikhús í miðborg Helsinki.

Íslendingar ekki að byggja rými fyrir sviðslistir

Við á Íslandi stöndum í þeim sporum að Tjarnarbíó, heimili sjálfstæðra sviðslista í landinu, var hársbreidd frá lokun. Eftir neyðarkall frá senunni og ótrúlega elju var loksins hlustað, ríkið mun stíga inn og reksturinn heldur áfram í haust. Það er ekki sjálfbær stjórnun eða uppbyggileg að ráðafólk ríði inn á hvítum hesti til að redda málunum á síðustu stundu.

Þessi gjörningur er bara enn annar plástur á opið svöðusár. Við erum ekki að byggja leikhús eða endurnýta rými fyrir sviðslistir heldur að loka þeim. Við erum ekki að styðja við sviðslistafólk þannig að þau geti dafnað heima og erlendis. Við erum ekki bara að standa okkur illa heldur afar illa.

En listafólkið okkar berst í bökkum eins og alltaf. Sviðslistamiðstöð Íslands var sett á laggirnar í byrjun síðasta árs með eitt stöðugildi. Friðrik Friðriksson hefur unnið mikið og gott starf en ekki er endalaust hægt að hlaða mikilvægum verkefnum á eina manneskju.

Íslenskt listafólk er að gera það gott á erlendri grund, þrátt fyrir gífurlegt mótlæti og afturhaldssemi heima fyrir. Við sem þjóð höfum alla burði og hæfileika til að vera virkir listrænir þátttakendur á alþjóðlegum vettvangi, listafólkið okkar er framúrskarandi og áhuginn fyrir landi og þjóð á meginlandi Evrópu svo sannarlega til staðar.

Framtíðin mun ekki snúast um hvalveiðar, gervigreind eða rafbyssur heldur mannleg og skapandi samskipti byggð á sameiginlegum skilningi og virðingu við samfélög sem eru okkur ólík. Sviðslistirnar eru kjörinn vettvangur fyrir slík samskipti. Okkar er ábyrgðin að hlúa að umhverfinu þannig að íslenskt sviðslistafólk geti dafnað, blómstrað og sett sitt mark á heiminn.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár