Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 7 árum.

Tíu stærstu íslensku málin í Panamaskjölunum

Pana­maskjöl­in eru stærsti gagnaleki sög­unn­ar. Þar var að finna upp­lýs­ing­ar úr gagna­safni lög­fræðiskrif­stof­unn­ar Mossack Fon­seca í Panama. Í skjöl­un­um kem­ur fram að 600 Ís­lend­ing­ar hafi átt um 800 fé­lög.

Tíu stærstu íslensku málin í Panamaskjölunum

1. Wintris-­málið er lík­ast til stærsta frétt Panama­skjal­an­anna allra. Í því var opin­berað að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra Íslands, hefði ásamt eig­in­konu sinni átt aflands­fé­lagið Wintris sem er með heim­il­is­festi í skatta­skjól­inu Tortóla á Bresku Jóm­frú­areyj­unum. Sig­mundur Davíð hefur ekki viljað upp­lýsa um hvaða eignir séu í félag­inu en gefið hefur verið út að virði þeirra sé á annan millj­arð króna. Wintris var auk þess kröfu­hafi í bú föllnu íslensku bank­anna, sem rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs samdi um að hleypa út úr íslensku hag­kerfi á árinu 2015. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sig­mundur Davíð sagði ekki sam­herjum innan Fram­sókn­ar­flokks, sam­starfs­flokknum Sjálf­stæð­is­flokki eða almenn­ingi frá því að hann hefði átt þessar eignir né að hann hefði verið kröfu­hafi í bú bank­anna. Þegar til­vist Wintris var borin upp á Sig­mund Davíð í við­tali sem birt var 3. apr­íl, og var sýnt út um allan heim, laug hann, neit­aði síðan að svara frek­ari spurn­ingum og rauk út úr við­tal­inu. Wintris-­málið leiddi til þess að Sig­mundur Davíð þurfti að segja af sér emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra Íslands 5. apríl 2016.

2. Í Panama­skjöl­unum var að finna upp­lýs­ingar um félagið Guru Invest, sem skráð er í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, og hefur fjár­magnað fjöl­mörg verk­efni í Bret­landi og á Íslandi eftir hrun. Jón Ásgeir Jóhann­es­son, eig­in­maður henn­ar, var skráður með pró­kúru í félag­inu og teng­ist mörgum verk­efn­anna sem það hefur fjár­magn­að.

Jón Ásgeir og Ingibjörg voru í Panamaskjölunum.
Jón Ásgeir og Ingibjörg voru í Panamaskjölunum.

Í skjöl­unum kom einnig fram félagið kom að því að greiða 2,4 millj­arða króna skuld tveggja félaga í eigu fjöl­skyldu Jóns Ásgeirs á árinu 2010. Skuldin var greidd í reiðufé og með skulda­bréfum útgefnum af Íbúða­lána­sjóði. Í skulda­upp­gjör­inu fékk Guru Invest heim­ild frá Seðla­bank­anum til að nota skulda­bréfin til að greiða upp skuld­ina.

Seðla­banki Íslands hefur ekki viljað svara því af hverju félag frá Panama fékk leyfi til að nota inn­lendar eignir í skulda­upp­gjöri með þessum hætti þegar aðrir erlendir eig­endur íslenskra eigna sátu fastir innan hafta með þær, né hvort að dæmi séu um að aðrir erlendir eig­endur skulda­bréfa útgefnum af Íbúð­ar­lána­sjóði hafi fengið að nota þau með sama hætti.

3. Bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, sem oft­ast eru kenndir við Bakka­vör, áttu að minnsta kosti sex félög sem skráð eru til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Eitt þeirra félaga var á meðal kröfu­hafa í bú Kaup­þings. Félag­ið, New Ortland II Equities Ltd., gerði sam­tals kröfu upp á 2,9 millj­arða króna í búið. Um var að ræða skaða­bóta­kröfu. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Kaup­þingi ehf., sem stofnað er á grunni slita­bús Kaup­þings, var skaða­bóta­kröf­unni hafnað með end­an­legum hætti við slita­með­ferð Kaup­þings. Bræð­urnir voru stærstu ein­stöku eig­endur Kaup­þings fyrir fall bank­ans í gegnum fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Exista

Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.

Bjarn­freður Ólafs­son, lög­maður þeirra, sat í stjórn bank­ans fyrir þeirra hönd og félög bræðr­anna voru á meðal stærstu skuld­ara Kaup­þings. Sam­kvæmt skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis skuld­aði Exista og tengd félög Kaup­þingi, sem breytt­ist í Arion banka við kenni­tölu­flakk í hrun­inu, 239 millj­arða króna. Eitt­hvað hefur feng­ist upp í þær kröfur vegna nauða­samn­inga Existu og Bakka­var­ar, og sölu á hlut í Bakka­vör, en ljóst er að sú upp­hæð er fjarri þeirri fjár­hæð sem Kaup­þing lán­aði sam­stæð­unn­i. 

Það átti ekki að koma mörgum á óvart að Ágúst og Lýður ættu mikla fjár­muni erlend­is. Fyrir hrun var hol­lenskt félag í þeirra eigu, Bakka­bræður Hold­ing B.V., aðal­eig­andi fjár­fest­inga­fé­lags­ins Existu sem hélt meðal ann­ars á eign­ar­hlut þeirra í Bakka­vör auk þess að vera stærsti eig­andi Kaup­þings. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arð­greiðslur á upp­gangs­ár­unum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu millj­arða króna í arð­greiðslur á árunum 2005 til 2007.

4. Skjölin sýndu að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefði átt þriðj­ungs­hlut í félag­inu Falson&Co. sem skráð var á Seychelles-eyj­­um. Þær eyjar eru þekkt skatta­skjól. Bjarni átti hlut í félag­inu vegna fast­eigna­við­skipta í Dubai sem hann tók þátt í árið 2006. Falson-hóp­ur­inn gekk út úr við­skipt­unum árið 2008 og ári seinna var félagið gert upp með tapi og Falson sett í afskrán­ing­ar­ferli. 

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni hafði verið spurður að því í Kast­ljósi 11. febr­úar 2015 hvort hann hafi ekki átt eignir eða við­skipti í skatta­skjól­um. Bjarni neit­aði því en sagði síðar að hann hafi talið Falson vera skráð í Lúx­em­borg og því hafi svör hans verið gefin eftir bestu vit­und. Síðar birti Bjarni skatta­upp­lýs­ingar sínar og sagði við það tæki­færi að honum fynd­ist „bæði eðli­­legt og skilj­an­­legt að gerðar séu miklar kröfur til for­yst­u­­manna í stjórn­­­mál­­um. Hér fylgir því jafn­­framt yfir­­lit yfir allar skatt­­skyldar tekjur þau ár sem ég hef gegnt ráð­herra­emb­ætt­i.“

Staða Bjarna var samt sem áður í lausu lofti í byrjun apr­íl, eftir að fyrstu fréttir úr Panama­skjöl­unum voru sagð­ar. Í könnun Félags­vís­inda­stofn­un­ar, sem gerð var í byrjun apríl 2016, kom fram að 60 pró­sent lands­manna vildu að Bjarni segði af sér ráð­herra­emb­ætti vegna aflands­fé­laga­eignar sinn­ar.

5. Bjarni var ekki eini for­ystu­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem var í Panama­skjöl­un­um. Þar var einnig að finna upp­lýs­ingar um aflands­fé­laga­tengsl Ólafar Nor­dal, vara­for­manns flokks­ins og inn­an­rík­is­ráð­herra. Hún og eig­in­maður henn­ar, Tómas Sig­urðs­son, þáver­andi for­stjóri Alcoa á Íslandi, voru skráð sem próf­kúru­hafar Dooley Securities á Tortóla-eyju tveimur dögum eftir að hún tók þátt í próf­kjöri flokks síns árið 2006.

Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal.

Til­gangur félags­ins var að halda utan um ætl­aðan ávinn­ing af kaup­rétti eig­in­manns henn­ar. Til þess kom aldrei að Tómas nýtt félagið undir kaup­rétti sína, og því var Dooley aldrei not­að. Ólöf taldi að félag­inu hefði verið slitið 2008 en það var ekki afskráð fyrr en 2012. Ólöf skráði aðild sína að Dooley aldrei í hags­muna­skrá þing­manna.

6. Þá var Júl­­íus Víf­ill Ing­v­­ar­s­­son, borg­­ar­­full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, til umfjöll­unar vegna vörslu­­sjóðs sem hann á í Panama. Júl­­íus gaf út yfir­­lýs­ingu vegna máls­ins þar sem hann sagði að sjóð­­ur­inn hafi verið stofn­aður í svis­s­­neskum banka til að mynda eft­ir­­launa­­sjóð­inn sinn, en að honum hafi verið ráð­lagt að skrá stofnun hans í Panama. Sjóð­­ur­inn lúti svip­uðu reglu­verki og sjálfs­eign­ar­stofn­un. Aflands­­fé­lagið heitir Silwood Founda­tion. Júl­íus Víf­ill sagði af sér sem borg­ar­full­trúi í kjöl­farið

Sveinbjörg Birna og Júlíus Vífill.
Sveinbjörg Birna og Júlíus Vífill.

Í maí greindu tvö systkin Júl­í­usar Víf­ils frá því að hann hefði við­­ur­­kennt fyrir þeim að í aflands­­fé­lagi hans í Panama hafi verið pen­ingar upp­runnir frá for­eldrum þeirra. Pen­ing­anna hafði móðir þeirra ásamt hluta fjöl­­skyld­unnar leitað í rúman ára­tug. Um var að ræða sjóð í erlendum banka sem faðir þeirra, Ingvar Helga­­son, hafði safnað umboðs­­launum frá erlendum bíla­fram­­leið­endum inn á alla tíð. Júl­íus Víf­ill hefur sjálfur sagt að ásak­anir systk­ina hans væru algjör ósann­indi og ómerki­leg ill­mælgi. Svein­­björg Birna Svein­­björns­dótt­ir, borg­­ar­­full­­trúi Fram­­sóknar og flug­­valla­vina, var einnig til umfjöll­un­­ar. Svein­­björg átti hlut­­deild í aflands­­fé­lagi sem var í fast­­eigna­­þró­un­­ar­verk­efni í Panama.

7. Í gögnum Mossack Fon­seca var einnig að finna upp­lýs­ingar um félag í eigu fjöl­­skyldu Dor­ritar Moussai­eff, eig­in­­konu Ólafs Ragn­­ars Gríms­­son­­ar, þáver­andi for­­seta Íslands, sem ­skráð var á Bresku Jóm­frú­­areyj­unum frá árinu 1999 til árs­ins 2005. Félag­ið Lasca Fin­ance Limited.  Árið 2005 seld­i ­fjöl­­skyld­u­­fyr­ir­tækið Moussai­eff Jewell­ers Ltd. tíu pró­­senta hlut sinn í Lasca Fin­ance til hinna tveggja eig­enda þess. Þeir voru S. Moussai­eff og „Mrs." Moussai­eff.

Dorrit Moussaeiff.
Dorrit Moussaeiff.

Kjarn­inn og Reykja­vík Grapevine opin­ber­uðu þetta 25. apríl 2016. Nokkrum dögum áður hafði Ólafur Ragnar farið í við­­tal til Christ­i­ane Aman­pour á banda­rísku ­sjón­varps­­stöð­inni CNN. Aman­pour spurði Ólaf Ragnar um Pana­ma­skjölin og hreint út hvort hann eða fjöl­­skylda hans væri tengd aflands­­fé­lög­um: „Átt þú ein­hverja aflands­­reikn­inga? Á eig­in­­kona þín ein­hverja aflands­­reikn­inga? Á eitt­hvað eftir að koma í ljós varð­andi þig og fjöl­­skyld­u þína?” spurði hún. Ólafur var afdrátt­­ar­­laus í svörum: „Nei, nei, nei, nei, ­nei. Það verður ekki þannig.”

Síðar var greint frá því að Dor­rit hafi tengst minnst fimm banka­­­reikn­ingum í Sviss í gegnum fjöl­­­skyldu sína og að minnsta kosti tveim aflands­­­fé­lög­­­um. Hún var auk þess skráð án lög­­heim­ilis eða heim­il­is­­festu í Bret­landi vegna skatta­­mála.

8. Félög í eigu Finns Ing­­ólfs­­son­­ar, Helga S. Guð­­munds­­sonar og Hrólfs Ölv­is­­sonar voru á meðal þeirra sem fund­ust í Pana­ma­skjöl­unum sem lekið var frá Mossack Fon­seca. Félag Finns og Helga, sem skráð var í Pana­ma, keypti meðal ann­­ars hlut í Lands­­bank­­anum á árinu 2007 með láni frá bank­­anum sjálf­­um. 

Menn­irnir þrír hafa allir verið áhrifa­­menn innan Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins á und­an­­förnum ára­tugum og Hrólfur var fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins þegar lek­inn var gerður opin­ber. Hann sagði af sér því starfi í lok apríl vegna umfjöll­unar um aflands­fé­laga­eign hans.

Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guðmundsson og Hrólfur Ölvisson.
Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guðmundsson og Hrólfur Ölvisson.

9. Aflands­fé­laga­eign var ekki bara bundin við fólk með póli­tísk tengsl eða umsvifa­mikla við­skipta­jöfra. Félög í eigu tveggja fram­­kvæmda­­stjóra íslenskra líf­eyr­is­­sjóða var einnig að finna í skjölum Mossack Fon­seca

Um var að ræða Kára Arnór Kára­­son, þá fram­­kvæmda­­stjóri Stapa - líf­eyr­is­­sjóðs, og þá fram­­kvæmda­­stjóra Sam­ein­aða líf­eyr­is­­sjóðs­ins, Krist­ján Örn Sig­­urðs­­son. Kári Arnór sagði starfi sínu lausu eftir að Kast­­ljós spurði hann spurn­inga vegna Pana­ma­skjal­anna. Krist­ján Örn gerði slíkt hið sama nokkrum dögum síð­ar.

10. Þá kom fram í gögn­unum að Vil­hjálmur Þor­­steins­­son, fjár­­­fest­ir, fyrr­ver­andi gjald­ker­i ­Sam­­fylk­ing­­ar­innar og hlut­hafi í Kjarn­­anum hafi átt félag sem skráð var til heim­il­is á Bresku Jóm­frú­­areyj­un­­um. Félag­ið, sem hét M-Trade, var stofnað árið 2001 en ­for­m­­lega afskráð árið 2012. Það fjár­­­festi m.a. í afleið­u­við­­skiptum og var í eigna­­stýr­ingu hjá Kaup­­þingi í Lúx­em­borg. Nafn félags­­ins M-Trade kom fyrir í skjölum sem lekið var frá Mossack Fon­seca. ­Nafn Vil­hjálms sjálfs er þó ekki í skjöl­un­­um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
2
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Ragnhildur Helgadóttir
8
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
9
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár