Ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuna greinir á um það hvar ábyrgðin á því hvernig fór við sölu á 22,5% hluta ríkisins í Íslandsbanka liggi. Ríkisstjórnin hefur vísað þeirri ábyrgð alfarið til stjórnenda Íslandsbanka en stjórnarandstaðan hefur krafist þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra axli pólitíska ábyrgð á málinu. Sumir stjórnarandstæðingar hafa gengið svo langt að krefjast afsagnar Bjarna.
En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarni er krafinn um afsögn. Bjarni kallar þá kröfu söng stjórnarandstöðunnar, sem hún syngi alltaf þegar eitthvað bjátar á.
Það er rétt hjá Bjarna að afsagnarsöngurinn um hann hefur verið sunginn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar síðan hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 2013. Hann hefur setið í embætti nánast óslitið síðan þá, ef frá eru taldir um átta mánuðir sem hann gegndi embætti forsætisráðherra.
Bjarni íhugaði að segja af sér formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2013 í kjölfar könnunar Viðskiptablaðsins sem benti til þess …
Athugasemdir (1)