Talsmaður og lögmaður þýskra dýraverndunarsamtaka sem mynduðu meint dýraníð blóðmerabænda á Íslandi og sýndu í heimildarmynd árið 2021, segja lögreglu á Íslandi fara með rangt mál þegar staðhæft sé að lögreglurannsókn hafi strandað á samtökunum, sem hafi neitað að afhenda upptökur.
Bréfaskipti lögmanns samtakanna og yfirvalda hér á landi sýna þvert á móti að samtökin buðust til að afhenda myndbandsupptökur, en báðu um að þýsk lögregluyfirvöld hefðu milligöngu um að afla þeirra. Níu mánuðum síðar hafði slík beiðni ekki enn verið send og rannsókn málsins felld niður.
Ekki fást svör frá lögreglu um hvort beiðnin hafi yfirleitt verið send.
„Það lítur út fyrir að íslensk yfirvöld séu að nota þetta sem afsökun til að halda andliti í málinu,“ segir talsmaður samtakanna, sem hafa nú til skoðunar að leggja fram kvörtun til yfirvalda vegna framgöngu lögreglu í málinu.
Þvinganir og barsmíðar
Heimildarmynd þýskra og svissneskra dýraverndunarsamtaka um íslenska blóðmerariðnaðinn vakti …
Athugasemdir (3)