Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögregla segi ósatt um blóðmerarannsókn

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök neit­uðu aldrei að af­henda lög­reglu á Ís­landi mynd­bönd af meintu dýr­aníði í blóð­mer­ar­haldi á Ís­landi. Stað­hæf­ing­ar lög­reglu um að þess vegna hafi rann­sókn á blóð­mera­haldi ver­ið hætt, eru rang­ar. Þetta seg­ir tals­mað­ur þýskra dýra­vernd­ar­sam­taka og gögn um sam­skipti sam­tak­anna við ís­lensk yf­ir­völd styðja sög­una. Sam­tök­un íhuga að kvarta und­an sleif­ar­lagi lög­reglu í mál­inu.

Talsmaður og lögmaður þýskra dýraverndunarsamtaka sem mynduðu meint dýraníð blóðmerabænda á Íslandi og sýndu í heimildarmynd árið 2021, segja lögreglu á Íslandi fara með rangt mál þegar staðhæft sé að lögreglurannsókn hafi strandað á samtökunum, sem hafi neitað að afhenda upptökur.

Bréfaskipti lögmanns samtakanna og yfirvalda hér á landi sýna þvert á móti að samtökin buðust til að afhenda myndbandsupptökur, en báðu um að þýsk lögregluyfirvöld hefðu milligöngu um að afla þeirra. Níu mánuðum síðar hafði slík beiðni ekki enn verið send og rannsókn málsins felld niður.

Ekki fást svör frá lögreglu um hvort beiðnin hafi yfirleitt verið send.

„Það lítur út fyrir að íslensk yfirvöld séu að nota þetta sem afsökun til að halda andliti í málinu,“ segir talsmaður samtakanna, sem hafa nú til skoðunar að leggja fram kvörtun til yfirvalda vegna framgöngu lögreglu í málinu.

Þvinganir og barsmíðar

Heimildarmynd þýskra og svissneskra dýraverndunarsamtaka um íslenska blóðmerariðnaðinn vakti …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Að stofnun sem heitir Matvælastofnun sé svo falið að fylgjast með velferð dýra er súrrealískt.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þeir átta sig ekki á því að xD mafían á íslensku lögregluna.
    2
    • Siggi Rey skrifaði
      Kórrétt! Og þar af leiðandi spilling innan lögreglunnar!
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár