Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hægt að framlengja ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán út september

Skatt­ur­inn er bú­inn að opna síðu þar sem fólk get­ur sótt um að fram­lengja ráð­stöf­un sér­eign­ar­sparn­að­ar inn á hús­næð­is­lán. Sækja þarf sér­stak­lega um það, ann­ars hætta greiðsl­ur að ber­ast inn á lán­in.

Hægt að framlengja ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán út september
Húsnæðismál Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán rennur út í lok næsta árs, en úrræðið var framlengt með lögum undir lok vorþings. Fasteignaeigendur þurfa að óska sérstaklega eftir því að úrræðið haldi áfram og er síðasti dagurinn til þess í dag. Mynd: Davíð Þór

Fasteignaeigendur sem hafa verið að nýta séreignarsparnað sinn til þess að greiða inn á höfuðstól fasteignalána hafa frest út septembermánuð, eða til og með 30. september, þess að óska eftir framlengingu á úrræðinu út árið 2024.

Ef það er ekki gert mun ráðstöfun séreignarsparnaðarins ekki framlengjast sjálfkrafa, heldur munu umsóknir falla úr gildi frá og með 1. júlí og engar frekari greiðslur berast inn á lán.

Frá þessu er sagt í tilkynningu sem birtist á vef Skattsins í gær. Hægt er að sækja um framlengingu á vef Leiðréttingarinnar.

Fjármálaráðherra minnti á að í dag væri lokadagur

Það að úrræðið renni út og falli úr gildi, ef fólk sækir ekki sérstaklega um framlengingu að fyrra bragði, virðist hafa flogið undir radarinn hjá mörgum. Einnig olli tilkynning Skattsins töluverðum misskilningi, en bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn sögðu frá því að í dag væri lokadagurinn til þess að sækja um framlenginguna.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra birti til dæmis færslu á Facebook fyrr í dag til þess að minna fólk á að í dag er lokadagur til að framlengja ráðstöfunina og deildi frétt þar sem hið sama kom fram. Hann, rétt eins og fjölmiðlar, hafa nú leiðrétt þann misskilning.

Skatturinn hafðu áður birt tilkynningu um að fólk myndi þurfa að sækja sérstaklega um framlengingu, en þegar hún var birt 14. júní höfðu lögin frá Alþingi sem sett voru 9. júní ekki enn tekið formlega gildi.

Þau hafa hins vegar tekið gildi nú, og búið er að opna vefsíðu þar sem hægt er að sækja um framlengingu úrræðisins.

Snertir ekki þá sem eru með úrræði fyrir fyrstu kaupendur

Tekið skal fram að þetta á einungis við um þá sem eru að láta séreignasparnaðinn renna inn á lán á grundvelli þess almenna úrræðis sem kynnt var til sögunnar árið 2014.

Annað úrræði fyrir fyrstu kaupendur, sem einnig felur í sér ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán, þarf ekki að framlengja. 

Ákveðið að láta kerfið fjara út

Heimildin ræddi framlengingu úrræðisins og nýtingu þess við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra í byrjun maí, en á þeim tímapunkti var verið að vinna frumvarp ráðherrans um framlengingu úrræðisins út næsta ár í þinginu.

Tugþúsundir íslenskra heimila hafa nýtt sér þessa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána sinna, til þess að grynnka á höfuðstólnum og lækka mánaðarlega greiðslubyrði lána.

Starfshópur um húsnæðisstuðning sem ráðherra skipaði lagði til í fyrra að sett yrði inn sólarlagsákvæði fyrir þetta úrræði. Það felur í sér að úrræðið verður í gildi út næsta ár og svo verður þetta almenna úrræði húsnæðisstuðnings endanlega lagt niður.

Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn líka. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að í dag væri lokadagurinn til þess að sækja um áframhald úrræðisins. Byggðist það á misskilningi blaðamanns.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár