Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hægt að framlengja ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán út september

Skatt­ur­inn er bú­inn að opna síðu þar sem fólk get­ur sótt um að fram­lengja ráð­stöf­un sér­eign­ar­sparn­að­ar inn á hús­næð­is­lán. Sækja þarf sér­stak­lega um það, ann­ars hætta greiðsl­ur að ber­ast inn á lán­in.

Hægt að framlengja ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán út september
Húsnæðismál Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán rennur út í lok næsta árs, en úrræðið var framlengt með lögum undir lok vorþings. Fasteignaeigendur þurfa að óska sérstaklega eftir því að úrræðið haldi áfram og er síðasti dagurinn til þess í dag. Mynd: Davíð Þór

Fasteignaeigendur sem hafa verið að nýta séreignarsparnað sinn til þess að greiða inn á höfuðstól fasteignalána hafa frest út septembermánuð, eða til og með 30. september, þess að óska eftir framlengingu á úrræðinu út árið 2024.

Ef það er ekki gert mun ráðstöfun séreignarsparnaðarins ekki framlengjast sjálfkrafa, heldur munu umsóknir falla úr gildi frá og með 1. júlí og engar frekari greiðslur berast inn á lán.

Frá þessu er sagt í tilkynningu sem birtist á vef Skattsins í gær. Hægt er að sækja um framlengingu á vef Leiðréttingarinnar.

Fjármálaráðherra minnti á að í dag væri lokadagur

Það að úrræðið renni út og falli úr gildi, ef fólk sækir ekki sérstaklega um framlengingu að fyrra bragði, virðist hafa flogið undir radarinn hjá mörgum. Einnig olli tilkynning Skattsins töluverðum misskilningi, en bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn sögðu frá því að í dag væri lokadagurinn til þess að sækja um framlenginguna.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra birti til dæmis færslu á Facebook fyrr í dag til þess að minna fólk á að í dag er lokadagur til að framlengja ráðstöfunina og deildi frétt þar sem hið sama kom fram. Hann, rétt eins og fjölmiðlar, hafa nú leiðrétt þann misskilning.

Skatturinn hafðu áður birt tilkynningu um að fólk myndi þurfa að sækja sérstaklega um framlengingu, en þegar hún var birt 14. júní höfðu lögin frá Alþingi sem sett voru 9. júní ekki enn tekið formlega gildi.

Þau hafa hins vegar tekið gildi nú, og búið er að opna vefsíðu þar sem hægt er að sækja um framlengingu úrræðisins.

Snertir ekki þá sem eru með úrræði fyrir fyrstu kaupendur

Tekið skal fram að þetta á einungis við um þá sem eru að láta séreignasparnaðinn renna inn á lán á grundvelli þess almenna úrræðis sem kynnt var til sögunnar árið 2014.

Annað úrræði fyrir fyrstu kaupendur, sem einnig felur í sér ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán, þarf ekki að framlengja. 

Ákveðið að láta kerfið fjara út

Heimildin ræddi framlengingu úrræðisins og nýtingu þess við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra í byrjun maí, en á þeim tímapunkti var verið að vinna frumvarp ráðherrans um framlengingu úrræðisins út næsta ár í þinginu.

Tugþúsundir íslenskra heimila hafa nýtt sér þessa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána sinna, til þess að grynnka á höfuðstólnum og lækka mánaðarlega greiðslubyrði lána.

Starfshópur um húsnæðisstuðning sem ráðherra skipaði lagði til í fyrra að sett yrði inn sólarlagsákvæði fyrir þetta úrræði. Það felur í sér að úrræðið verður í gildi út næsta ár og svo verður þetta almenna úrræði húsnæðisstuðnings endanlega lagt niður.

Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn líka. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að í dag væri lokadagurinn til þess að sækja um áframhald úrræðisins. Byggðist það á misskilningi blaðamanns.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
2
Aðsent

Stefán Ólafsson

Sam­fé­lag­ið á rangri leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nærri 70% svar­enda í könn­un fyr­ir verka­lýðs­hreyf­ing­una töldu sam­fé­lag­ið vera á rangri leið og ein­ung­is um 17% sögðu sam­fé­lag­ið vera á réttri leið. Stefán Ólafs­son seg­ir að sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar komi fram mik­il óánægja með sumt af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á og sumt af því sem hann hef­ur leit­ast við að ná fram í frá­far­andi rík­is­stjórn.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu