Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Það er erfitt að hætta þessu“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra, sem fer með hús­næð­is­mál í rík­is­stjórn­inni, seg­ir að sá hús­næð­isstuðn­ing­ur sem ver­ið sé að veita í gegn­um skatt­frjáls­an sér­eign­ar­sparn­að til að greiða nið­ur íbúðalán sé „gríð­ar­leg­ur“. Hann gengst við því að stuðn­ing­ur­inn sé að uppi­stöðu ekki að lenda hjá hóp­um sem þurfi helst á hon­um að halda. Reynt hafi ver­ið að hætta með úr­ræð­ið en þrýst­ing­ur hafi ver­ið sett­ur á að við­halda því. Því verði þó hætt í lok næsta árs og fram und­an sé við­snún­ing­ur á því hús­næð­isstuðn­ings­kerfi sem ver­ið hef­ur við lýði.

„Það er erfitt að hætta þessu“
Húsnæðismálaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur boðað nýja heildræna húsnæðisstefnu hins opinbera í haust. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir þá hópa, sem eru að nýta sér séreignarsparnað skattfrjáls til að greiða niður íbúðalán sín, séu ekki þeir hópar sem þurfi mest á húsnæðisstuðningi að halda á Íslandi í dag. Það hafi enda verið tillaga starfshóps um húsnæðisstuðning sem hann skipaði, og skilaði af sér skýrslu í desember í fyrra, að setja inn sólarlagsákvæði fyrir úrræðið. Það þýðir að úrræðið verður í gildi út árið 2024 en svo endanlega aflagt. Hann segir að það væri óeðlilegt að viðhalda kerfinu umfram þann tímapunkt. „Við höfum alveg haft hug á því að hætta fyrr en í kjaraviðræðum þá hefur það oft komið fram frá ákveðnum aðilum innan verkalýðshreyfingarinnar að það sé nauðsynlegt að hafa þetta inni til þess að koma með ávinning til þeirra hópa.“

Aðspurður hvaða aðilar það séu segir Sigurður Ingi að það hafi til að mynda verið BHM og að hann minni að VR …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigridur Hjaltadottir skrifaði
    Á ekkert að fjalla um ofurhagnað bankanna meðan vextir hækka og íbúðalán hafa hækkað margfalt?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár