Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Beint frá bónda er lykillinn að velgengni íslenskra kvikmynda“

Önn­ur öld ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerð­ar er haf­in, en færri mæta í bíó að horfa á afrakst­ur­inn. Meira er lagt í sjón­varps­serí­ur og þjón­ustu við Hollywood-mynd­ir, en ís­lensk verk sópa að sér verð­laun­um er­lend­is. Hver er staða kvik­mynd­ar­inn­ar á Ís­landi í dag?

„Beint frá bónda er lykillinn að velgengni íslenskra kvikmynda“
Friðrik Þór Friðriksson Íslendingar ættu að hugsa öfugt við aðra og leggja í kvikmyndir á meðan allir eru að gera sjónvarpsseríur, að mati leikstjórans. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kvikmyndagerðarmenn kalla eftir því að hlúð sé að kvikmyndinni, en íslenskar myndir unnu til tuga verðlauna á erlendri grundu bara á síðasta ári. Áhorf hefur þó færst í auknum mæli yfir til streymisveitanna og stór hluti endurgreiðslna fara í erlenda framleiðslu. „Þetta er óskaplega skrítin stefna, að eyða ekki þessum peningum í innlenda kvikmyndagerð,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri.

Hundrað ár eru frá því að fyrsta leikna íslenska kvikmyndin, Ævintýri Jóns og Gvendar, var frumsýnd. Við erum því að stíga inn í aðra öld kvikmyndagerðar á landinu og listgreinin komin með nýjar áskoranir, tækni og viðfangsefni sem enginn hefði getað séð fyrir þegar landsmenn söfnuðust saman í Nýja bíói 17. júní 1923 til að sjá svart-hvíta, hljóðlausa stuttmynd í Chaplin-stíl. Nú til dags er fagmennska í greininni, meira jafnrétti og fjölbreytni og kvikmyndagerðarfólk missir ekki lengur húsin sín í hrönnum til að borga …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár