Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samherji selur sig frá Færeyjum

Bú­ið er að ganga frá sölu á hlut­um Sam­herja í fær­eysku út­gerð­inni Fram­herja. Á sama tíma eru eig­end­ur Sam­herja bún­ir að kaupa hluti Fær­ey­inga í ís­lensku út­gerð­inni.

Samherji selur sig frá Færeyjum
Til og frá Færeyjum Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og var lengst af einn stærsti eigandi fyrirtækisins. Hann leiddi fyrirtækið þegar það hóf samstarf við færeysku útgerðina Framherja. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Samherji hefur selt allt hlutafé sitt í færeysku útgerðinni Framherja. Á sama tíma hafa eigendur Samherja keypt hlut færeyska samstarfsfólks síns Blika, sem átt hefur tólf prósenta hlut í íslenska útgerðarrisanum. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Framherja. Þar segir að samstarf færeysku eigendanna við þá íslensku hafi verið gott og staðið síðan 1994. „Við í Framherja viljum þakka Samherja fyrir gott samstarf,“ segir í tilkynningunni. 

Útgerðarstarfsemin í Færeyjum hefur verið talsverð á síðustu árum. Samkvæmt tilkynningunni á Framherji og gerir út fimm skip; uppsjávarskipin Fagraberg, og Högaberg, frystitogarann Akraberg og línuskipin Jóvan I og Stapan. Framherji er þriðja stærsta útgerðin í Færeyjum. 

Samherji hefur lengi farið með fjórðungshlut í færeysku útgerðinni, en líkt og á Íslandi eru takmörk á hversu stóran eignarhlut erlendir aðilar geta átt í færeyskum sjávarútvegi. Samstarf Framherja og Samherjatengdra félaga hefur á þessum tíma verið náið. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Alltaf og alla tið "Vafningur" flestusem Samherji og þeirra dotturfelög eiga aðild að.
    Það er einkennilegt að þessir menn skulu lata svona þau eiga nog af vinum,nog af peningum
    og hafa styrkt goð malefni,selja fyritækið til barna sinna sem er kapituli fyrir sig.

    En munum eitt við höfum ekki grun um hvað þessi storu fyrirtæki i utgerðinni eiga fyrirtæki
    her a Islandi og um viða veröld við getum ekki einu sinni gert upp fall bankanna 2008 þvilikt og annað rugl.

    ISLANDSBANKI , L.I. BORGUN,KVOTABRASK, EG NENNI EKKI AÐ TELJA ÞETTA RUGL UPP
    Lög er lög og þeim ber að fylgja hvort okkur þyki þau rettlat eða ekki.

    Sumir i þesu landi komast upp með brjota þessi LÖG aftur og aftur komast upp með
    það og við borgum .

    Veðsetjið fiska i annarra manna burum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár