Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samherji selur sig frá Færeyjum

Bú­ið er að ganga frá sölu á hlut­um Sam­herja í fær­eysku út­gerð­inni Fram­herja. Á sama tíma eru eig­end­ur Sam­herja bún­ir að kaupa hluti Fær­ey­inga í ís­lensku út­gerð­inni.

Samherji selur sig frá Færeyjum
Til og frá Færeyjum Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og var lengst af einn stærsti eigandi fyrirtækisins. Hann leiddi fyrirtækið þegar það hóf samstarf við færeysku útgerðina Framherja. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Samherji hefur selt allt hlutafé sitt í færeysku útgerðinni Framherja. Á sama tíma hafa eigendur Samherja keypt hlut færeyska samstarfsfólks síns Blika, sem átt hefur tólf prósenta hlut í íslenska útgerðarrisanum. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Framherja. Þar segir að samstarf færeysku eigendanna við þá íslensku hafi verið gott og staðið síðan 1994. „Við í Framherja viljum þakka Samherja fyrir gott samstarf,“ segir í tilkynningunni. 

Útgerðarstarfsemin í Færeyjum hefur verið talsverð á síðustu árum. Samkvæmt tilkynningunni á Framherji og gerir út fimm skip; uppsjávarskipin Fagraberg, og Högaberg, frystitogarann Akraberg og línuskipin Jóvan I og Stapan. Framherji er þriðja stærsta útgerðin í Færeyjum. 

Samherji hefur lengi farið með fjórðungshlut í færeysku útgerðinni, en líkt og á Íslandi eru takmörk á hversu stóran eignarhlut erlendir aðilar geta átt í færeyskum sjávarútvegi. Samstarf Framherja og Samherjatengdra félaga hefur á þessum tíma verið náið. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Alltaf og alla tið "Vafningur" flestusem Samherji og þeirra dotturfelög eiga aðild að.
    Það er einkennilegt að þessir menn skulu lata svona þau eiga nog af vinum,nog af peningum
    og hafa styrkt goð malefni,selja fyritækið til barna sinna sem er kapituli fyrir sig.

    En munum eitt við höfum ekki grun um hvað þessi storu fyrirtæki i utgerðinni eiga fyrirtæki
    her a Islandi og um viða veröld við getum ekki einu sinni gert upp fall bankanna 2008 þvilikt og annað rugl.

    ISLANDSBANKI , L.I. BORGUN,KVOTABRASK, EG NENNI EKKI AÐ TELJA ÞETTA RUGL UPP
    Lög er lög og þeim ber að fylgja hvort okkur þyki þau rettlat eða ekki.

    Sumir i þesu landi komast upp með brjota þessi LÖG aftur og aftur komast upp með
    það og við borgum .

    Veðsetjið fiska i annarra manna burum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár