Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

556 milljónir í að draga úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ

Vinnu­mála­stofn­un og Reykja­nes­bær hafa birt að­gerða­áætl­un í 16 lið­um sem mið­ar að því að fækka um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd sem dvelja í Reykja­nes­bæ. Upp­gef­inn heild­ar­kostn­að­ur er 556 millj­ón­ir.

556 milljónir í að draga úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ
Reykjanesbær Vinnumálastofnun og Reykjanesbær hafa unnið aðgerðaáætlun til að fækka þeim umsækjendum um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ vegna þeirra „sérstöku aðstæðna sem uppi eru í Reykjanesbæ vegna mikils fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem þar dvelja í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Draga á úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ á vegum Vinnumálastofnunar og breyta á Officera-klúbbnum á Ásbrú í virknimiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í 16 liða aðgerðaáætlun sem Vinnumálastofnun og Reykjanesbær hafa unnið að vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu á vegum Vinnumálastofnunar.   

300 milljónir í þróunarskóla fyrir börn á grunnskólaaldri

Uppgefinn heildarkostnaður aðgerðaáætlunarinnar er 556 milljónir króna, auk 45 milljón króna í árlegan leigukostnað við húsnæði virknimiðstöðvarinnar, sem mun bera heitið Klúbburinn, og verður í húsnæði sem áður hýsti Officera-klúbbinn á Ásbrú og þar verður boðið upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá. 

Kostnaðarsamasta aðgerðin felst í stofnun þróunarskóla í Klúbbnum, sem mun fá nafnið Friðheimar, sem á að tryggja öllum börnum á grunnskólaaldri, sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd, aðgengi að menntun. Þróunarskólinn á að taka til starfa í haus og nemur kostnaður við hann 300 milljónum króna. 

„Sérstakar aðstæður í Reykjanesbæ“ 

Í upphafi árs undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Vinnumálastofnun og Reykjanesbær viljayfirlýsingu um að greindar yrðu þær áskoranir sem Reykjanesbær stæði frammi fyrir vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dveljast í sveitarfélaginu á vegum ríkisins. Ákveðið var að aðilar að yfirlýsingunni myndu vinna saman að lausnum og er aðgerðaáætlunin afrakstur þeirrar vinnu.

Áætlunin er gerð „vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í Reykjanesbæ vegna mikils fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem þar dvelja í samanburði við önnur sveitarfélög,“ að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Vinnumálastofnun tók síðastliðið sumar við því hlutverki sem Útlendingastofnun hafði áður varðandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun ber eftir sem áður ábyrgð á afgreiðslu umsókna og málsmeðferð þeirra. 

Í tilkynningu stjórnarráðsins segir jafnframt að meginmarkmið aðgerðaáætlunarinnar er annars vegar að draga til lengri tíma litið úr fjölda umsækjenda sem dvelja í bænum og hins vegar að auka virkni og vellíðan fólks á meðan það bíður eftir afgreiðslu umsóknar sinnar hjá Útlendingastofnun. Áætlunin var unnin sameiginlega af Reykjanesbæ og Vinnumálastofnun.

Aðgerðir eru þegar hafnar samkvæmt áætluninni og hafa börn umsækjenda um alþjóðlega vernd meðal annars sótt tómstundanámskeið nú í sumar sem Vinnumálastofnun kom á fót á Ásbrú. Meðal aðgerða sem hefjast á næstunni er að koma á fót þróunarskóla í Klúbbnum undir heitinu Friðheimar, auka þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd með aðkomu sjálfboðaliða úr nærsamfélaginu og ráðast í hugmyndasöfnun meðal umsækjenda um það hvað fólk vilji helst gera og hvernig virkni það mæli með. Þá mun þjónustu- og móttökuteymi alþjóðateymis Reykjanesbæjar verða tvo morgna í viku á Ásbrú með upplýsingagjöf um þá þjónustu sem bærinn veitir og leiðbeina fólki varðandi nytsamlega hluti.

Leita að hentugri staðsetningu fyrir einingahús 

Meðal aðgerða sem miðast að því að fækka umsækjendum um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ er samstarf Vinnumálastofnunar við Reykjavíkurborg að því að finna hentuga staðsetningu fyrir einingahús fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

Um leið er „unnið markvisst að því að fjölga sveitarfélögum sem hýsa umsækjendurna“. Nýleg móttökusveitarfélög sem bæst hafa í hópinn eru  Bláskógabyggð, Grindavík, Kópavogur og Vestmannaeyjar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár