Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrún greiddi tæpar 25 milljónir króna eftir tilmæli frá Skattinum

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar greiddi næst­um 25 millj­óna króna skatt­greiðslu í vor í kjöl­far þess að hafa feng­ið til­mæli um að mat Skatts­ins væri að greiða ætti tekju­skatt en ekki fjár­magn­s­tekju­skatt af þeim hagn­aði sem áskrift­ar­rétt­indi í Kviku banka skil­uðu. Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ir hagn­að sinn af þriggja millj­óna króna fjár­fest­ingu í kauprétt­um hafa num­ið um 101 millj­ón króna og að hún hafi nú greitt 46,25 pró­sent skatt af þeirri upp­hæð.

Kristrún greiddi tæpar 25 milljónir króna eftir tilmæli frá Skattinum
Formaður Kristrún Frostadóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar síðasta haust og hefur flokkurinn tekið á sprett í skoðanakönnunum frá þeim tíma og mælist nú stærsta stjórnmálaafl landsins. Mynd: Baldur Kristjánsson

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar greiddi Skattinum tæpar 25 milljónir króna í vor. Það gerði hún í kjölfar þess að tilmæli bárust til allra sem starfað höfðu hjá Kviku banka og fjárfest í áskriftarréttindum eða kaupréttum, sem í boði voru fyrir starfsmenn bankans, þess efnis að það væri mat Skattsins að það ætti að greiða launaskatt af hagnaðinum, en ekki fjármagnstekjuskatt.

Í svari til Heimildarinnar segir Kristrún að hún hafi greitt fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum á sínum tíma, í samræmi við leiðbeiningar sem hún hafi fengið frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en Kristrún starfaði sem aðalhagfræðingur Kviku banka frá 2018 til 2021.

Gerir ekki athugasemdir við mat Skattsins

Kristrún segir að hagnaður sinn af áskriftarréttindum í bankanum hafi alls numið um 101 milljón króna og hún hafi áður greitt um 22 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt af þeirri upphæð.

Það hefur hins vegar verið til skoðunar um nokkurt skeið hjá skattayfirvöldum hvort rétt væri að greiða fjármagnstekjuskatt eða venjulegan tekjuskatt af þeim hagnaði sem starfsmenn Kviku, núverandi og fyrrverandi, hafa innleyst vegna áskriftarréttinda sinna.

Í vor segir Kristrún að tilmæli hafi borist um að mat Skattsins væri að það ætti að greiða launaskatt af hagnaðinum. „Ég geri ekki athugasemd við það mat. Ég bað um að fá að greiða mismuninn strax og hef þegar gert það,“ segir Kristrún við Heimildina.

„Þegar upp var staðið fékk ég um 101 milljón króna út úr þessari fjárfestingu og hef nú greitt 46,25% af því í skatt. Það bættust við tæpar 25 milljónir króna núna í vor sem ég greiddi vegna mismunar á fjármagnstekju- og launaskatti, eftir að þessi tilmæli bárust frá Skattinum. Þær komu til viðbótar við um 22 milljónir króna sem ég hafði áður greitt,“ segir Kristrún.

Viðskiptavefurinn Innherji á Vísi fjallaði um það fyrir rúmri viku að Skatturinn væri með skattlagningu á áskriftarréttindum Kviku til skoðunar og var þess getið í frétt miðilsins að niðurstaðan í málinu gæti snert tugi starfsmanna Kviku, jafnvel hátt í hundrað manns, og að leiðréttingin á skattgreiðslum þeirra gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

Heimildin beindi spurningum til Kristrúnar varðandi það hvort þessi skoðun Skattsins snerti hana með einhverjum hætti og niðurstaðan er sem áður segir, að hún hefur greitt 25 milljónir króna til viðbótar í skatta eftir tilmæli Skattsins þar að lútandi.

Svaraði fáu um kaupréttina í aðdraganda kosninga

Áskriftarréttindi Kristrúnar í Kviku banka voru talsvert til umræðu í aðdraganda þingkosninganna árið 2021, er Kristrún hafði tekið efsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

Kristrún svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um fjárfestingu sína ekki efnislega fyrir kosningarnar, að öðru leyti en því að henni hefði eins og öðru starfsfólki bankans boðist sá kostur að fjárfesta í áskriftarréttindum í bankanum og að hún og eiginmaður hennar hafi nýtt sér sparnað sem þau áttu til þess. 

Hún gagnrýndi hins vegar fjölmiðla, Morgunblaðið og Viðskiptablaðið, fyrir samantekin ráð gegn sér og sakaði miðlana meðal annars um það, í færslum á Twitter, að reyna að grafa undan sér með því að „snúa út úr og afbaka staðreyndir“ um hennar persónulega fjárhag.

„Nú þegar lít­ur út fyr­ir að ég nái kjöri á Alþingi mun ég að sjálf­sögðu, eins og aðrir, fylgja öll­um regl­um varðandi hags­muna­skrán­ingu þing­manna og gefa upp viðeig­andi eign­ir. Þar er ekki miðað við að fólk opni sín per­sónu­legu fjár­mál upp á gátt mörg ár aft­ur í tím­ann eins og ég hef verið kraf­in um af sum­um fjöl­miðlum. Þar af leiðandi hyggst ég ekki tjá mig um mín per­sónu­legu fjár­mál eða viðskipti sem ég átti áður en ég hóf af­skipti af stjórn­mál­um,“ sagði Kristrún í skriflegu svari sem hún veitti Stundinni og fleiri fjölmiðlum nokkrum dögum fyrir kosningarnar í september.

Ræddi málið í október og talaði um lottóvinning

Kristrún náði kjöri á þing og greindi síðar frá því, í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu, að hún hefði keypt um 10 milljónir hluta í Kviku banka fyrir þrjár milljónir króna.

Á þingiKristrún er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, eftir að hafa komið inn í stjórnmálin úr fjármálageiranum fyrir síðustu kosningar.

Í viðtalinu lýsti hún kaupum áskriftarréttindanna sem mikilli áhættufjárfestingu, sem reynst hefði fáránlega góð. „Þetta var lottóvinningur," sagði Kristrún í Silfrinu.

Gengisþróun hlutabréfa í Kviku hafði vissulega vegar verið afar hagfelld Kristrúnu og öðrum sem áttu áskriftarréttindi í bankanum, en á þeim tíma sem viðtalið var tekið, í október 2021, nam hagnaður hennar af fjárfestingunni, eftir skatta, um 30 milljónum króna að hennar sögn. 

Þá átti Kristrún enn eftir um að leysa út þriðjung af þeim bréfum sem hún hafði keypt áskriftarréttindi að og sagði hún að væntur hagnaður af þeim, miðað við gengi bréfa í Kviku banka á þeim tíma, gæti orðið um 45 milljónir króna eftir skatta.

Í maí í fyrra uppfærði Kristrún hagsmunaskráningu sína á Alþingi og kom þar fram að hún ætti ekki lengur neina fjárhagslega hagsmuni sem reglur um hagsmunaskráningu þingmanna taka til, sem þýðir að þá var hún búin að losa um alla hlutabréfaeign sína í Kviku banka.

Á þeim tímapunkti hefur hreinn hagnaður Kristrúnar af áskriftarréttindunum numið um 79 milljónum króna eftir skatta, en í kjölfar leiðréttra skattgreiðslna hennar nú í vor hefur sú upphæð farið niður í um 54 milljónir króna.

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Stjórnmálamenn sem sjá sóma sinn og bera virðingu fyrir samfélaginu eiga ekki að vera tengdir neinum fjármálaumsvifum. Það á að vera fyrir neðan þeirra virðingu. Afarslæm dæmi eru núverandi formenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem eru nátengdir ýmsis konar braski. Það er öllum til vansa sem vilja stjórna samfélagi að hafa einhver tengsl við gróðafíknina.
    4
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Hvað ef skatturinn meðhöndlaði og birti yfirlit yfir fjármagnstekjur á sama hátt og yfir launatekjur og skatt á séreignasparnað. Ef skattlagningin væri í samræmi við þetta hjá Kristrúnu, mundi hagur sveitarfélaga (útsvarið sem ekkert er af "fjármagnstekjum") og ríkis vænkast mjög.
    6
  • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
    Semsé. Kristrún greiðir sína skatta möglunarlaust og án undanskota. Ætli það sama eigi við um formenn allra hinna flokkanna?
    18
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Varla
      3
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Það kallast „smjörklípa“ að reyna að fegra sjálftöku aðalhagfræðings Kvikubanka með því að ýja að því að „hinir“ borgi ekki sína skatta „möglunarlaust og án undanskota“.

      Mér er stórlega til efs að jafnaðarmönnum í hópi kjósenda Samfylkingar finnist sjálfsagt að þeir sem sýsla með aura geti lagt til 3 millur og uppskorið 79 - eða skitnar 54 fyrst Skatturinn er með e-ð vesen.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár