Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tæplega helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja hafa Jón áfram sem dómsmálaráðherra

Tæp­lega helm­ing­ur kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins myndu vilja hafa Jón Gunn­ars­son áfram sem dóms­mála­ráð­herra út þetta kjör­tíma­bil en 19,4 pró­sent vilja hafa Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur sem dóms­mála­ráð­herra, sam­kvæmt nið­ur­stöðu nýrr­ar könn­un­ar Maskínu.

Tæplega helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja hafa Jón áfram sem dómsmálaráðherra

Rétt rúmur þriðjungur landsmanna er ánægður með störf Jóns Gunnarssonar sem dómsmálaráðherra. Um fimmtungur landsmanna gerir miklar væntingar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem tók nýverið við sem dómsmálaráðherra. 44 prósent landsmanna er hins vegar sama hvort þeirra er dómsmálaráðherra. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var dagana 19. til 22. júní. Í könnuninni er meðal annars spurt hvort fólk vilji frekar hafa Jón eða Guðrúnu sem dómsmálaráðherra út þetta kjörtímabil. Guðrún tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu 19. júní af Jóni sem gegnt hafði embætti dómsmálaráðherra í 18 mánuði. 

RáðherraskiptiGuðrún tók við sem dómsmálaráðherra af Jóni 19. júní.

43,8 prósent er alveg sama hvort er dómsmálaráðherra

27,6 prósent aðspurðra vilja frekar hafa Jón áfram sem dómsmálaráðherra en 28,7 prósent vilja hafa Guðrúnu sem dómsmálaráðherra út kjörtímabilið. 43,8 prósent aðspurðra er hins vegar alveg sama hvort þeirra er dómsmálaráðherra. 

Ef svör eru skoðuð eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa nú má sjá að 48,8 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn vilja frekar hafa Jón en 19,4 prósent virðast ánægð með ráðherraskiptin og vilja hafa Guðrúnu út kjörtímabilið. Þau sem myndu kjósa Miðflokkinn vilja helst hafa Jón sem dómsmálaráðherra, eða 78,9 prósent. Guðrún er vinsælust hjá kjósendum Pírata en 55,5 prósent þeirra sem myndu kjósa Pírata nú vilja hafa Guðrúnu sem dómsmálaráðherra út kjörtímabilið. 

Kjósendur Miðflokksins ánægðastir með Jón

Kjósendur Miðflokksins eru ánægðastir með störf Jóns á meðan hann var dómsmálaráðherra, eða 58,9 pósent. Þar á eftir koma kjósendur Sjálfstæðisflokksins en 47,3 prósent kjósenda hans eru ánægð með störf hans sem dómsmálaráðherra. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru óánægðastir með störf Jóns, eða 68,8 prósent, en þar á eftir koma kjósendur Pírata, en 44,7 prósent kjósenda þeirra eru óánægðir. 

Um fimmtungur hefur miklar væntingar til Guðrúnar

8,4 prósent svarenda gera mjög miklar kröfur til Guðrúnar sem dómsmálaráðherra. 13,1 prósent gerir fremur miklar kröfur en 42,2 prósent svarenda gera fremur litlar eða mjög litlar kröfur til hennar. Kjósendur Sjálfstæðisflokks gera mestar væntingar til hennar, 51,5 prósent þeirra gera mjög miklar eða fremur miklar væntingar til Guðrúnar sem dómsmálaráðherra en kjósendur Sósíalistaflokksins minnstar, eða 48,8 prósent. 

Könnunin fór fram frá 19. til 22. júní og voru svarendur 966 talsins.
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár