Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólgan komin undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár

Ár er lið­ið frá því að mæld verð­bólga á Ís­landi, 12 mán­aða breyt­ing vísi­tölu neyslu­verðs, var síð­ast und­ir 9 pró­sent­um.

Verðbólgan komin undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár
Peningar Verðbólgan mælist nú 8,9 prósent undanfarna 12 mánuði. Mynd: Shutterstock

Verðbólga á ársgrundvelli lækkar úr 9,5 prósentum niður í 8,9 prósent í júní, en niðurstöður nýrra mælinga á vísitölu neysluverðs voru birtar á vef Hagstofu Íslands í morgun.

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,85 prósent frá fyrri mánuði og stendur nú í 595,6 stigum. Vísitala neysluverð, ef húsnæðisliðurinn er ekki tekinn með, hækkar um 0,68 prósent frá því í maí.

Á vef Hagstofunnar segir að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, eða reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 1,6 prósent frá fyrri mánuði. Sú breyting hefur áhrif á vísitöluna sem nemur 0,31 prósenti. Verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði einnig um 2,7 prósent á milli mánaða, sem hefur áhrif á vísitöluna sem nemur 0,14 prósentum. 

Á undanförnum 12 mánuðum hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 7,9 prósent, en með húsnæðisliðnum er verðbólgan undanfarna 12 mánuði 8,9 prósent sem fyrr segir. Þetta er í fyrsta sinn frá því seinni part síðasta sumars sem ársverðbólgan dregst saman tvo mánuði í röð.

Verðbólgan umfram væntingar greinenda

Heimildin fjallaði um helgina um nýtt verðbólgumat Veratibus, systurfélags Arev verðbréfafyrirtækis, sem notar eigin verðkannanir og opinber gögn við mat á verðbólgu. Þeirra mat var að verðbólgan myndi lækka úr 9,5 í 8,5 prósent í þessari nýju mælingu Hagstofunnar, og vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,6 prósent á milli mánaða.

Peningastefnunefnd Seðla­­­banka Íslands hækkaði stýrivexti sína um 1,25 prósentustig, upp í 8,75 prósent á síðasta vaxtaákvörðunarfundi sem fór fram 24. maí.

Það var þrettánda vaxtahækkunin í röð, en vextirnir hafa verið hækkaðir til að reyna að koma böndum á verðbólguna. Stýrivextir náðu sögulegu lágmarki í maí 2021, áður en að yfirstandandi vaxtahækkunarferli hófst, en þá voru þeir 0,75 prósent. Stýrivextir voru síðast jafn háir og þeir eru núna í janúar 2010, rúmlega einu ári eftir bankahrunið. 

Peningastefnunefnd Seðlabankans mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína 23. ágúst næstkomandi, að öllu óbreyttu.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár