Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samfylkingin langstærst í nýrri könnun

Sam­fylk­ing­in nálg­ast 30 pró­senta fylgi, sam­kvæmt nýrri könn­un, á með­an rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir halda áfram að missa stuðn­ing. Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir nið­ur­stöðu síns flokks óá­sætt­an­lega.

Samfylkingin langstærst í nýrri könnun
Rífur upp fylgið Fylgi Samfylkingarinnar hefur batnað verulega eftir að Kristrún Frostadóttir tók við sem formaður flokksins. Mynd: Baldur Kristjánsson

Samfylkingin mælist langstærst í nýrri könnun Maskínu með 27,2 prósenta fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 34,2 prósent fylgi; Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 18,5 prósent, Framsóknarflokkur með 8,8 prósent og Vinstri græn slétt 7 prósent. Vísir greindi frá niðurstöðunum í morgun.

„Við höfum legið mjög lágt í könnunum að undanförnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, um niðurstöður könnunnar í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi, þar sem greint var frá könnuninni. Bætti hún við að þetta kæmi sér ekki á óvart.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði könnunina ekki sýna mikla breytingu, væri innan vikmarka við aðrar nýlegar kannanir, en var engu að síður vonsvikinn. „Þetta er óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Bjarni í þættinum. „En meira að segja niðurstaða kosninga er ekki í samræmi við okkar tilfinningu um samhljóm með stefnumálum Sjálfstæðisflokksins.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virtist rólegur yfir niðurstöðunni og benti á að á svipuðum tíma á síðasta kjörtímabili hafi flokkurinn mælst með fimm prósenta stuðning. „Það er aldrei gaman að fá lélegar mælingar. Við erum búin að vera sex ár í ríkisstjórn og það eru áskoranir í efnahagsmálum semr eru dálítið sérstakar,“ sagði hann.

Í könnuninni mælast Píratar með 11,3 prósenta fylgi, Viðreisn 9,7 prósent, Flokkur fólksins 6,6 prósent, Miðflokkurinn 6,3 prósent og Sósíalistaflokkurinn 4,7 prósenta fylgi.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Styrkársdóttir skrifaði
    Samfylkingin 27,2 prósent; Píratar 11,3%; Viðreisn 9,7%.
    Samkvæmt nýrri Maskínukönnun samtals = 48,2%.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár