Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segist hafa fengið afdráttarlausa heimild til að kaupa í bankanum

Stjórn­ar­mað­ur í Ís­lands­banka, sem er til um­fjöll­un­ar í nýbirtri skýrslu fjár­mála­eft­ir­lits­ins um lög­brot bank­ans, seg­ir að upp­lýs­ing­ar um sam­skipti hans við reglu­vörð hafi ver­ið í frumdrög­um skýrsl­unn­ar. Þau sé hins veg­ar ekki að finna í loka­út­gáfu sátt­ar­inn­ar.

Segist hafa fengið afdráttarlausa heimild til að kaupa í bankanum
Stjórnarmaður Ari Daníelsson settist í stjórn Íslandsbanka stuttu áður en hið lokaða útboð fór fram. Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða næstum 1,2 milljarða króna í sekt vegna lögbrota sem framin voru innan bankans í tengslum við útboðið. Mynd: Íslandsbanki

Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, segir að það sé efnislega rangt að engin gögn séu til staðar um heimild sem regluvörður bankans hafi veitt honum til að taka þátt í útboði þar sem hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars í fyrra. Í tölvupósti til Heimildarinnar segir Ari að hann vilji árétta að hann fékk „skýra og afdráttarlausa heimild regluvarðar bankans fyrir þessum viðskiptum áður en þau fóru fram og við framkvæmd þeirra fylgdi ég leiðbeiningum regluvarðar í einu og öllu.“

Líkt og Heimildin greindi frá fyrr í dag var fjallað um viðskipti félags í eigu Ara í skýrslu fjármálaeftirlitsins um sátt vegna lögbrota sem Íslandsbanki framdi við sölumeðferðina á sjálfum sér, sem birt var í morgun. Í skýrslunni sagði Íslandsbanki það rétt að „engin skrifleg gögn séu til um beiðni hans um undanþágu frá banni eða jákvætt svar regluvarðar þess efnis. En hvort tveggja hafi verið gert munnlega og í vitna viðurvist og staðfest skriflega af regluverði, í tölvupóstsamskiptum að morgni næsta dags.“

Ari hefur sent Heimildinni afrit af þeim tölvupóstsamskiptum þar sem hann vísaði í gefna heimild og óskaði eftir staðfestingu þáverandi regluvarðar á næstu skrefum. Í tölvupóstinum leggur hann áherslu á mikilvægi þess að allt fari fram samkvæmt reglum bankans. „Hún svarar mér afdráttarlaust að svo sé og staðfestir að viðskiptin séu gerð með hennar samþykki.“ Í niðurlagi tölvupósts sem þáverandi regluvörður Íslandsbanka sendi Ara 23. mars í fyrra segir: „Allt í ordnung og samkvæmt bókinni :)“

Ari segir að í frumdrögum að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlits, sem barst um áramótin, hafi komið fram upplýsingar um þessi samskipti en að þau sé ekki að finna í lokaútgáfu sáttarinnar.

Fékk undanþágu munnlega á fræðslufundi

Í skýrslu fjármálaeftirlitsins, sem var birt í morgun, segir að Ari hafi fengið undanþáguna munnlega á fræðslufundi sem haldinn var fyrir nýja stjórnarmenn, eftir að yfirlögfræðingur Íslandsbanka kom inn á fundinn og tilkynnti um að útboðið væri hafið. Undanþágan var hins vegar ekki skráð fyrr en tveimur dögum síðar, eftir að útboðið var um garð gengið. 

Í skýrslunni segir orðrétt: „Þegar útboðið hófst kl. 16:11 hafi staðið yfir fræðsla regluvarðar fyrir nýja stjórnarmenn. Á fræðslufundinum voru regluvörður, stjórnarformaður, umræddur stjórnarmaður og varamaður í stjórn. Yfirlögfræðingur málsaðila kom inn á fræðslufundinn til að upplýsa um að útboðið væri hafið. Varpaði umræddur stjórnarmaður m.a. fram þeirri spurningu hvort hann mætti sem stjórnarmaður taka þátt í útboðinu þó svo að lokað tímabil stæði yfir hjá málsaðila.“

Regluvörður hafi metið það sem svo að þar sem engar innherjaupplýsingar hefðu legið fyrir á þessum tíma væri hægt að beita undanþáguákvæði 5. kafla reglnanna enda slíkt ekki í ósamræmi við lög og reglur. „Reglugerð ESB nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR) kveður einungis á um að viðskipti stjórnenda með bréf í útgefandanum séu óheimil í 30 daga fyrir birtingu uppgjörs, sbr. 11. tölul. 19. gr. reglugerðarinnar. Með vísan til þessa fékk stjórnarmaðurinn skýrt og afdráttarlaust svar regluvarðar þess efnis að honum væri heimilt að taka þátt í útboðinu og að frekari aðgerða væri ekki þörf.“

Í lokaskýrslu fjármálaeftirlitsins segir að því hafi ekki borist gögn sem staðfesta að send hafi verið skrifleg beiðni um undanþágu frá reglunum, þrátt fyrir beiðni þar um. „Ekki verður litið á umrætt samtal sem veitta undanþágu, enda gera reglur málsaðila ráð fyrir að beiðnir um undanþágu berist skriflega. [...] Forsendur til að taka ákvörðun um hvort starfsmönnum væri heimilt að taka þátt í útboðinu á grundvelli reglna málsaðila um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum voru ekki til staðar vegna skorts á greiningu hagsmunaárekstra.“

Íslandsbanki viðurkenndi í andsvörum sínum til eftirlitsins að það hefði verið í betra samræmi við þær formkröfur sem gerðar eru í áðurnefndum reglum að skrá atburðarásina skriflega.

Ari er fyrrverandi starfsmaður Glitnis banka og og framkvæmdastjóri eignastýringafyrirtækisins Reviva Capital SA. Ari situr einnig í áhættu- og endurskoðunarnefnd Íslandsbanka. Félag í eigu Ara, sem skráð er í Lúxemborg, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboðinu, en hann hafði komið inn í stjórn Íslandsbanka nokkrum dögum áður en útboðið fór fram.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Nei Ari Daníelsson þú fékkst EKKI afdráttarlaust svar um að þú gætir keypt hlutabréf í Íslandsbanka, þú fékkst munnlegt svar sem er ekki samkvæmt lögum um fjármála-fyrirtæki, þú áttir að senda skriflega fyrirspurn og fá hana staðfesta af regluverði, það var ekki gert. Regluvörðurinn sagði af sér fyrir tæplega ári síðan, note bene vegna vanhæfni í störfum sínum. Það á að fara að lögum það gerðir þú ekki og í öllum bænum segðu af þér.
    8
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Ari lattu ekki gera þig ad fifli fyrir svona upphæð.
    Segðu þig ur stjorninni skilaðu hagnaðnum vertu öðrum
    til fyrirmyndar.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
2
Aðsent

Stefán Ólafsson

Sam­fé­lag­ið á rangri leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nærri 70% svar­enda í könn­un fyr­ir verka­lýðs­hreyf­ing­una töldu sam­fé­lag­ið vera á rangri leið og ein­ung­is um 17% sögðu sam­fé­lag­ið vera á réttri leið. Stefán Ólafs­son seg­ir að sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar komi fram mik­il óánægja með sumt af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á og sumt af því sem hann hef­ur leit­ast við að ná fram í frá­far­andi rík­is­stjórn.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
3
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár